Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1314. fundur 17. febrúar 2025 kl. 08:10 - 10:03 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Magnús Einar Magnússon varamaður
    Aðalmaður: Gylfi Ólafsson
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Arndís Dögg Jónsdóttir skjalastjóri
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Arndís Dögg Jónsdóttir Skjalastjóri
Dagskrá

1.Lóðir á Suðurtanga - Hrafnatangi 6 og Æðartangi 11 - 2025020106

Lagt fram erindi Jóhönnu Óskar Halldórsdóttur f.h. Eimskips Ísland ehf., dags. 12. febrúar 2025, þar sem Eimskip óskar eftir að lóðirnar Hrafnatangi 6 og Æðartangi 11 verði teknar af lóðarlista með vísan í 6. gr. lóðarúthlutunarreglna Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vera í samtali við hlutaðeigandi.

Gestir

  • Axel R. Överby - mæting: 08:10

2.Hrafnatangi 6, Ísafirði. Umsókn um lóð - 2025020079

Lögð fram lóðarumsókn, dags. 11. febrúar 2025, frá Hallvarði Aspelund hjá Noru Seafood ehf. vegna lóðar við Hrafnatanga 6 á Ísafirði, ásamt erindi frá Víði Ísfeld Ingþórssyni hjá Noru Seafood ehf., vegna stækkunaráforma fyrirtækisins. Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 5. febrúar 2025.
Lagt fram til kynningar.

3.Æðartangi 9, Ísafirði. Umsókn um lóð - 2025020064

Lögð fram lóðarumsókn, dags. 28. janúar 2025, frá Vestfirskum verktökum, vegna lóðar við Æðartanga 9. Lóðin við Æðartanga 9 á Ísafirði var auglýst á heimasíðu Ísafjarðarbæjar frá 28. janúar 2025. Umsóknarfrestur um lóð var til og með 12. febrúar 2025.
Lagt fram til kynningar.

4.Æðartangi 11, Ísafirði. Umsókn um lóð - 2025020065

Lögð fram lóðarumsókn, dags. 28. janúar 2025, frá Vestfirskum verktökum, vegna lóðar við Æðartanga 11. Lóðin við Æðartanga 11 á Ísafirði var auglýst á heimasíðu Ísafjarðarbæjar frá 28. janúar 2025. Umsóknarfrestur um lóð var til og með 12. febrúar 2025.
Lagt fram til kynningar.

5.Hrafnatangi 6, Ísafirði. Umsókn um lóð - 2025020063

Lögð fram lóðarumsókn, dags. 4. febrúar 2025, frá Ísnum ehf., vegna lóðar við Hrafnatanga 6. Lóðin við Hrafnatanga 6 á Ísafirði var auglýst á heimasíðu Ísafjarðarbæjar frá 28. janúar 2025. Umsóknarfrestur um lóð var til og með 12. febrúar 2025.
Lagt fram til kynningar.

6.Hrafnatangi 4, Ísafirði. Umsókn um lóð - 2025020062

Lögð fram lóðarumsókn, dags. 4. febrúar 2025, frá Ísnum ehf., vegna lóðar við Hrafnatanga 4. Lóðin við Hrafnatanga 4 á Ísafirði var auglýst á heimasíðu Ísafjarðarbæjar frá 28. janúar 2025. Umsóknarfrestur um lóð var til og með 12. febrúar 2025.
Lagt fram til kynningar.

7.Kláfur upp Eyrarhlíð - 2019070011

Lögð fram drög að samningi um lóðarúthlutun ásamt fylgiskjali I.
Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að uppfæra skjalið í samræmi við umræður á fundinum og leggja samning fyrir að nýju.
Axel R. Överby yfirgaf fund kl. 08:48

8.Ársfjórðungsuppgjör 2024 - 2024040066

Lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 13. febrúar 2025, um niðurstöðu fjórða ársfjórðungs 2024 ásamt stöðu framkvæmda og viðhalds í lok fjórða ársfjórðungs. Uppgjörið sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu A og B hluta upp á 1.115 m.kr. fyrir janúar til desember 2024. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 738,7 m.kr. fyrir sama tímabil og er rekstrarafgangur 417 m.kr. hærri en áætlað var á fjórða ársfjórðungi.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Edda María Hagalín - mæting: 08:50

9.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - 2025020006

Lagður fram til samþykktar viðauki 02 við fjárhagsáætlun 2025 vegna uppbyggingasamninga 2025. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,- Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0 er rekstrarafgangur því óbreyttur í kr. 223.000.000,-. Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- og rekstrarafgangur því óbreyttur í kr. 995.000.000,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 02 við fjárhagsáætlun 2025 vegna uppbyggingasamninga 2025.
Edda María Hagalín yfirgaf fund kl: 09:21.

10.Mánaðaryfirlit launakostnaðar 2025 - 2025020111

Lagt fram til kynningar minnisblað Helgu Sigríðar Hjálmarsdóttur, launafulltrúa, dags. 7. febrúar 2025, um launakostnað fyrir janúar til febrúar árið 2025.
Lagt fram til kynningar.

11.Samningur um rekstrarstyrk til Edinborgarhússins ehf. 2025-2026 - 2024110134

Á 1304. fundi bæjarráðs, þann 25. nóvember 2024, var lagt fram erindi Inga Björns Guðnasonar, f.h. stjórnar Edinborgarhússins, dags. 14. nóvember 2024, um samning Edinborgarhússins við menningarmálaráðuneytið um rekstrarframlag til tveggja ára, en löngum hefur verið horft til þríhliða samnings þessara aðila og Ísafjarðarbæjar, m.a. í ljósi liðar 2.2. í Menningarstefnu Ísafjarðarbæjar 2022-2032. Er óskað frekari aðkomu Ísafjarðarbæjar að málinu í því ljósi. Jafnframt lagður fram til kynningar samningur menningar- og viðskiptaráðuneytisins við Edinborgarhúsið ehf. um rekstrarstyrk til Edinborgarhússins ehf. 2025-2026.



Bæjarráð tók jákvætt í áframhaldandi samstarf við Edinborgarhúsið og fól bæjarstjóra að ræða við stjórn hússins.



Er nú lagt fram erindi stjórnar Edinborgarhússins, dags. 5. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir að framlag Ísafjarðarbæjar verði jafnað við framlag menningarmálaráðuneytisins, að teknu tilliti til núgildandi samning um styrk vegna fasteignagjalda.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

12.Erindi frá CLIA vegna nýs innviðagjalds á farþega skemmtiferðaskipa - 2025020080

Lagt fram erindi frá Nikos Mertzanidis, fyrir hönd CLIA, alþjóðasamtaka skemmtiferðaskipafélaga, dags. 10. febrúar 2025, vegna nýs innviðagjalds á farþega skemmtiferðaskipa.







Bæjarráð þakkar erindið og ítrekar fyrri bókun varðandi álögur innviðagjalds á farþega skemmtiferðaskipa. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar bendir á að aðrir farþegar sem koma til Íslands borga ekki viðlíka gjald á sólahring eins og farþegar skemmtiferðaskipa þurfa að gera. Farþegar skemmtiferðaskipa dreifast um allt land sem er í samræmi við stefnu stjórnvala um jafna dreifingu ferðamanna um landið.
Að öðru leyti tekur bæjarráð undir bókun hafnarstjórnar frá fundi 259 þann 13. febrúar.

13.Lánasjóður sveitarfélaga - ýmis erindi 2025 - 2025020100

Lagt fram erindi Óttars Guðjónssonar f.h. tilnefningarnefndar Lánasjóðs sveitafélaga ohf., dags. 11. febrúar 2025, þar sem auglýst er eftir framboðum til stjórnar og varastjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

14.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025 - 2025020102

Lagt fram til kynningar erindi Vals Rafns Halldórssonar f.h. Sambands íslenskra sveitafélaga dags. 12. febrúar 2025, um Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður 20. mars 2025.
Lagt fram til kynningar.

15.Snjóflóðaráðstefna- SNOW 2025 - 2025020103

Lagt fram erindi Geirs Sigurðssonar f.h. snjóflóðaráðstefnunnar SNOW 2025, dags. 7. febrúar 2025, um þátttöku í móttöku ráðstefnunnar.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tekur jákvætt í erindið.

16.Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði - fundargerðir stjórnar - 2024040140

Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar stjórnar rekstrarfélags Stjórnsýsluhússins á Ísafirði sem haldinn var 15. janúar 2025.
Lagt fram til kynningar.

17.Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði - fundargerðir stjórnar - 2024040140

Lögð fram til kynningar fundargerð 10. fundar stjórnar rekstrarfélags Stjórnsýsluhússins á Ísafirði sem haldinn var 11. febrúar 2024.
Lagt fram til kynningar.

18.Fundargerðir 2025 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2025010017

Lögð fram til kynningar er fundargerð 963. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var þann 31. janúar 2025.
Lagt fram til kynningar.

19.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080

Lögð fram til kynningar fundargerð 13. fundar Svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða sem haldinn var 10. febrúar 2025.
Lagt fram til kynningar.

20.Hafnarstjórn - 259 - 2502006F

Lögð fram til kynningar fundargerð 259. fundar hafnarstjórnar en fundur var haldinn 13. febrúar 2025.



Fundargerðin er í sjö liðum.
Lagt fram til kynningar.

21.Velferðarnefnd - 486 - 2501022F

Lögð fram til kynningar fundargerð 486. fundar velferðanefndar en fundur var haldinn 11. febrúar 2025.



Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:03.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?