Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Sala hjúkrunarheimilisins Eyrar - 2024030137
Árni Á. Árnason, lögmaður sveitarfélagsins vegna söluferlis Eyrar, mætir til fundarins til upplýsinga um stöðu málsins.
Árni Á. Árnason lögmaður fór yfir stöðu málsins og næstu skref.
Árni yfirgaf fund kl. 8:30.
Gestir
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10
- Árni Á. Árnason, hjá Libra lögmönnum - mæting: 08:10
2.Útboð 2025 -Göngustígur með fram Tjörn Suðureyri - 2025040062
Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 15. maí 2025, varðandi opnun tilboða í verkið "Túngata Suðureyri, gangstétt og frágangur yfirborðs" þar sem óskað er eftir samþykki bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Bæjarráð samþykkir tillögu í minnisblaði sviðsstjóra, að gengið verði til samninga við Búaðstoð ehf., að fjárhæð kr 18.150.680, vegna verksins "Túngata Suðureyri, gangstétt og frágangur yfirborðs".
3.Mjólkárlína II - kæra framkvæmdaleyfis til UUA - 2025050030
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Ólöfu Harðardóttur fyrir hönd úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, ásamt fylgigögnum, þar sem kærð er ákvörðun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 3. apríl 2025 um útgáfu á framkvæmdarleyfi til handa Landsneti til framkvæmda á Mjólkárlínu 2 í Arnarfirði. Frestur er veittur í 15 daga, eða til 21. maí 2025.
Jafnframt lagt fram til kynningar svarbréf Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 13. maí 2025.
Jafnframt lagt fram til kynningar svarbréf Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 13. maí 2025.
Lagt fram kynningar.
Axel R. Överby yfirgaf fund kl. 8:45.
4.Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2026 - 2025050025
Lagt fram til samþykktar ferli fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar 2026.
Bæjarráð samþykkir ferli fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar 2026.
5.Ívilnanaheimildir A.6 Aðgengi að sérfræðiþjónustu á heilbrigðissviði - 2024110071
Lagt fram til kynningar bréf frá menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra dags. 13. maí 2025, vegna erindis um beitingu ívilnunar skv. 28. gr. laga um Menntasjóð námsmanna, þar sem tilkynnt er að næsta skref í málinu er að óska eftir skýrslu Byggðastofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um mikilvægi þess að bregðast við aðstæðum í sveitarfélögunum sem útlistaðar eru í bréfinu.
Lagt fram til kynningar.
6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - veiðistjórn grásleppu - 2025010004
Lagt fram til erindi frá Sigrúnu Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefnda- og greiningarsviði Alþingis dags. 14. maí 2025, þar sem atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 298. mál. Umsagnarfrestur er til og með 28. maí 2025.
Lagt fram til kynningar.
7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - aflaverðmæti í reiknistofni - 2025010004
Lagt fram til erindi frá Sigrúnu Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefnda- og greiningarsviði Alþingis dags. 13. maí 2025. Þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um veiðigjald (aflaverðmæti í reiknistofni), 351. mál. Umsagnarfrestur er til og með 26. maí 2025.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.
8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - skattlagning orkumannvirkja - 2025010004
Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dags. 14. maí 2025, þar sem Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 89/2025, "Áform um endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga (skattlagning orkumannvirkja)". Umsagnarfrestur er til og með 9. júní 2025.
Lagt fram til kynningar.
9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - endurskoðun sveitarstjórnarlaga - 2025010004
Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dags. 13. maí 2025, þar sem Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 88/2025, "Áform um endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga (endurskoðun sveitarstjórnarlaga)". Umsagnarfrestur er til og með 9. júní 2025.
Lagt fram til kynningar.
10.Rekstrarleyfi, tækifærisleyfi og aðrar leyfisveitingar 2025 - útskrift MÍ - 2025010152
Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 6. maí 2025, vegna umsóknar Halldórs Karls Vagnssonar, um tækifærisleyfi til áfengisveitinga í Íþróttahúsinu á Torfnesi vegna útskriftarveislu Menntaskólans á Ísafirði. Jafnframt lögð fram jákvæð umsögn Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, þar sem fallist er á að veitt verði leyfi fyrir 300 manns.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu tækifærisleyfis í Íþróttahúsinu á Torfnesi vegna útskriftarveislu Menntaskólans á Ísafirði, fyrir 300 manns.
11.Mánaðaryfirlit launakostnaðar 2025 - 2025020111
Lagt fram til kynningar minnisblað Helgu Sigríðar Hjálmarsdóttur, launafulltrúa, dags. 12. maí 2025, um launakostnað fyrir janúar til apríl árið 2025.
Lagt fram til kynningar.
12.Málþing um byggðafestu ungs fólks á landsbyggðinni - 2025050115
Lagt fram til kynningar erindi Nýheima þekkingarseturs, dags. 14. maí 2025, um málþing um byggðafestu ungs fólks á landsbyggðinni, sem haldið verður 23.-24. september 2025 á Höfn í Hornafirði.
Bæjarráð vísar erindinu til kynningar í skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd.
13.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 157 - 2505011F
Lögð fram til kynningar fundargerð 157. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 15. maí 2025.
Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin er í 7 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:40.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?