Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1227. fundur 23. janúar 2023 kl. 08:10 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Jafnlaunakerfi Ísafjarðarbæjar - 2020050013

Lagt fram til kynningar minnisblað Baldurs Inga Jónassonar, mannauðsstjóra, dags. 17. janúar 2023, er snýr að rýni stjórnenda á jafnlaunakerfi Ísafjarðarbæjar.

Mannauðsstjóri mætir til fundar við bæjarráð til að kynna niðurstöður rýninnar, f.h. stjórnenda.
Með hliðsjón af viðhaldsúttekt iCert og innri úttektum sem framkvæmdar hafa verið á jafnlaunakerfi Ísafjarðarbæjar, ásamt rýni stjórnenda á því, er ályktað að Jafnlaunakerfi Ísafjarðarbæjar standist kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012.
Baldur yfirgaf fund kl. 8:20.

Gestir

  • Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri - mæting: 08:10

2.Dýpkun Sundahafnar og uppdæling efnis. - 2019060026

Lagt fram minnisblað Guðmundar Rafns Kristjánssonar, skipulagsfulltrúa, og Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 20. janúar 2023, vegna uppdælingar efnis á Suðurtanga.

Axel Överby, Guðmundur Rafn og Hilmar Lyngmo mæta til fundar til umræðu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að frekari kostnaðarútreikningum og leggja fyrir bæjarráð á nýjan leik.
Hilmar og Guðmundur Rafn yfirgáfu fund kl. 8:45.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:20
  • Hilmar Lyngmo, hafnarstjóri - mæting: 08:20
  • Guðmundur Rafn Kristjánsson, skipulagsfulltrúi - mæting: 08:20

3.Fiskeldissjóður - umsókn 2023 - 2022120066

Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, dags. 20. janúar 2023, um þau verkefni sem umhverfis- og eignasvið telur líklegt að komi til álita þegar úthlutað verður úr Fiskeldissjóði. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 2023.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að umsóknum til Fiskeldissjóðs í samræmi við umræður á fundinum.
Smári yfirgaf fund kl. 8:55.

Gestir

  • Smári Karlsson, verkefnastjóri - mæting: 08:45

4.Flugstöð á Þingeyrarflugvelli - 2023010158

Lagt fram bréf Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla, dagsett 18. janúar 2023, þar sem óskað er eftir afstöðu Ísafjarðarbæjar til kaupa á flugstöðinni á Þingeyri, en Isavia stefnir að því að selja eignina.
Bæjarráð telur ekki tímabært að ræða sölu flugstöðvarinnar á Þingeyri, fyrr en fyrir liggur skýr framtíðarsýn um notkun flugvallarins.

Bæjarráð gerir jafnframt athugasemdir við hugmyndir um að skynsamlegt sé að skoða Bíldudalsflugvöll sem varaflugvöll fyrir Ísafjörð. Í bestu aðstæðum er tæplega tveggja tíma akstur milli Bíldudals og Ísafjarðar, og því óraunhæft að horfa til Bíldudals sem varaflugvallar fyrir Ísafjarðarflugvöll.

Bæjarráð lýsir jafnframt yfir áhyggjum af flugsamgöngum til svæðisins, enda hefur þjónusta minnkað síðustu ár, m.a. með fækkun flugferða.

Sviðsstjóri upplýsir um að þörf er á lóðarleigusamningi undir eignina eigi að selja flugstöðina. Mikilvægt er því að landeigandi óski eftir heimild sveitarstjórnar til að afmarka lóð undir fasteignina.

Að lokum telur bæjarráð Ísafjarðarbæ ekki hafa not í kaupum á eigninni fyrir sína starfsemi.
Axel yfirgaf fund kl. 9:15.

5.Stúdentagarðar Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði - 2022100001

Tillaga bæjarstjóra um að bæjarstjórn samþykki að veita Stúdentagörðum Háskólaseturs Vestfjarða hses., kt. 511022-0880, leyfi til að veðsetja lóðina að Fjarðarstræti 20, Ísafirði, ásamt þeim 40 almennu íbúðum sem þar munu koma til með að standa, með 1. veðrétti fyrir tryggingabréfi, ódags., að fjárhæð kr. 720.000.000, óverðtryggt til tryggingar á sérgreindri skuld skv. viðskiptasamningi, en kröfuhafi er Landsbankinn hf., kt. 471008-0280.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að veita Stúdentagörðum Háskólaseturs Vestfjarða hses., kt. 511022-0880, leyfi til að veðsetja lóðina að Fjarðarstræti 20, Ísafirði, ásamt þeim 40 almennu íbúðum sem þar munu koma til með að standa, með 1. veðrétti fyrir tryggingabréfi, ódags., að fjárhæð kr. 720.000.000, óverðtryggt til tryggingar á sérgreindri skuld skv. viðskiptasamningi, en kröfuhafi er Landsbankinn hf., kt. 471008-0280.

6.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2023 - þorrablót Suðureyri - 2023010041

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 18. janúar 2023, vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi vegna þorrablóts á Suðureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að þorrablót sé haldið á Suðureyri á umræddum tíma með leyfi til sölu áfengis, en gerir þó athugasemdir við staðsetningu skemmtunar þar sem gilt starfsleyfi er ekki til staðar vegna samkomuhússins, eins og skylt er skv. lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Umsögn sveitarstjórnar skal m.a. taka til þess hvort starfsemi sé í samræmi við lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 5. mgr. 17. gr., sbr. og d. lið 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007. Bæjarráð beinir þeim tilmælum til rekstraraðila samkomuhússins að sækja um starfsleyfi.
Fylgiskjöl:

7.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2023 - þorrablót Flateyri - 2023010041

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 16. janúar 2023, vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi vegna þorrablóts á Flateyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis.
Fylgiskjöl:

8.Stefna um þjónustustig til byggðarlaga utan stærstu byggðarkjarna sveitarfélaga - 2022110097

Lagður fram tölvupóstur Jóhönnu Sigurjónsdóttur f.h. innviðaráðuneytis, dagsettur 13. janúar 2023, vegna leiðbeininga og fyrirmynd varðandi það hvernig sveitarfélög geti útfært stefnu um þjónustustig til byggðarlaga utan stærstu byggðarkjarna, sem er í vinnslu hjá Byggðastofnun.

Verkefnið hefur tafist, en leiðbeiningar og fyrirmynd munu liggja fyrir í vor sem sveitarfélög geta nýtt sér til að móta stefnu fyrir næsta ár 2024.
Lagt fram til kynningar.

9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 13. janúar 2023, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 251/2022, „Stafrænt pósthólf - nánari ákvæði um framkvæmd“ Umsagnarfrestur er til og með 3. febrúar 2023.
Lagt fram til kynningar.

10.Stjórnsýslukæra vegna byggðakvóta 2023 - 2023010169

Lögð fram umsagnarbeiðni Hrefnu Hallgrímsdóttur, f.h. innviðaráðuneytisins, dags. 20. janúar 2023, ásamt kæru og gögnum, vegna stjórnsýslukæru Sigfúsar Bergmanns Önundarsonar, fh. útgerðarmanna í Ísafjarðarbæ, þar sem kærð er ákvörðun Ísafjarðarbæjar um afgreiðslu sérreglna byggðakvóta hjá sveitarfélaginu frá 5. janúar sl. Gagna og umsagnar Ísafjarðarbæjar er óskað eigi síðar en 17. febrúar 2023.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara ráðuneytinu.

11.Íþrótta- og tómstundanefnd - 238 - 2301009F

Lögð fram til kynningar fundargerð 238. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 18. janúar 2023.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?