Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1284. fundur 13. maí 2024 kl. 08:10 - 10:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Eyrarskjól - Hjallastefnan, rekstur leikskóla - 2013120025

Lagt fram minnisblað Ölmu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Hjallastefnunnar ehf. dags. 16. mars 2024 varðandi leiðréttingu á einingarverði Hjallastefnunnar. Jafnframt er lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 9. maí 2024 um endurskoðun einingarverðs Eyrarskjóls.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að halda áfram viðræðum við Hjallastefnuna um endurnýjun samnings.
Hafdís Gunnarsdóttir yfirgefur fund kl 8:36.

Gestir

  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:13
  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:13

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - 2024040018

Lagður fram til samþykktar viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2024 vegna breytinga á framkvæmdaáætlun eignasjóðs. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2024 verði samþykktur.
Edda María Hagalín yfirgefur fund kl 8:44

3.Sláttur opinna svæða 2024 - útboð - 2023110022

Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 10. maí 2024, um niðurstöðu útboðs á slætti opinna svæða.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka tilboði Kjarnasögunar í slátt opinna svæða 2024.

Gestir

  • Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:47

4.Kríutangi og bílastæði á Suðurtanga - 2024040049

Lagt fram minnisblað Eyþórs Guðmundssonar, innkaupa- og tæknistjóra, dagsett 10. maí 2024 vegna niðurstöðu útboðs vegna gatnagerðar á Kríutanga og um gerð bílastæða á Suðurtanga.
Bæjarráð samþykkir tilboð Verkhafs ehf. með fyrirvara um að fyrirtækið uppfylli hæfi.

5.Tjaldsvæði í Tungudal - útboð 2024 - 2024010013

Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 10. maí 2024, um niðurstöðu rekstrarútboðs tjaldsvæðisins í Tungudal.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka tilboði Tjalds ehf. í rekstur tjaldsvæðisins í Tungudal.
Axel yfirgefur fund kl 8:56.

6.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2024 - 2024010198

Lagt fram bréf Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 29. apríl 2024, þar sem umsagnar Ísafjarðarbæjar er óskað vegna umsóknar Halldórs Karls Valssonar f.h. Menntaskólans á Ísafirði, um tækifærisleyfi vegna útskriftarfögnuðar skólans þann 25. maí nk.
Jafnframt lögð fram jákvæð umsögn eldvarnareftirlits, dagsett 30. apríl 2024.
Bæjarráð gerir engar athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna útskriftarfögnuðar Menntaskólans á Ísafirði.

7.Mánaðaryfirlit launakostnaðar 2024 - 2024030070

Lagt fram til kynningar minnisblað Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, dagsett 7. maí 2024, vegna launakostnaðar fyrir janúar til apríl 2024.
Lagt fram til kynningar.

8.Fiskeldissjóður - umsóknir 2024 - 2024020013

Lagt fram til kynningar svarbréf Matvælaráðuneytisins, dags. 23. apríl 2024, vegna umsókna Ísafjarðarbæjar í Fiskeldissjóð 2024, en Ísafjarðarbær fékk úthlutað vegna fráveitu á Þingeyri - hreinsivirki, og verknámshúss við Menntaskólann á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

9.Hverfisráð - fundargerðir 2024 - 2024010183

Lagðar fram til kynningar tvær fundargerðir hverfisráðsins á Suðureyri, frá fundum sem haldnir voru 9. janúar og 5. febrúar 2024.
Lagt fram til kynningar.

10.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2024 - 2024020096

Lögð fram til kynningar fundargerð 60. fundar stjórnar Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga, en fundur var haldinn 30. apríl 2024.
Lagt fram til kynningar.

11.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 147 - 2405002F

Lögð fram til kynningar fundargerð 147. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 7. maí 2024.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?