Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1288. fundur 24. júní 2024 kl. 08:10 - 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Reglur um birtingu gagna með fundargerðum í ráðum og nefndum Ísafjarðarbæjar - 2024060047

Lagðar fram til samþykktar reglur um birtingu gagna með fundargerðum í ráðum og nefndum Ísafjarðarbæjar. Í stjórnsýsluskoðun KPMG samhliða gerð ársreiknings 2023 fyrir Ísafjarðarbæ, í maí 2024, kom fram tækifæri til úrbóta varðandi það að hafa skráðar formlegar reglur um birtingu gagna með fundargerðum í ráðum og nefndum Ísafjarðarbæjar, í stað óskráðra reglna og verklags eins og verið hefur. Án þeirra væri hætta á að sveitarfélagið sé ekki með samræmdum hætti að birta gögn og þar af leiðandi getur verið misjafnt hvert aðgengi er að þeim.

Í þeim tilgangi að bæta úr þessu eru framlagðar reglur skrifaðar með hliðsjón af upplýsingalögum, stjórnsýslulögum, persónuverndarlögum og sambærilegum reglum annarra sveitarfélaga.

Í upphafsákvæði reglnanna segir að stefna bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar sé að stjórnsýsla sveitarfélagsins sé opin og gagnsæ og að unnt sé að fylgjast með einföldum hætti með störfum bæjarstjórnar og nefnda.

Reglum þessum er ætlað að tryggja að íbúar Ísafjarðarbæjar hafi greiðan aðgang að öllum gögnum sveitarfélagsins, fyrirtækja þess og samtaka sem það á aðild að, sem lögð eru fram í ráðum og nefndum á vegum sveitarfélagsins, eftir því sem lög og reglugerðir heimila.

Markmið reglnanna er jafnframt að birting gagna með fundargerðum sé samræmd og byggð á málefnalegum forsendum í samræmi við upplýsingalög nr. 140/2012, stjórnsýslulög nr. 37/1993 og lög nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Bæjarráð samþykkir reglur um birtingu gagna með fundargerðum í ráðum og nefndum Ísafjarðarbæjar, og felur bæjarstjóra að kynna þær fyrir formönnum og starfsmönnum nefnda og ráða Ísafjarðarbæjar.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

2.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2024 - Fisherman Flateyri - 2024010198

Lögð fram umsagnarbeiðni Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 15. maí 2024, til Ísafjarðarbæjar, vegna umsóknar Aðalsteins Egils Traustasonar, f.h. Fisherman ehf., vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-B, stærra gistiheimili, að Hafnarstræti 29, Flateyri. Jafnframt lagðar fram umsagnir Heilbrigðiseftirlits, dags. 16. maí 2024, eldvarnareftirlits dags. 23. maí 2024, og byggingafulltrúa, dags. 19. júní 2024.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis til handa Fisherman ehf. vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar að Hafnarstræti 29 á Flateyri.

3.Skrúður - framkvæmdasjóður stjórn - 2024060063

Mál sett á dagskrá að beiðni bæjarstjóra, þar sem lagt er til að Tinna Ólafsdóttir verði skipuð í stjórn Framkvæmdastjórnar Skrúðs, í stað Þóris Arnar Guðmundssonar, sem hefur óskað eftir að ganga úr stjórn.
Bæjarráð samþykkir breytingar á fulltrúum í Framkvæmdastjórn Skrúðs og skipar Tinnu Ólafsdóttur í stað Þóris Arnar Guðmundssonar.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

4.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2023-2024 - 2023120011

Lagðar fram til samþykktar 26 yfirlýsingar um vinnslu afla vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023/2024, en um er að ræða tímabundna ráðstöfun.
Bæjarráð staðfestir meðfylgjandi 26 yfirlýsingar um vinnslu afla vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023/2024.

5.Fasteignir Ísafjarðarbæjar - Ársreikningur fyrir starfsárið 2023 - 2024050045

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fasteigna Ísafjarðarbæjar 2023, auk minnisblaðs Axels R. Överby, framkvæmdastjóra, dags. 10. júní 2024.
Ásreikningur lagður fram til kynningar.

Rekstur Fasteigna Ísafjarðarbæjar hefur verið þungur um árabil og er það stefna bæjaryfirvalda að minnka umfang rekstarins. Stór viðgerðarverkefnni vegna myglu setja mark sitt á ársreikning síðasta árs.

6.69. Fjórðungsþing Vestfirðinga - 2024020035

Lögð fram til kynningar þinggerð 69. Fjórðungsþings Vestfirðinga að sumri, sem haldið var 19. júní 2024.
Lagt fram til kynningar.

7.Kosningar til forseta 2024 - 2023050041

Lögð fram til kynningar ársskýrsla landskjörstjórnar 2023.
Lagt fram til kynningar.

8.Hverfisráð - fundargerðir 2024 - 2024010183

Löðg fram til kynningar fundargerð hverfisráðs Þingeyrar, en fundur var haldinn 6. júní 2024.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2024 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2024010120

Lögð fram til kynningar fundargerð 948. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, en fundur var haldinn 31. maí 2024.
Lagt fram til kynningar.

10.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 7 - 2406010F

Lögð fram til kynningar 7. fundargerð skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 19. júní 2024.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.

11.Öldungaráð - 14 - 2403013F

Lögð fram til kynningar fundargerð 14. fundar öldungaráðs, en fundur var haldinn 20. mars 2024.

Fundargerðin er í níu liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?