Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
850. fundur 25. ágúst 2014 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Fundargerð hafnarstjórnar 12/8 - 2014080049

173. fundur hafnarstjórnar.
Lögð fram til kynningar.

2.Fundargerð nefndar um umhverfis- og framkvæmdamál 21/8 - 2014080054

1. fundur nefndar um umhverfis- og framkvæmdamál
Lögð fram til kynningar.

3.Fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar 20/8 - 2014080055

417. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar
Lögð fram til kynningar.

4.Leyfissvæði og rannsóknarleyfi fyrir Íslenska kalkþörungafélagið í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi - 2012090004

Á 1. fundi nefndar um umhverfis- og framkvæmdamál sem haldinn var 21. ágúst sl. og 417. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 20. ágúst sl. var lagt fram bréf Orkustofnunar dags. 2. ágúst sl er varðar umsögn um umsókn Íslenska Kalkþörungafélagið ehf. um viðbætur við leyfi til leitar og rannsóknar á kalkþörungaseti á hafsbotni í Önundarfirði og Ísafjarðardjúpi, að meðtöldum Jökulfjörðum.

Bókun nefndar um umhverfis- og framkvæmdamál við 3. dagskrárlið nefndarinnar er eftirfarandi:
"Nefndin fagnar því að fram fari rannsóknir sem styrkt geta atvinnulíf á svæðinu, en óskar eftir því að haft verði samband við sveitarfélagið um tímasetningu rannsóknanna. Að öðru leyti eru ekki gerðar athugasemdir við umsóknina."

Bókun skipulags- og mannvirkjanefndar við 4. dagskrárlið nefndarinnar er eftirfarandi:
"Skipulags- og mannvirkjanefnd fagnar því að unnið sé að rannsóknum í ljósi þess að unnið er að strandsvæðaskipulagi í Ísafjarðardjúpi. Nefndin væntir þess að fá niðurstöður rannsókna sem nýtist í skipulagsáætlanir. Nefndin gerir ekki athugasemd við að leyfi verði veitt enda ekki gert ráð fyrir að leitin hafi mikil áhrif á sjávarbotn og botndýralíf. Nefndin leggur því til við bæjarráð að leyfið verði veitt."
Bæjarráð tekur undir bókanir nefndar um umhverfis- og framkvæmdamál og skipulags- og mannvirkjanefndar. Bæjarstjórn er sent erindið til afgreiðslu í samræmi við bókun skipulags- og mannvirkjanefndar.

5.Ljósleiðari frá Skeiði 7 - Tengivirki í Breiðadal - Framkvæmdaleyfi. - 2014070023

Á 417. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 20. ágúst sl. var lagt fram bréf frá Orkufjarskiptum dags. 16. júlí sl., þar sem óskað var eftir heimild til að leggja ljósleiðaralögn frá Skeiði 7, Ísafirði upp í Vegagerð í Dagverðardal og frá gangnamunna í Breiðadal í tengivirki Landslents í Breiðadal. Bókun skipulags- og mannvirkjanefndar við 1. dagskrárlið nefndarinnar er eftirfarandi:
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við erindið og leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði samþykkt. Frágangur framkvæmdasvæðis skal gerður í samráði við tæknideild Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð veitir hér með umbeðið framkvæmdaleyfi.

6.Fjarðargata 35 - lóð í fóstur. - 2014080002

Á 417. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 20. ágúst sl. var tekið fyrir erindi Ketils Berg Magnússonar þar sem sótt er um lansdvæði í fóstur sjávarmegin við Fjarðargötu 35, Þingeyri. Bókun skipulags- og mannvirkjanefndar við 3. dagskrárlið fundarins er eftirfarandi:
"Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að landsvæðinu verði úthlutað í fóstur með þeim skilyrðum að aðgengi almennings að fjörunni og Skjólvíkinni verði ekki skert í samræmi við það sem fram kemur í umsókninni."
Bæjarráð samþykkir hér með að Katli Berg Magnússyni verði úthlutað umbeðið landsvæði í fóstur.

7.Fundargerð fræðslunefndar 21/8 - 2014080047

347. fundur fræðslunefndar
Lagt fram til kynningar

8.Úthlutunarlíkan og samstarfssamningur til tónlistarskóla - 2013120028

Á 347. fundi fræðslunefndar, sem haldinn var 21. ágúst sl., var lagður fram samstarfssamningur Tónlistarskóla Ísafjarðar annars vegar og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar hins vegar við Ísafjarðarbæ og úthlutunarlíkan tónlistarskóla. Bókun fræðslunefndar við 3. dagskrárlið nefndarinnar er eftirfarandi:
"Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að drög að samningi við TÍ og LRÓ og úthlutunarlíkanið verði samþykkt með þeim breytingum sem komu fram á fundinum."
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við samninginn. Bæjarstjórn mun taka afstöðu til málsins á bæjarstjórnarfundi.

9.Fundargerð nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis 20/8 - 2014080051

37. fundur
Lögð fram til kynningar.

10.Úthlutun úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga janúar-júní 2014 - 2013090028

Lagt er fram bréf Elínar Gunnarsdóttur og Elínar Pálsdóttur, f.h. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 21. ágúst sl., þar sem fram koma greiðslur einstakra framlaga úr Jöfnunarsjóði til Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram tilkynningar.

11.Lokun fiskvinnslunnar Vísis á Þingeyri - 2014040001

Lagður er fram tölvupóstur Jónas Þ. Birgissonar, bæjarfulltrúa, frá 22. ágúst sl., þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvað hefur gerst í atvinnumálum Þingeyrar eftir kosningar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurninni og leggja fyrir bæjarráð.

12.Styrktarbeiðni FAAS - 2014020105

Lagður er fram tölvupóstur FAAS Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga frá 21. september sl., þar sem óskað er eftir stuðningi bæjarins með styrktarlínu eða logo í tímariti félagsins um málefni Alzheimersjúklinga.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni.

13.Aðalfundur Sambands vestfirskra kvenna - 2014080058

Lagður er fram tölvupóstur Jónu Símoníu Bjarnadóttur, formanns Kvenfélagsins Hlíf frá 14. ágúst sl., þar sem óskað er eftir stuðningi Ísafjarðarbæjar vegna aðalfundar Sambands Vestfirskra kvenna.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að hafa samband við bréfritara.

14.Sala aflaheimilda frá fyrirtækjum á Norðanverðum Vestfjörðum - 2014080059

Bæjarstjóri gerir grein fyrir málinu.
Bæjarráð harmar fréttir af flutningi aflaheimilda frá svæðinu og felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga.

15.Bæjarstjórnarfundir 2014 - 2014020081

Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarfrí verður miðvikudaginn 3. september kl. 16:00 í stað fimmtudagsins 4. september n.k.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?