Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1263. fundur 20. nóvember 2023 kl. 08:10 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Gylfi Ólafsson formaður
 • Magnús Einar Magnússon varamaður
 • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
 • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
 • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Svæðisáætlun um úrgang og framkvæmdaráð Earthcheck - 2023110111

Hjörleifur Finnsson kemur fyrir bæjarráð til að ræða svæðisáætlun um úrgang og vinnu framkvæmdaráðs Earthcheck, en bæði verkefni eru vistuð hjá Vestfjarðastofu.
Hjörleifur kynnti verkefni Vestfjarðastofu er snúa að úrgangsmálum, Earth Check, loftlagsstefnu.
Hjörleifur og Eyþór yfirgáfu fund kl. 8:38.

Gestir

 • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10
 • Hjörleifur Finnsson, verkefnastjóri - mæting: 08:10
 • Eyþór Guðmundsson, innkaupa- og tæknistjóri - mæting: 08:10

2.Vestfjarðaleiðin - 2023110112

Þórkatla Soffía Ólafsdóttir og Sölvi Guðmundsson, frá Vestfjarðastofu, koma til fjarfundar við bæjarráð, til að kynna verkefnið um Vestfjarðaleiðina.
Þórkatla og Sölvi ræddu Vestfjarðaleiðina og áfangastaðaáætlun Vestfjarða.
Þórkatla og Sölvi yfirgáfu fund kl. 8:52.

Gestir

 • Sölvi Guðmundsson, teymisstjóri - mæting: 08:37
 • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, verkefnastjóri - mæting: 08:37

3.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080

Lagt fram minnisblað Aðalsteins Óskarssonar, f.h. Vestfjarðastofu, dagsett 10. nóvember 2023, þar sem sett er fram beiðni til aðildarsveitarfélaga Fjórðungssambands Vestfirðinga, um fjárhagslegan stuðning við gerð svæðisskipulags vestfirskra sveitarfélaga, og að mörkuð verði fjárveiting til verkefnisins í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2024 og í þriggja ára fjárhagsáætlun.
Erindi lagt fram til kynningar, en bæjarráð staðfestir að gert verði ráð fyrir fjármagni vegna málsins í fjárhagsáætlun 2024.

4.Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga - 2023110113

Lögð fram til samþykktar breyting á fulltrúum í stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga, en Ísafjarðarbær óskar eftir því að gerðar verði eftirfarandi breytingar:

Jóhann Birkir Helgason verði aðalamaður í stað Aðalsteins Egils Traustasonar, og Dagný Finnbjörnsdóttir verði varamaður í stað Jóhanns Birkis Helgasonar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á fulltrúum í stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga, þannig að Jóhann Birkir Helgason verði aðalamaður í stað Aðalsteins Egils Traustasonar, og Dagný Finnbjörnsdóttir verði varamaður í stað Jóhanns Birkis Helgasonar.

5.Tröppusía, hreinsivirki á Flateyri - 2023060030

Lagt fram minnisblað Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 17. nóv. 2023 þar sem lagt er til við bæjarráð að taka tilboði Vélaþjónustu Vestfjarða að upphæð 23.811.250 kr.- í verkið „Lagnir og uppsetning hreinsistöðvar.“
Bæjarráð samþykkir að samið verði við Vélaþjónustu Vestfjarða ehf. vegna verksins „Lagnir og uppsetning hreinsistöðvar" á Flateyri á grundvelli tilboðs þess að fjárhæð kr. 23.811.250.

6.Stefnisgata 8 og 10, Suðureyri - beiðni um niðurfellingu gatnagerðargjalda - 2023110109

Lagt fram bréf Þórðar Bragasonar f.h. Útgerðarfélagsins Vonarinnar ehf. ódagsett, en barst með tölvupósti 14. nóvember 2023, þar sem óskað er eftir niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna Stefnisgötu 8 og 10 á Suðureyri.

Jafnframt lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnisstjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 17.11. 2023.
Bæjarráð hafnar beiðni Þórðar Bragasonar, f.h. Útgerðarfélagsins Vonarinnar ehf. Ekki eru fordæmi fyrir niðurfellingu eða afslætti af gatnagerðargjöldum á Suðureyri vegna iðnaðar- og atvinnuhúsnæðis, og telur bæjarráð ekki forsendur fyrir niðurfellingu eins og gert var á Þingeyri, en þá hafði Þingeyri stöðu sem Brothætt byggð.
Axel yfirgaf fund kl. 9:18.

7.Eyrarskjól - Hjallastefnan, rekstur leikskóla - 2013120025

Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 16. nóvember 2023, vegna stöðunnar á samningaviðræðum við Hjallastefnuna ehf. um rekstur leikskólans Eyrarskjóls.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samráði við sviðsstjóra og fjármálastjóra.

Bæjarráð vísar málinu til umræðu í fræðslunefnd.

Gestir

 • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 09:18

8.Sameining fræðslunefndar og íþrótta- og tómstundanefndar - 2023110108

Lagt fram minnisblað Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, og Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 17. nóvember 2023 þar sem lagt er til að sameina fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd. Jafnframt er gerð tillaga um að sameinuð nefnd muni heita skóla- og tómstundanefnd.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar í fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd.

9.Ábending til sveitarfélaga vegna breytinga á fyrirkomulagi leikskóla - 2023110093

Lagt fram bréf Katrínar Bjargar Ríkarðsdóttur, framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, dagsett 10. nóvember 2023, með ábendingu til sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða við stefnumótun og ákvarðanatöku í breytingum á fyrirkomulagi leikskóla.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu í fræðslunefnd.
Hafdís yfirgaf fund kl. 9.40.

10.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - 2023010001

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefnda- og greiningarsviðs Alþingis, dagsettur 16. nóvember 2023, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál. Umsagnarfrestur er til 30. nóvember.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skrifa umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - lög um skatta og gjöld - 2023010001

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefnda- og greiningarsviðs Alþingis, dagsettur 17. nóvember 2023, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.), 468. mál. Umsagnarfrestur er til 1. desember 2023.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skrifa umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

12.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks - 2023010001

Lagður fram tölvupóstur frá Ásthildi Linnett, f.h. félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, dags. 13. nóvember 2023, þar sem kynnt er að í samráðsgátt stjórnvalda hefur verið birt grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks. Opið er fyrir umsagnir um grænbók til 8. desember 2023.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu í velferðarnefnd.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?