Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1315. fundur 24. febrúar 2025 kl. 09:25 - 10:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Kláfur upp Eyrarhlíð - 2019070011

Lagður fram uppfærður samningur Ísafjarðarbæjar við Eyrarkláf ehf. um úthlutun svæðis vegna kláfs upp Eyrarhlíð, en málið var áður tekið fyrir á 1314. fundi bæjarráðs, dags. 17. febrúar 2025.
Bæjarráð vísar samningi til samþykktar í bæjarstjórn, með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 09:25

2.Umsókn um styrk í fiskeldissjóð - 2025020169

Lagt fram erindi fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, dags. 18. febrúar 2025, um að senda inn sameiginlega umsókn með Bolungarvík og Súðavík í fiskeldissjóð þar sem sótt er um búnað til upphitunar á gervigrasvellinum á Torfnesi.
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að undirbúa umsókn í fiskeldissjóð samhliða öðrum umsóknum sem eru í undirbúningi.
Fylgiskjöl:
Axel yfirgefur fund kl. 9:51.

3.Áfangastaðaáætlun - 2025020175

Lagt fram erindi Steinunnar Ásu Sigurðardóttur f.h. Markaðsstofu Vestfjarða dags. 20. febrúar 2025, varðandi skipun fulltrúa í stýrihóp áfangastaðaáætlunar. Óskað er eftir að sveitarfélög tilnefni einn fulltrúa í stýrihópinn sem verður jafnframt tengiliður sveitarfélagsins í áætlunargerðinni.
Frestur til að skila tilnefningu er til 15. mars 2025.
Bæjarráð tilnefnir Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar, sem fulltrúa sveitarfélagsins í stýrihópnum.

4.Menningarstefna fyrir Vestfirði - 2025020171

Lagt fram erindi Skúla Gautasonar f.h. Vestfjarðastofu, dags. 20. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir tilnefningu eins fulltrúa í fagráð menningar vegna gerðar menningarstefnu fyrir Vestfirði.
Fagráð menningar skal samanstanda af einum fulltrúa frá hverju sveitarfélagi og fjórum listamönnum sem eru starfandi að list sinni og búsettir á Vestfjörðum.
Þess er vænst að viðkomandi fulltrúi hafi góða innsýn í menningarmál og sé umhugað um að efla menningarstarf á Vestfjörðum.
Tilnefningar er óskað fyrir 1. mars 2025.
Bæjarráð tilnefnir Elísabetu Samúelsdóttur sem fulltrúa sveitarfélagsins í fagráðið.

5.Rekstrarleyfi, tækifærisleyfi og aðrar leyfisveitingar 2025 - 2025010152

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 18. febrúar 2025, vegna umsóknar Nemendafélags Menntaskólans á Ísafirði um tækifærisleyfi vegna árshátíðar MÍ, þann 7. mars 2025.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna árshátíðar MÍ þann 7. mars 2025.

6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dags. 19. febrúar 2025, þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 38/2025, „Frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum - mat á fjárhagslegum áhrifum á sveitarfélög“.
Umsagnarfrestur er til og með 4. mars 2025.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?