Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1285. fundur 27. maí 2024 kl. 08:10 - 09:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Magnús Einar Magnússon varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Fráveita Ísafjarðarbæjar - Olíumengun á Flateyrarodda - 2024050098

Lagt fram til kynningar minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 22. maí 2024, vegna olíumengaðs jarðvegs á Flateyri.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10

2.Gatnagerð á Þingeyri, fráveitulögn og tenging hreinsistöðvar - 2024050044

Lagt fram minnisblað Eyþórs Guðmundssonar, innkaupa- og tæknistjóra, dagsett 17. maí 2024 vegna niðurstöðu útboðs vegna gatnagerðar á Þingeyri, fráveitulagnar og tengingu hreinsistöðvar, þar sem lagt er til við bæjarráð að samþykkja tilboð Kjarnasögunar ehf., að fjárhæð kr. 68.000.000.
Bæjarráð samþykki tilboð Kjarnasögunar ehf., að fjárhæð kr. 68.000.000, vegna gatnagerðar á Þingeyri, fráveitulagnar og tengingu hreinsistöðvar.

3.Grunnskólinn á Ísafirði - viðhald skólahúsnæðis - 2022050025

Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 17. maí 2024, vegna verksins „Endurnýjun glugga og á gangi Grunnskólans á Ísafirði,“ þar sem lagt er til við bæjarráð að veita sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs umboð til að ganga til samninga við Gömlu Spýtuna vegna verksins.
Bæjarráð samþykkir tillögu í minnisblaði sviðsstjóra, að gengið verði til samninga við Gömlu Spýtuna vegna verksins „Endurnýjun glugga og á gangi Grunnskólans á Ísafirði.“

4.Fagrihvammur L137997 í Skutulsfirði. Lóðamál - 2024040156

Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, dags. 22. maí 2024, vegna erfðafestulands Fagrahvamms í Skutulsfirði, en bæjarstjórn hefur forkaupsrétt að landinu vegna fyrirhugaðrar sölu þess.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að falla frá forkaupsrétti að landi og mannvirkjum Fagrahvamms, fnr. 211-8921, í þetta skipti, vegna fyrirhugaðrar sölu þess.

5.Neysluvatnssýni 2024 - 2024050035

Lagðar fram niðurstöður sýnatakna Heilbrigðiseftirlits, á Flateyri og á Ísafirði, en vatnið stenst gæðakröfur skv. reglugerð 536/2001
Í ljósi atburða síðustu helgar um grjótskriðu sem féll í vatnsból Flateyrar vill bæjarráð árétta að búið er að óska eftir nýrri sýnatöku frá Heilbrigðiseftirliti, en umrædd sýnataka er frá lokum apríl.

Málinu vísað til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Axel yfirgaf fund kl. 8:30.

6.Ársfjórðungsuppgjör 2024 - 2024040066

Lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 21. maí 2024, um niðurstöðu fyrsta ársfjórðungs 2024 ásamt stöðu framkvæmda og viðhalds í lok fyrsta ársfjórðungs. Uppgjörið sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu A og B hluta upp á 636 m.kr. fyrir janúar til mars 2024. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 607 m.kr. fyrir sama tímabil og er rekstrarafgangur 29 m.kr. hærri en áætlað var á fyrsta ársfjórðungi.
Lagt fram til kynningar.

7.Úrgangsstjórnun og svæðisáætlun - 2022090018

Lögð fram drög að stefnumótun um úrgangsmál á Vestfjörðum og aðgerðaáætlun henni tengd, en bæjarfulltrúum gefst tækifæri til athugasemda.
Málinu vísað tilafgreiðslu í umhverfis- og framkvæmdanefnd.

8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062

Lagt fram til kynningar erindi Þórdísar Yngvadóttur, f.h. Alþingis, dags. 17. maí 2024, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir), 1114. mál. Umsagnafrestur er til 31. maí 2024.
Málinu er vísað til afgreiðslu í skóla-, íþrótta-, og tómstundanefnd.

9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062

Lagt fram til kynningar erindi Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. Alþingis, dags. 22. maí 2024, þar sem atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um ferðamálstefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030, 1036. mál. Umsagnafrestur er til 5. júní 2024.
Lagt fram til kynningar.

10.Hverfisráð - fundargerðir 2024 - 2024010183

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Hverfisráðsins á Flateyri og stjórnar Hverfisráðsins á Suðureyri, en báðir fundir voru haldir 7. maí 2024.
Lagt fram til kynningar.

11.Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði - fundargerðir stjórnar - 2024040140

Lögð fram til kynningar fundagerð 2. fundar stjórnar Stjórnsýsluhússins á Ísafirði, en fundur var haldinn 16. maí 2024.
Lagt fram til kynningar.

12.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - fundargerðir og ýmis erindi 2023 - 2023050011

Lagður fram til kynningar ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2023.
Lagt fram til kynningar.

13.Menningarmálanefnd - 172 - 2405011F

Lögð fram til kynningar fundargerð 172. fundar menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 16. maí 2024.

Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram til kynningar.

14.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 5 - 2405008F

Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 15. maí 2024.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.

15.Starfshópur um málefni leikskóla - 6 - 2405006F

Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar starfshóps um málefni leikskóla en fundur var haldinn 8. maí 2024.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?