Bæjarráð
Dagskrá
1.Brekkugata 5, Þingeyri - kaup og sala - 2013060095
Bæjarstjóri greinir frá því að fram hafi komið kauptilboð í eignina Brekkugötu 5, Þingeyri að fjárhæð kr. 300.000,-.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið og felur bæjarstjóra að ganga til samninga við tilboðsgjafa.
2.Yfirtaka Ísafjarðarbæjar á Tónlistarskóla Ísafjarðar - 2014090048
Lagt er fram bréf Jóns Páls Hreinssonar, Ingunnar Óskar Sturludóttur og Sigríðar Ragnarsdóttur, f.h. Tónlistarskóla Ísafjarðar, dags. 17. september 2014.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
3.Sambandsleysi Vestfjarða - 2014080066
Lagt er fram bréf Símans dags. 10. september sl. sem svar við erindi Ísafjarðarbæjar vegna rofs á fjarskiptaþjónustu.
Lagt fram til kynningar.
4.Fjárhagsáætlun 2015 - 2014080027
Lögð er fram útkomuspá Ísafjarðarbæjar vegna ársins 2014.
Lögð fram til kynningar.
Edda María Hagalín, fjármálastjóri, mætti til fundarins undir þessum lið kl. 8:30 og yfirgaf fundinn kl. 8:44.
Edda María Hagalín, fjármálastjóri, mætti til fundarins undir þessum lið kl. 8:30 og yfirgaf fundinn kl. 8:44.
5.Við stólum á þig - umhverfisvænt söfnunarátak - 2014090049
Lagt er fram bréf Péturs Sigurgunnarssonar, framkvæmdastjóra söfnunarinnar Við stólum á þig, dags. 15. september 2014.
Bæjarráð vísar erindinu til nefndar um umhverfis- og framkvæmdamál.
6.Fundargerðir nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis 16/9 - 2014080051
Fundargerð 38. fundar nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði
Lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:15.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?