Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1243. fundur 05. júní 2023 kl. 08:10 - 09:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Viðhald Grunnskólans á Suðureyri vegna Myglu - 2021090083

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 2. júní 2023, vegna viðhalds Grunnskólans á Suðureyri.
Bæjarráð þakkar samantektina og samþykkir að gerð verði verðfyrirspurn, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar um viðauka, vegna aukinna úrbóta vegna myglu í Grunnskólanum á Suðureyri. Bæjarráð telur mikilvægt að finna auknu viðhaldi stað í viðhaldsáætlun, þó þannig að fresta þurfi öðrum minna brýnum verkefnum.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10

2.Seljalandsdalur, útilistaverk. Lendingarstaður fyrir geimskip - 2020040007

Lagt fram erindi Elísabetar Gunnarsdóttur, dags. 27. maí 2023, vegna útilistaverks á Seljalandsdal, sem óskað hefur verið eftir að byggja og afhenda Ísafjarðarbæ til eignar. Óskað er afstöðu sveitarfélagsins til þess hvort það sé tilbúið að taka á móti gjöfinni, bera ábyrgð á henni í fimm ár eða lengur og farga síðar.

Jafnframt lagt fram minnisblað Kristjáns Svans Kristjánssonar, byggingafulltrúa, dags. 2. júní 2023, vegna ferils málsins og leyfamála.
Bæjarráð samþykkir að taka á móti fyrirhuguðu listaverki á Seljalandsdal sem gjöf, eftir uppsetningu þess, en leggur áherslu á mikilvægi þess að öll leyfi vegna byggingar og uppsetningar verksins verði fengin, sbr. minnisblað byggingafulltrúa.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera samning um afhendingu verksins eftir uppsetningu þess og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar, auk þess að leiðbeina umsækjanda um leyfismál, teljist þess þörf.

3.Kríuvarp í Tunguhverfi - 2023040094

Lagt fram bréf Sigurðar Halldórs Árnasonar f.h. Náttúrustofu Vestfjarða, og Snorra Sigurðarsonar f.h. Náttúrufræðistofnunar Íslands, dagsett 31. maí 2023, þar sem Ísafjarðarbæ er boðin aðstoð vegna kríuvarps í botni Skutulsfjarðar.
Bæjarráð þakkar erindið og vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Við undirbúning máls þessa var reynt að velja vægustu leiðina til að hliðra varpi kríunnar, og að það yrði gert áður en fuglinn myndi setjast, en Ísafjarðarbær hefur fengið ítrekaðar beiðnir frá íbúum í Skutlsfirði um aðgerðir. Þá skal horft til þess að kríunni sjálfri er hætta búin á að verpa á þessu svæði, enda er varplandið mjög nálægt vegi, og hefur dauði unga síðustu ár verið mikill vegna þess. Þá skal áréttað að fjaran fyrir neðan Skutulsfjarðarbraut er á Náttúruminjaskrá (atriði nr. 317) og er því ekki valkostur að hrófla við landi þar, þrátt fyrir tillögur í bréfi Nave og Náttúrufræðistofnunar. Þá skal jafnframt bent á að umrætt svæði er skipulagt sem byggingaland, og er fyrirhuguð úthlutun á næstunni. Mikilvægt er því að finna kríunni góðan stað til framtíðarvarps í sveitarfélaginu.

Ísafjarðarbær hefur verið í samskiptum við Nave til að finna lausn á málinu og felur bæjarráð bæjarstjóra að halda áfram samtali við Nave vegna málsins.
Axel yfirgaf fund kl. 9:00.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 30. maí 2023, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 103/2023, Sameining stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Umsagnarfrestur er til og með 13.06.2023.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 1. júní 2023, þar sem forsætisráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 106/2023, drög að reglugerð um meðferð og nýtingu þjóðlendna. Umsagnarfrestur er til og með 15.06.2023.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

7.Fundargerðir 2023 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2023010260

Lögð fram til kynningar fundargerð 927. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, en fundur var haldinn 26. maí 2023.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?