Bæjarráð

860. fundur 03. nóvember 2014 kl. 08:05 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Verkefni sem vísað er til bæjarstjóra af bæjarráði og bæjarstjórn - 2014100021

Lagður er fram verkefnalisti bæjarstjóra.
Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun 2015 - 2014080027

Lögð fram vinnuskjöl frá Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2015.

Edda María Hagalín mætti til fundar undir þessum lið dagskrár.
Lagt fram til kynningar.

3.Fjármál Ísafjarðarbæjar, fyrirspurn frá bæjarfulltrúa - 2014020058

Lögð fram fyrirspurn Jónasar Þórs Birgissonar, dagsett 31. október sl., um þróun gjalda 2014 miðað við fjárhagsáætlun. Fyrir fundinum liggur einnig samantekt Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra.

Edda María Hagalín mætti til fundar undir þessum lið dagskrár.
Samantekt fjármálastjóra lögð fram til kynningar.

4.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2014/2015 - 2014090033

Umræður um úthlutun byggðakvóta.

5.Tillaga bæjarfulltrúa framsóknarflokks - 2014080027

Lögð er fram áskorun Marzellíusar Sveinbjörnssonar, bæjarfulltrúa framsóknarmanna, dagsett 31. október sl., þar sem lagt er til að skipaður verði starfshópur til að kanna möguleika á samrekstri slökkviliðs, áhaldahúss og daglegrar umsýslu hafnarmannvirkja.
Bæjarstjóri vill geta þess í, tilefni af tillögu fulltrúa framsóknarmanna, að hann hefur að undanförnu haft til skoðunar ýmsa möguleika í samstarfi áhaldahúss og slökkviliðs, en einnig mögulegan samrekstur með nágrannasveitarfélögum. Bæjarstjóri tekur undir með fulltrúa framsóknarflokks og er þess fullviss að ná megi fram auknu hagræði. Öll slík úrræði ættu að rúmast innan fjárhagsáætlunar en nákvæmar útfærslur þurfa að vinnast í nánu samráði við starfsmenn. Slíku verki og útfærslu þess verður því ekki lokið á skömmum tíma í aðdraganda fjárhagsáætlunar.
Í-listinn hefur fullan hug á að standa við fyrirætlanir sínar í málefnum áhaldahúss og er nú þegar hægt að sjá merki um þá stefnu í framlögðum fyrstu drögum að fjárhagsáætlun ársins 2015.
Bæjarstjóri fagnar áhuga framsóknarmanna á málinu en telur sig geta unnið að því með starfsmönnum og bæjarfulltrúum á komandi ári án þess að stofnaður verði sérstakur starfshópur um málið. Fyrirhuguð aukning á starfsemi áhaldahúss hefur t.d. nú þegar verið rædd ítarlega í nýrri nefnd um umhverfis- og framkvæmdamál.

Marzellíus Sveinbjörnsson fellst á svör bæjarstjóra og dregur tillögu sína til baka, en gerir hana jafnframt að áskorun til meirihluta bæjarstjórnar.

6.Uppbyggingaráætlun gönguskíðasvæðis - 2014100070

Lagt fram bréf Skíðafélags Ísafjarðar, dagsett 30. október sl., þar sem óskað er eftir viðræðum við fulltrúa Ísafjarðarbæjar vegna uppbyggingar gönguskíðasvæðis.
Lagt fram til kynningar og vísað til Héraðssambands Vestfirðinga til umsagnar.

7.Aðalgata, Suðureyri, akstursstefna - 2014090031

Lagt fram bréf Klofnings ehf., dagsett 20. október sl., vegna gámaflutninga um Aðalgötu á Suðureyri.
Bæjarráð hafnar erindinu, en felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara um aðrar mögulegar lausnir.

8.Verndar- og stjórnunaráætlun fyrir náttúruvættið Dynjanda í Arnarfirði - 2014100066

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar, dagsett 27. október sl., þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær tilnefni fulltrúa í samstarfsnefnd um gerð verndar- og stjórnunaráætlunar fyrir náttúruvættið Dynjanda í Arnarfirði.
Bæjarráð vísar erindinu til nefndar um umhverfis- og framkvæmdamál.

9.Styrktarsjóður EBÍ 2014 - 2014020027

Lagt fram bréf Eignarhaldsf. Brunabótaf. Íslands, dagsett 24. október sl., vegna ágóðahlutagreiðslu 2014. Hlutur Ísafjarðarbæjar á árinu verður 2.410.000 kr.
Lagt fram til kynningar.

10.Áætlun framlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir árið 2015 - 2014090008

Lagður fram tölvupóstur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dagsettur 29. október sl., þar sem upplýst er að áætlanir um framlög til sveitarfélaga hafa verið birtar á heimasíðu sjóðsins.
Lagt fram til kynningar.

11.Nýsköpunarráðstefna og nýsköpunarverðlaun í opinberri stjórnsýslu - 2014060089

Lagður fram tölvupóstur fjármála- og efnahagsráðuneytis, dagsettur 29. október sl., vegna nýsköpunarráðstefnu 2014.
Lagt fram til kynningar.

12.Málþing um stöðu innflytjenda - 2014010071

Lagður fram tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 28. október sl., um málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum, sem haldið verður í Reykjanesbæ 14. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar og vísað til félagsmálanefndar.

13.Félagsmálanefnd 28/10. - 1410012F

392. fundur
Lagt fram til kynningar

14.Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu 27/10. - 1410009F

3. fundur.
Lagt fram til kynningar.

15.Hverfisráð Eyrar og efri bæjar. - 2011030002

Lögð fram til kynningar fundargerð hverfisráðs Eyrar og efri bæjar frá 21. október sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?