Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1264. fundur 27. nóvember 2023 kl. 08:20 - 10:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Gylfi Ólafsson formaður
 • Magnús Einar Magnússon varamaður
 • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
 • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
 • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2024 - 2023040034

Á 140. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 22. nóvember 2023, var lögð fram tillaga að endurskoðaðri gjaldskrá sorphirðu. Ekki er um að ræða hækkun gjalda. Framlögð gjaldskrá endurspeglar betur tæknilegar útfærslur sem eru í boði í Ísafjarðarbæ.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir endurskoðaða gjaldskrá og vísar gjaldskránni til bæjarráðs.
Nefndin leggur til að sorpsamþykkt Ísafjarðarbæjar verði breytt á þann veg að skrefgjald miðist við 10 metra í stað 15 metra í núgildandi samþykkt.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja uppfærða gjaldskrá 2024 um meðhöndlun úrgangs.

Bæjarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að samþykkja að ekki verði innheimt skv. 10 metra reglu fyrr en 1. september 2024, þannig að íbúum gefist kostur á að nýta vor og sumar 2024 til að bæta aðstöðu fyrir sorpílát.

Gestir

 • Smári Karlsson, verkefnastjóri - mæting: 08:20
 • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:20

2.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs 2022 - 2022110123

Á 140. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 22. nóvember 2023, var lögð fram tillaga að endurskoðaðri gjaldskrá sorphirðu. Ekki er um að ræða hækkun gjalda. Framlögð gjaldskrá endurspeglar betur tæknilegar útfærslur sem eru í boði í Ísafjarðarbæ.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir endurskoðaða gjaldskrá og vísar gjaldskránni til bæjarráðs.
Nefndin leggur til að sorpsamþykkt Ísafjarðarbæjar verði breytt á þann veg að skrefagjald miðist við 10 metra í stað 15 metra í núgildandi samþykkt.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja uppfærða samþykkt um meðhöndlun úrgangs og vísa til síðari umræðu í bæjarstjórn.

3.Sorpförgun og hirðing - Útboð 2023 - 2022120020

Á 140. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, þann 22. nóvember 2023, var lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 18.9. 2023 um framlengingu á verksamningi vegna sorphirðu og -förgunar. Málið var áður á dagskrá umhverfis- og framkvæmdanefndar 29.9. 2023 og var afgreiðslu málsins frestað. Er það nú lagt fram að nýju.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir viðauka við verksamning um sorphirðu með þeim breytingum sem fram koma í framlögðu minnisblaði og vísar málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við verksamning um sorphirðu og förgun í Ísafjarðarbæ við Kubb ehf. fyrir tímabilið 1. janúar 2024 til 31. desember 2025.

4.Mjósund - hreinsun jarðvegs - 2023110072

Lagt fram til kynningar minnisblað Smára Karlssonar, verkefnisstjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 24. nóvember 2023, um jarðvegssýnatöku á lóð við Mjósund á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.
Smári yfirgaf fund kl. 8:55.

5.Hauganes 3 - Boð um forkaupsrétt - 2023090106

Á 616. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 28. september 2023, var lagður fram tölvupóstur frá Gunnari Bjarna Ólafssyni, f.h. dánarbús Huldu Jónsdóttur, þar sem kannaður er áhugi sveitarfélagsins á kaupum á fasteigninni við Hauganes 3 Ísafirði. Nefndin tók jákvætt í erindið og lagði til við bæjarráð að gangast við boðnum forkaupsrétti, að undangenginni könnun á söluverði.

Á 1257. fundi bæjarráðs þann 2. október 2023 var málið tekið fyrir og bæjarráð fól bæjarstjóra að kanna verðhugmyndir eignarinnar og samræmist þær umræðum á fundinum að leggja málið fyrir bæjarráð að nýju.

Er nú lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Axels Rodriguez Överby, dags. 24. nóv. 2023, þar sem lagt er til við bæjarráð að veita bæjarstjóra heimild til undirritunar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að gangast við forkaupsrétti að hesthúsi við Hauganes í Skutulsfirði, fnr. 212-0919, og felur bæjarstjóra að ganga til samninga með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
Axel yfirgaf fund kl. 9:00.

Gestir

 • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 09:00

6.Ársfjórðungsuppgjör 2023 - 2023050129

Lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 24. nóvember 2023, um niðurstöðu þriðja ársfjórðungs 2023 ásamt stöðu framkvæmda í lok þriðja ársfjórðungs.
Lagt fram til kynningar.

7.Fjárhagslegt uppgjör byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks - 2023110172

Lagt fram erindi Ólafs Þór Ólafssonar, f.h. Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, dags. 23. nóvember 2023, þar sem óskað er samþykkis bæjarstjórnar fyrir því að uppgjör samlagsins verði miðað við áramót 2023/2024 í stað 15. nóvember 2023, þegar samningur um sérhæfða velferðarþjónstu á Vestfjörðum tekur gildi.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að uppgjör Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks verði miðað við áramót 2023/2024 í stað 15. nóvember 2023.
Edda María yfirgaf fund kl. 9:20.

8.Forsendur fjárhagsáætlana 2024-2027 - 2023090004

Lagt fram minnisblað Helga Aðalsteinssonar f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 21. nóvember 2023, sem fjallar um forsendur fjárhagsáætlana í kjölfar nýrrar þjóðhagsspár Hagstofu Íslands frá 17. nóvember 2023.
Lagt fram til kynningar.

9.Verkefni um kostnað og tekjur sveitarfélaga vegna meðhöndlunar úrgangs - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2023110174

Lagt fram erindi Hugrúnar Geirsdóttur, verkefnastjóra hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 23. nóvember 2023, varðandi áhugasöm sveitarfélög til þátttöku í verkefni um kostnað og tekjur sveitarfélaga vegna meðhöndlunar úrgangs. Verkefnið hefst í desember 2023 og lýkur í júní 2024.

Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs óskar eftir heimild til þátttöku og að fjármálastjóri verði tengiliður.
Bæjarráð samþykkir að Ísafjarðarbær sæki um þátttöku í verkefni Sambandsins um kostnað og tekjur sveitarfélaga vegna meðhöndlunar úrgangs, enda hefur sveitarfélagið verið í fararbroddi varðandi flokkun, álagningu og skipulag í kjölfar lagabreytingar um úrgangsmál 1. janúar 2023.

10.Fundargerðir 2023 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2023010260

Lögð fram til kynningar fundargerð 937. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 12. nóvember 2023.
Lagt fram til kynningar.

11.Fræðslunefnd - 460 - 2311014F

Lögð fram til kynningar fundargerð 460. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 23. nóvember 2023.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.
 • 11.2 2023090036 Málefni leikskóla 2023
  Fræðslunefnd - 460 Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur sem skoðar skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Ísafjarðarbæjar.

12.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 620 - 2311010F

Lögð fram til kynningar fundargerð 620. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 23. nóvember 2023.

Fundargerðin er í 14 liðum.
Lagt fram til kynningar.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 620 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að eftirfarandi lóðir verði settar á lóðarlista: Hlíðargata nr. 1-33 neðan götu og lóðir nr. 24-36 ofan götu fari á lóðarlista, þegar deiliskipulagið hefur öðlast gildi.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 620 Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar grenndarkynningu vegna lóðar við Hlíðarveg 50 á Ísafirði skv. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir þinglýstum eigendum við Hlíðarveg 45 og Hlíðarveg 48 á Ísafirði.

  Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar við Hlíðarveg 50 á Ísafirði undir einbýlishús.

 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 620 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til bæjarstjórn að heimila endurnýjun á lóðarleigusamningi undir fjárhús og hlöðu ofan Þingeyrar miðað við mæliblað tæknideildar dags. 20. nóvember 2023.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 620 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings á grundvelli mæliblaðs tæknideildar dags. 20. nóvember 2023 vegna fasteignar við Ránargötu 10 á Flateyri.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 620 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings á grundvelli mæliblaðs tæknideildar dags. 13. nóvember 2023 vegna fasteignar við Ránargötu 12 á Flateyri.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 620 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun á lóðarleigusamningi undir Sætún 7 á Ísafirði.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 620 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun á lóðarleigusamningi undir Túngötu 19 á Ísafirði.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 620 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun á lóðarleigusamningi undir Brimnesveg 22 á Flateyri.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 620 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun á lóðarleigusamningi undir Brimnesveg 22a á Flateyri.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 620 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila vinnu við breytingar á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna breyttrar landnotkunar á Suðurtanga á Ísafirði þar sem íbúðarsvæði Í1 fellur út og því verði breytt í athafna- og iðnaðarsvæði.

13.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 140 - 2311015F

Lögð fram til kynningar fundargerð 140. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 22. nóvember 2023.

Fundargerðin er í sex liðum.

Lagt fram til kynningar.
 • Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 140 Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir viðauka við verksamning um sorphirðu með þeim breytingum sem fram koma í framlögðu minnisblaði og vísar málinu til bæjarráðs.
 • 13.6 2023040034 Gjaldskrár 2024
  Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 140 Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir endurskoðaða gjaldskrá og vísar gjaldskránni til bæjarráðs.

  Nefndin leggur til að sorpsamþykkt Ísafjarðarbæjar verði breytt á þann veg að skrefgjald miðist við 10 metra í stað 15 metra í núgildandi samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?