Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Viðbygging við stúku á Torfnesvelli - sjoppa - 2024100001
Lagður fram til samþykktar samningur Ísafjarðarbæjar og Knattspyrnudeildar Vestra yngri um byggingu viðbyggingar við áhorfendastúku á Torfnesvelli, og afnot hennar í kjölfar byggingar.
Lagt fram og vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.
2.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2024-2025 - 2025010229
Á 1311. fundi bæjarráðs, sem haldinn 27. janúar 2025, var lagt fram erindi Matvælaráðuneytisins, þar sem kynnt var úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2024-2025. Einnig eru leiðbeiningar vegna samantektar og afgreiðslu á tillögum sveitarstjórna um sérstök skilyrði vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2024-2025.
Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að samþykkja að sérreglur byggðakvóta Ísafjarðarbæjar verði eins fyrir árið 2024-2025, eins og þær voru 2023-2024.
Er tillaga að umræddum sérreglum lagðar fram til samþykktar, en þær byggja á sérreglum bæjarstjórnar frá síðasta tímabili.
Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að samþykkja að sérreglur byggðakvóta Ísafjarðarbæjar verði eins fyrir árið 2024-2025, eins og þær voru 2023-2024.
Er tillaga að umræddum sérreglum lagðar fram til samþykktar, en þær byggja á sérreglum bæjarstjórnar frá síðasta tímabili.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögur um sérreglur byggðakvóta Ísafjarðarbæjar.
3.Rekstrarleyfi, tækifærisleyfi og aðrar leyfisveitingar 2025 - Þorrablót Átthagafélags Sléttuhreppinga - 2025010152
Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 29. janúar 2025, vegna umsóknar Jóns Heimis Hreinssonar, um tækifærisleyfi vegna þorrablóts Átthagafélags Sléttuhreppinga, í Félagsheimilinu í Hnífsdal þann 15. febrúar 2025.
Jafnframt lögð fram jákvæð umsögn Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, dags. 28. janúar 2025, miðað við 180 manns.
Jafnframt lögð fram jákvæð umsögn Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, dags. 28. janúar 2025, miðað við 180 manns.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna þorrablóts Átthagafélags Sléttuhreppinga í Félagsheimilinu í Hnífsdal þann 15. febrúar 2025.
4.Aldrei fór ég suður - endurnýjun samnings 2025 - 2025010203
Lagður fram til samþykktar endurnýjun samnings við Aldrei fór ég suður, en núgildandi samningur rann út um síðustu áramót.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðan samning.
5.Hverfisráð - fundargerðir 2025 - Þingeyri - 2025010287
Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar hverfisráðs Þingeyrar, en fundur var haldinn 10. janúar 2025.
Lagt fram til kynningar.
6.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum - fundargerðir og fleira 2025 - 2025010311
Lögð fram til kynningar fundargerð 78. stjórnarfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, en fundur var haldinn 15. janúar 2025.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 08:35.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?