Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1280. fundur 15. apríl 2024 kl. 08:10 - 10:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Trúnaðarmál - 2024030137

Trúnaðarmál lagt fyrir bæjarráð.
Trúnaðarmál kynnt fyrir bæjarráði.

2.Staða fiskeldis í Djúpinu og framtíðaráform Arctic Fish. - 2024040073

Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish kemur til fundar við bæjarráð til að ræða stöðu fiskeldis í Djúpinu og framtíðaráform Arctic Fish.
Daníel Jakobsson kynnti starfsemi Arctic Fish í Ísafjarðardjúpi og á Þingeyri.
Daníel yfirgaf kl. 09.10.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:45
  • Daníel Jakobsson, f.h. Arctic Fish - mæting: 08:45

3.Ársfjórðungsuppgjör 2023 - 2023050129

Lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 11. apríl 2024, um niðurstöðu fjórða ársfjórðungs 2024 ásamt stöðu framkvæmda í lok fjórða ársfjórðungs.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálstjóri - mæting: 09:20

4.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2023 og ársskýrsla - 2024010197

Lögð fram til kynningar drög að ársreikningi Ísafjarðarbæjar 2023, og drög að ársskýrslu Ísafjarðarbæjar 2023.
Málinu frestað þar til lokagögn til afgreiðslu til fyrri umræðu bæjarstjórnar verða tilbúin.

5.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - 02 - launaáætlun - 2024040018

Lagður fram til samþykktar viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2024 vegna breytinga á launaáætlun.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 218.188 og hækkar því rekstrarafgangur úr kr. 186.000.000,-. í 186.218.188,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0 og er því rekstrarafgangur óbreyttur í kr. 505.500.000,-.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2024 vegna breytinga á launaáætun.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 218.188 og hækkar því rekstrarafgangur úr kr. 186.000.000,-. í 186.218.188,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0 og er því rekstrarafgangur óbreyttur í kr. 505.500.000,-.
Edda María yfirgaf fund kl. 9:40.

6.Tjaldsvæði í Tungudal - útboð 2024 - 2024010013

Lögð fram drög að rekstrarútboði tjaldsvæðisins í Tungudal, en málið var á dagskrá umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 12. apríl 2024, sem vísaði málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að rekstur tjaldsvæðisins í Tungudal verði boðinn út til sex ára, með framlengingu til tveggja ára í tvö skipti.

Gestir

  • Smári Karlsson, verkefnastjóri - mæting: 09:40
  • Eyþór Guðmundsson, innkaupa- og tæknistjóri - mæting: 09:40

7.Sláttur opinna svæða 2024 - útboð - 2023110022

Lögð fram drög að rekstrarútboði vegna sláttar á opnum svæðum, en málið var á dagskrá umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 12. apríl 2024, sem vísaði málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að sláttur á opnum svæðum í Ísafjarðarbæ verði boðinn út til þriggja ára, með framlengingu til tveggja ára í eitt skipti.
Eyþór og Smári yfirgáfu fund kl. 10.00.

8.Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005

Lagðar fram verkfundargerðir nr. 22 dags. og 23 dagsettar 11. janúar, og 20. mars 2024, ásamt minnisblaði Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 5. apríl 2024, vegna málsins.
Lagt fram til kynningar.
Axel yfirgaf fund kl. 10:05.

9.Mánaðaryfirlit launakostnaðar 2024 - 2024030070

Lagt fram til kynningar minnisblað Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, dagsett 12. apríl 2024, vegna launakostnaðar fyrir janúar til mars 2024.
Lagt fram til kynningar.

10.Tungumálatöfrar, sumarskóli fyrir fjöltyngd börn - 2017050109

Lagt fram erindi Önnu Sigríðar Sigurðardóttur, verkefnastjóra Tungumálatöfra, dagsett 13. mars 2024, þar sem óskað er eftir að fá afnot af Grunnskóla Önundarfjarðar (þremur stofum og eldhúsi) og félagsheimilinu á Flateyri 6. - 11. ágúst, kl. 10-14, til að hýsa námskeiðið Tungumálatöfra sem farið hefur fram á Ísafirði og á Flateyri undanfarin ár.

Jafnframt lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 9. apríl 2024, vegna málsins.
Bæjarráð samþykkir styrkveitingu til Tungumálatöfra að fjárhæð kr. 288.960, vegna leigu á Félagsheimilinu á Flateyri og Grunnskólanum á Flateyri, svo hægt sé að halda námskeiðið sumarið 2024.

11.Umsóknir og gögn í Þróunarsjóð Flateyrar - 2023050033

Lögð fram til kynningar skýrsla Sigríðar Ó. Kristjánsdóttur, f.h. úthlutunarnefndar Þróunarverkefnasjóðs Flateyrar, ódagsett, en barst með tölvupósti 10. apríl 2024, með samantekt og rökstuðningi um úthlutanir úr Þróunarsjóði Flateyrar sjóðnum árið 2024.

Jafnframt lagðar fram upplýsingar um úthlutun 2024.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

12.Hverfisráð - fundargerðir 2024 - 2024010183

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar hverfisráðs Önundarfjarðar frá fundi sem haldinn var 8. apríl 2024, auk lista frá hverfisráðinu vegna fegrunar bæjarkjarna.

Jafnframt lagðar fram til kynningar fundargerð stjórnar hverfisráðs Súgandafjarðar frá fundi sem haldinn var 9. apríl 2024, þar sem finna má lista frá hverfisráðinu vegna fegrunar bæjarkjarna.

Eins lagt fram til kynningar erindi stjórnar hverfisráðs á Þingeyri um tillögur að sumarstörfum 2024.
Bæjarráð vísar málinu til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.

13.Þjóðlendumál - eyjar og sker - 2024020063

Á 1276. fundi bæjarráðs, þann 11. mars 2024, var lagður fram til kynningar tölvupóstur Ernu Erlingsdóttur f.h. óbyggðanefndar, dagsettur 12. febrúar 2024, með tilkynningu frá nefndinni um kröfur fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkisins um þjóðlendur á svæði 12, eyjar og sker, en óbyggðanefnd kallaði eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Kröfum skyldi lýst skriflega í síðasta lagi 15. maí 2024. Að lokinni gagnaöflun og rannsókn á eignarréttarlegri stöðu svæðanna úrskurðar óbyggðanefnd um framkomnar kröfur. Lögmaður sveitarfélagsins í fyrra óbyggðanefndarmáli fékk gögnin til yfirferðar.

Nú er lagt fram til kynningar erindi Ernu Erlingsdóttur, skrifstofustjóra óbyggðanefndar, dags. 11. apríl 2024, varðandi tilkynningu frá óbyggðanefnd um málsmeðferð vegna eyja og skerja, en kröfulýsingarfrestur hefur verið framlengdur il 2. september 2024, svo hægt sé að gefa fjármála- og efnahagsráðherra færi á að ljúka endurskoðun sem ráðherra hefur boðað á kröfugerð ríkisins, sem og kortagerð vegna hennar, og tryggja að landeigendur hafi síðan nægan tíma að því loknu til að bregðast við endurskoðuðum kröfum ríkisins og eftir atvikum lýsa gagnkröfum.
Lagt fram til kynningar.

14.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 3 - 2403028F

Lögð fram til kynningar fundargerð 3. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 3. apríl 2024.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

15.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 628 - 2403015F

Lögð fram til kynningar fundargerð 628. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 11. apríl 2024.

Fundargerðin er í 17 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 628 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja skipulags- og matslýsingu í samræmi við 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 628 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á þegar útgefnu framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdina í heild sinni.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 628 Skipulags og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð á skipulagslýsingu í samræmi við 30. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 628 Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að athugasemdir Kristján Gunnarssonar eigi ekki við rök að styðjast. Færsla á Gramsverslun yfir á Hafnarstræti mun rýra þá götumynd sem nú er til staðar.

    Hvað varðar bílastæði á umræddu svæði þá eru enn fjögur stæði við slökkvistöð skv. skipulagi, jafnframt eru 9 bílastæði við Hafnarstræti 10, sem og mögulegt að leggja bílum samsíða götu ofan til við slökkvistöð.

    Hvað varðar skrúðgarð þá snúa breytingar skipulagsins ekki að honum.

    Athugasemdir HMS snúa að þrengslum innanhúss en ekki umræddri skipulagstillögu.

    Varðandi athugasemdir Átaks þá hefur nefndin farið yfir þær og leggur áherslu á að nýbygging verði í samræmi við hverfisvernd og ákvæði skipulags. Aðrar athugasemdir varða ekki skipulagstillögu heldur sérafnot og skrúðgarð sem ekki er breytt.

    Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að deiliskipulagi í óbreyttri mynd, í samræmi við III. mgr. 41 gr. skipulagslaga 123/2010.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 628 Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að með uppfærðum uppdráttum hafi verið komið til móts við athugasemdir. Nefndin leggur þá til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á svölum við Seljalandsveg 73 á Ísafirði.

  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 628 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja stækkun lóðar við Hlíðarveg 48 á Ísafirði skv. mæliblaði tæknideildar 2. apríl 2024.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 628 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja útgáfu lóðarleigusamnings undir fasteignina að Grundarstíg 21, Flateyri í samræmi við mæliblað tæknideildar, dags. 2. apríl 2024.

Fundi slitið - kl. 10:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?