Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1209. fundur 05. september 2022 kl. 08:10 - 09:21 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Gylfi Ólafsson formaður
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
 • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
 • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
 • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjördis Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá
Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, mætir til fundar kl. 8:10.

1.Trjákurl leikskólalóð Eyrarskjóli - 2022090012

Lagt fram erindi Ingibjargar Einarsdóttur, aðstoðarleikskólastjóra Eyrarskjóls, dags. 2. september 2022, vegna áhyggja af trjákurli á lóð leikskólans.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvernig fallvörnum er háttað á öðrum leikskólum og möguleika á að skipta út fallvörnum á ungbarnasvæði Eyrarskjóls.

Gestir

 • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10

2.Suðurtangi - Hrafnatangi fráveita framkvæmdir 2022 - 2022090011

Lögð fram opnunarskýrsla og minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 2. september 2022, ásamt bókun úr fundargerðarbók við opnun tilboða, dags. 1. september 2022, vegna útboðs á framkvæmdum á fráveitulögnum á Suðurtanga.
Í ljósi þess að öll tilboð voru langt yfir kostnaðaráætlun gefur bæjarráð sviðsstjóra heimild til að ganga til samningaviðræðna við lægstbjóðanda.
Axel yfirgaf fund kl. 08:23
Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, mætir til fundar kl 8:26

3.Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni - 2022090010

Lögð fram drög að samningi um umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni.
Bæjarráð telur að þjónusta sveitarfélagsins í málaflokki nýrra farsældarlaga verði best veitt með því að verða aðilar að umdæmisráði barnaverndar á landsvísu, og felur bæjarstjóra að vinna að samþykki samnings þar að lútandi, kynna hann fyrir velferðarenefnd og leggja fyrir bæjarstjórn til endanlegrar samþykktar.
Margrét yfirgaf fund kl. 8:37.

Gestir

 • Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs

4.Samstarfsnefnd um friðlandið Hornstrandir - tilnefning fulltrúa - 2014120033

Lagður fram tölvupóstur Kristínar Óskar Jónasdóttur, teymisstjóra Umhverfisstofnunar, dags. 25. ágúst 2022, þar sem óskað er eftir því að Ísafjarðarbær tilnefni tvo fulltrúa í Hornstrandanefnd, samráðsnefnd um friðlandið á Hornströndum.

Skv. auglýsingu um friðland á Hornströndum nr. 332/1985 kemur fram í 9. grein að Umhverfisstofnun og Landeigendafélag Sléttu- og Grunnavíkurhrepps tilnefni hvort um sig þrjá aðila í samráðsnefnd um málefni friðlandsins. En undanfarna áratugi hefur Umhverfisstofnun óskað eftir því að tveir af sínum fulltrúum komi frá Ísafjarðarbæ. Er það ósk okkar að svo verði áfram.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að Gauti Geirsson og Andrea Harðardóttir verði fulltrúar Ísafjarðarbæjar í Hornstrandanefnd, samráðsnefnd um friðlandið á Hornströndum.

5.Niðurstöður sýnatöku vatnsveitu 2022 - Heilbrigðiseftirlit - 2022080070

Lagðar eru fram niðurstöður Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, vegna sýnatöku neysluvatns á Þingeyri, Flateyri og Ísafirði. Sýnataka fór fram þann 3. ágúst sl. og stenst vatn gæðakröfur skv. reglugerð 536/2001.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir og ýmis erindi - BsVest 2022 - 2022030071

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, en fundur var haldinn 1. september 2022.
Lagt fram til kynningar.

7.Bókanir stjórnar 2022 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2022090008

Lögð fram til kynningar bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, um ramma að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks, dags. 26. ágúst 2022.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2022 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2022010075

Lögð fram til kynningar fundargerð 912. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, en fundur var haldinn 26. ágúst 2022.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2022 - 2022020094

Lögð fram til kynningar fundargerð 139. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis, en fundur var haldinn 1. september 2022.

Jafnfram ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir árið 2021 og erindi Antons Helgasonar, framkvæmdastjóra, vegna kjörs heilbrigðisnefndar á Fjórðungsþingi Vestfirðinga.
Lagt fram til kynningar.

10.67. Fjórðungsþing Vestfirðinga 2022 - 2022030119

Boðað er til 67. Fjórðungsþings Vestfirðinga að hausti, sem haldið verður á Patreksfirði 8.-10. september 2022.
Umræður um skipulag og dagskrá Fjórðungsþings Vestfirðinga sem fram fer 8.-10. september nk., og þau mál sem mikilvægt er að ræða í samstarfi sveitarfélaganna á Vestfjörðum.
Arna Lára Jónsdóttir yfirgefur fund kl 9:05.

11.Menningarmálanefnd - 164 - 2208005F

Lögð fram til kynningar fundargerð 164. fundar menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 30. ágúst 2022.

Fundargerðin er í sjö liðum.
Lagt fram til kynningar.
 • 11.4 2022050015 Gjaldskrár 2023
  Menningarmálanefnd - 164 Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrá safna Ísafjarðarbæjar 2023.
 • Menningarmálanefnd - 164 Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaáætlun ársins 2023-2033 í samræmi við minnisblað sviðsstjóra.

12.Íþrótta- og tómstundanefnd - 232 - 2208013F

Lögð fram til kynningar fundargerð 232. fundar menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 31. ágúst 2022.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:21.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?