Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1283. fundur 06. maí 2024 kl. 08:10 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Ferliþjónusta 2024 - 2024040139

Lagt fram minnisbað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 26. apríl 2024, þar sem lagt er til að ferliþjónusta verði alfarið í höndum sveitarfélagsins og þar með horfið frá verktöku í þjónustunni. Sviðsstjóri leggur til að sveitarfélagið kaupi nýjan sérútbúinn bíl, auk annarrar bifreiðar sem þörf er á í stuðningsþjónustunni. Verði tillagan samþykkt þyrfti að gera viðauka vegna þessa fyrir rekstur og framkvæmdaáætlun vegna fjárfestinga í ökutækjum fyrir þjónustuna.
Bæjarráð samþykkir kaup á sérútbúnum bíl fyrir ferliþjónustu og rafmagnsbifreið fyrir stuðningsþjónustu (heimaþjónustu aldraðra, dagdeild, matarþjónustu og akstursþjónustu aldraðra), auk uppsetningar á hleðslustöð eftir atvikum, í samræmi við minnisblað sviðsstjóra, og felur bæjarstjóra að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna málsins og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

Bæjarráð vísar tillögu að gjaldskrárbreytingum til velferðarnefndar.
Margrét yfirgaf fund kl. 8:45.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálstjóri - mæting: 08:10
  • Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:10

2.Körfubíll - tilboð um kaup bifreiðar frá SHS - 2024050007

Lagt fram erindi Sigurðar A. Jónssonar, slökkviliðsstjóra, dags. 2. maí 2024, varðandi tilboð um kaup á körfubíl fyrir slökkviliðið frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, en körfubíll slökkviliðs Ísafjarðarbæjar er kominn til ára sinna.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna ástand núverandi körfubifreiðar og leggja málið aftur fyrir bæjarráð eftir frekari skoðun.
Jóhann Birkir Helgason vék af fundi undir þessum lið.

3.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - umsóknir 2023 - 2024040158

Lagt fram til kynningar bréf frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, dags. 2. maí 2024, þar sem tilkynnt er um styrkveitingu til Ísafjarðarbæjar vegna göngustígs, brúar og áningarstaðar við Valagil í Álftafirði. Jafnframt lögð fram til kynningar hluti hönnunargagna til að varpa ljósi á verkið.

Umhverfis- og eignasvið gerir er ráð fyrir að verkið fari í útboð fyrir miðjan maí, en unnið er að útboðsgögnum.
Bæjarráð samþykkir gerð útboðsgagna vegna göngustígs, brúar og áningarstaðar við Valagil í Álftafirði, og að verkið verði boðið út.

Bréf Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða lagt fram til kynningar.
Edda María, Smári og Axel yfirgáfu fund kl. 9:30. Jóhann Birkir Helgason kom aftur inn á fund kl. 9:30.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 09:05
  • Smári Karlsson, verkefnastjóri - mæting: 09:05

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - lagareldi - 2024010062

Á 1282. fundi bæjarráðs var lagður fram tölvupóstur Halldóru Viðarsdóttur f.h. nefnda- og greiningasvið Alþingis, dagsettur 24. apríl 2024, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um lagareldi, 930. mál. Umsagnarfrestur er til og með 8. maí 2024.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna að umsögn í samræmi við umræður á fundinum, og leggja fram á næsta fundi.

Er málið nú lagt fram á nýjan leik.
Bæjarráð samþykkir framlagða umsögn bæjarstjóra vegna frumvarps til laga um lagareldi, og felur bæjarstjóra að leggja hana inn í samráðsgátt stjórnvalda.

5.Aðalfundur 2024 - Byggðasafn Vestfjarða - 2024050011

Lögð fram boðun Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanns Byggðasafns Vestfjarða, dags. 3. maí 2024, þar sem boðað er til aðalfundar safnsins þann 13. maí kl. 12. Þá er lagt fyrir bæjarráð að fela fulltrúa umboð sveitarfélagsins á aðalfundinum. Fundurinn er opinn öllum bæjarfulltrúum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta til fundarins og fara með atkvæði sveitarfélagsins.

6.69. Fjórðungsþing Vestfirðinga - 2024020035

Lagt fram til kynningar fundarboð og erindi Aðalsteins Óskarssonar, sviðsstjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 2. maí 2024, um boðun á 69. Fjórðungsþing Vestfirðinga að sumri í fjarfundi, 19. júní 2024.
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2024 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2024010120

Lögð fram til kynningar fundargerð 947. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 19. apríl 2024.
Lagt fram til kynningar.

8.Starfshópur um málefni leikskóla - 5 - 2404014F

Fundargerð 5. fundar starfshóps um málefni leikskóla lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?