Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1206. fundur 15. ágúst 2022 kl. 08:10 - 10:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022 - 2022040056

Lagður fram til samþykktar viðauki 17 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022, vegna breytinga á framkvæmdaáætlun fráveitu Ísafjarðarbæjar.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er 0,-
Bæjarráð samþykkir viðauka 17 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022, vegna breytinga á framkvæmdaáætlun fráveitu Ísafjarðarbæjar.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

2.Framkvæmdaáætlun 2022 til 2032 - 2021040094

Lagt til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 11. ágúst 2022, um stöða framkvæmda á öðrum ársfjórðungi 2022, auk yfirlits yfir fjárfestingar.
Lagt fram til kynningar.

3.Ársfjórðungsuppgjör 2022 - 2022040099

Lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 12. ágúst 2022, um niðurstöðu annars ársfjórðungs 2022 sem var sent Hagstofu Íslands 12. ágúst 2022, ásamt yfirlit yfir rekstur.
Lagt fram til kynningar.

4.Sorpmál 2018 - útboð 2017 - 2016090021

Lagður fram til samþykktar viðauki við sorpsamning Ísafjarðarbæjar og Terra hf. (áður Gámaþjónustan hf.) um að Kubbur ehf. taki yfir allar skyldur og réttindi verksamningsins.

Frá og með 1. júlí 2022 tók Kubbur ehf. yfir starfsemi Terra hf. á Vestfjörðum. Þar með talið er verksamningur Ísafjarðarbæjar og Terra hf. um sorphirðu og -förgun í sveitarfélaginu.

Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað frá Juris, dags. 23. febrúar 2018, um álitaefni vegna yfirtöku á verksamningi.
Bæjarráð samþykkir viðauka við sorpsamning Ísafjarðarbæjar og Terra hf. þannig að Kubbur ehf. yfirtaki öll réttindi og allar skyldur samningsins, frá og með 1. júlí 2022.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarráð áréttar mikilvægi þess að fráfarandi verktaki gangi vel frá eftir sig og að nýr verktaki gangi vel um gámasvæði og umhverfið. Umgengni í kringum Funa hefur verið óásættanleg.

Þá áréttar bæjarráð mikilvægi góðrar upplýsingagjafar, meðal annars um árangur í flokkun og röskun á sorpsöfnun þegar áætlun raskast.

5.Niðurrif skúra í Fjarðarstræti - 2021090119

Lagt fram minnisblað Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, dags. 3. ágúst 2022, þar sem kynnt er niðurstaða verðfyrirspurnar vegna niðurrifs skúra í Fjarðarstræti á Ísafirði.

Þrjú tilboð bárust í verkið innan þess frests sem gefinn var og var það lægsta frá Verkhaf ehf., upp á 17.713.300 kr.

Lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda um niðurrif skúranna.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Verkhaf ehf., vegna niðurrifs skúrabyggingar við Fjarðarstræti á Ísafirði, að fjárhæð kr. 17.713.300.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

6.Tunguhverfi - kríuvarp og leikvöllur - 2022080004

Lagt fram erindi Ingibjargar Elínar Magnúsdóttur og Einars Birkis Sveinbjörnssonar, íbúa í Ártungu 7 á Ísafirði, dags. 27. júlí 2022, varðandi kríuvarp og leikvöll við Tunguhverfi.
Bæjarráð hefur fullan skilning á málinu, en það eru ákveðin vandkvæði fólgin þar sem krían er friðaður fugl. Bæjarstjóri hefur verið í sambandi við sérfræðinga til að leita lausna. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna frekar að lausn málsins.

Varðandi uppsetningu leikvallar er mikilvægt að ljúka verkinu við fyrsta tækifæri eins og áætlanir gera ráð fyrir.

7.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2022 - 2022030160

Lagt fram bréf Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 18. maí 2022, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um veitingu rekstrarleyfis vegna umsóknar B12-Brekku ehf. um rekstur gististaðs í flokki II-H, frístundahúss í landi Brekku í Dýrafirði, fnr. 212-5073, mhl. 11 0101, þar sem hámarksfjöldi gesta eru 2. Einnig lögð fram umsögn byggingarfulltrúa frá 27. júlí 2022, og jafnframt lögð fram umsögn slökkviliðs frá 15. júní 2022.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis vegna umsóknar B12-Brekku ehf. vegna reksturs gististaðs í flokki II-H, frístundahúss í landi Brekku í Dýrafirði, þar sem hámarksfjöldi gesta eru tveir.

8.Tungumálatöfrar, sumarskóli fyrir fjöltyngd börn - 2017050109

Lagt fram erindi Álfrúnar Gísladóttur, verkefnastjóra Tungumálatöfra, dags. 3. ágúst 2022 þar sem óskað er eftir fjárframlagi til Tungumálatöfra árið 2022 upp á kr. 550.000.
Ísafjarðarbær hefur verið stór og mikilvægur bakhjarl Tungumálatöfra frá upphafi, en síðustu ár hefur verið tekin ákvörðun um lækkun fjárstyrks í áföngum í ljósi þess að verkefnið hefur náð góðri fótfestu og fjárstuðningi úr öðrum sjóðum. Bæjarráð telur mikilvægt að sveitarfélagið hafi svigrúm sé til styrkveitinga til nýsköpunar félagasamtaka og einstaklinga, þar til verkefni hafa náð góðri fótfestu.

Bæjarráð telur sér því ekki fært að veita styrk til Tungumálatöfra auk þess sem ekki var gert ráð fyrir fjárútlátum vegna þessa í fjárhagsáætlun ársins 2022.

9.67. Fjórðungsþing Vestfirðinga 2022 - 2022030119

Lagt fram bréf Aðalsteins Óskarssonar, f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 10. ágúst 2022, þar sem boðað er til 67. Fjórðungsþings Vestfirðinga að hausti, sem haldið verður á Patreksfirði 8.-10. september 2022.
Lagt fram til kynningar.

10.Rammasamningur um aukið íbúðaframboð 2023-2032 - 2022070086

Lagt fram til kynningar erindi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, dagsett 12. júlí 2022, vegna undirritunar rammasamnings milli ríkis og sveitarfélaga sem ætlað er að tryggja stöðuga uppbyggingu íbúða á næstu 10 árum í samræmi við þörf.
Lagt fram til kynningar.

11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031

Lagður fram tölvupóstur frá samráðsgátt Alþingis, dags. 19. júlí 2022, þar sem óskað er eftir umsögn um mál nr. 130/2022, „Áform um frumvarp til laga um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða“.

Umsagnarfrestur var til 2. ágúst 2022.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar mótmælir gjaldtöku í jarðgöngum sem boðaðar eru. Ísafjarðarbær varð til í samhengi við gröft Vestfjarðaganga. Göngin eru í miðju sveitarfélagsins og ekki hægt að komast milli fjarða nema í gegnum þau. Enn önnur göng, til Bolungarvíkur, eru innan atvinnusóknarsvæðisins. Mikið og vaxandi samstarf er milli sveitarfélaganna og íbúanna sem þau byggja. Þriðju göngin, Dýrafjarðargöng, liggja svo innan sveitarfélagsins og gera Vestfirði loksins að þeirri samstæðu heild sem svo lengi hefur verið stefnt að. Atvinnulíf, vinnusókn, samstarf íþróttafélaga og margir aðrir þættir daglegs lífs verða fyrir neikvæðum áhrifum af fyrirhugaðri gjaldtöku. Engin haldbær rök eru lögð fyrir því að jarðgöng eigi sérstaklega að vera gjaldskyld umfram önnur samgöngumannvirki.

Ekki er gerð athugasemd við stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða, né þá forsendu að gjaldtaka verði að taka breytingum með orkuskiptum í samgöngum.

Að öðru leyti er vísað í aðrar umsagnir sem borist hafa í samráðsgáttina, m.a. um byggðasjónarmið, jafnræði, þörfina fyrir öfluga fjárfestingu í samgönguinnviðum og ófullburða mat á áhrifum lagasetningarinnar.

12.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - breyting á lögum um Innheimtustofnun - 2022010031

Lagður fram tölvupóstur frá samráðsgátt Alþingis, dags. 8. ágúst 2022, með umsagnarbeiðni um mál nr. 142/2022, „Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga, nr. 54/1971“.

Umsagnarfrestur er til og með 22. ágúst 2022.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við áform um lagabreytingu, en áréttar bókun bæjarstjórnar frá 6. janúar 2022, um að staðið verði vörð um störf tengd innheimtu meðlaga í Ísafjarðarbær, auk þess semmikil sóknarfæri geta skapast til fjölgunar starfa og fleiri verkefna með því að samþætti starfsemina við aðra starfsemi opinberra stofnanna á vegum ríkisins.

13.Ósk um óverulega breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar vegna jarðhitanýtingar við Laugar í Súgandafirði - 2022030080

Á 589. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 9. ágúst 2022, var lagður fram uppdráttur ásamt greinargerð, unninn af Verkís ehf. dags. 31. mars 2022 með uppfærslu frá 21. júní 2022 vegna óverulegra breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, vegna borholusvæðis við Laugar í Súgandafirði. Við skipulagsbreytinguna breytist landbúnaðarsvæði í iðnaðarsvæði. Viðbætur eru einnig gerðar með ákvæðum fyrir svæði i44 í greinargerð aðalskipulagsins.

Á 589. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 9. ágúst 2022, var lagt til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, við Lauga í Súgandafirði í samræmi við 2. mgr. 36. gr. laga 123/2010. Er málið lagt nú fram til samþykktar í bæjarráði, í sumarleyfi bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir óverulega breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, við Lauga í Súgandafirði, í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

14.Laugar í Súgandafirði. Umsókn um stofnun lóðar undir borholuhús - 2022070053

Á 589. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 9. ágúst 2022, var lögð
fram umsókn um stofnun lóðar vegna borholuhúss Orkubús Vestfjarða, í landi Ísafjarðarbæjar við Laugar í Súgandafirði. Jafnframt var lagt fram hnitsett lóðarblað, dags. 4. júlí 2022, unnið af Verkís.

Á 589. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 9. ágúst 2022, var lagt til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar í samræmi við framlagt lóðarblað. Er málið lagt nú fram til samþykktar í bæjarráði, í sumarleyfi bæjarstjórnar.
Bæjarráð heimilar stofnun lóðar í samræmi við framlagt lóðarblað vegna borholuhúss Orkubús Vestfjarða í landi Ísafjarðarbæjar við Laugar í Súgandafirði.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

15.Verndarsvæði í byggð. - 2017100040

Á 589. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 9. ágúst 2022, var lögð fram tillaga að verndarsvæði í byggð í Neðstakaupstað og gamla bænum á Eyrinni, unnin af Alta ráðgjafaþjónustu í júlí 2022, skv. 4. mgr. 5.gr. laga nr. 87/2015.

Á 589. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 9. ágúst 2022, var lagt til við bæjarstjórn að heimila auglýsingu verndarsvæðis í byggð, skv. 4. mgr. 5.gr. laga nr. 87/2015. Er málið lagt nú fram til samþykktar í bæjarráði, í sumarleyfi bæjarstjórnar.
Bæjarráð heimilar auglýsingu verndarsvæðis í byggð, skv. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 87/2015, um verndarsvæði í byggð.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

16.Seljalandsvegur 22, Ísafirði. Umsókn um lóðarleigusamning - 2022070016

Á 589. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 9. ágúst 2022, var lögð fram til samþykktar umsókn um lóðarleigusamning frá þinglýstum eiganda fasteignarinnar L138555, Seljalandsvegur 22, á Ísafirði, dags. 27. júní 2022. Jafnframt var lagt fram mæliblað Tæknisviðs dags. 1. júlí 2022 ásamt drögum að lóðarleigusamningi.

Á 589. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 9. ágúst 2022, var lagt til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings undir Seljalandsveg 22 á Ísafirði, í samræmi við framlagt mæliblað. Er málið lagt nú fram til samþykktar í bæjarráði, í sumarleyfi bæjarstjórnar.
Bæjarráð heimilar útgáfu lóðarleigusamnings við Seljalandsveg 22 á Ísafirði, í samræmi við framlagt mæliblað.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

17.Sætún L188966 í Grunnavík. Umsókn um stofnun lóðarinnar Sætún 2 - 2022070018

Á 589. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 9. ágúst 2022, var lögð fram umsókn, dags. 8. febrúar 2022, frá Ármanni Halldórssyni, f.h. Ríkiseigna, þar sem óskað er eftir skiptingu á landareigninni Sætúni í Grunnavík L188966, undir lóð sem fengi staðfangið Sætún 2.

Á 589. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 9. ágúst 2022, var lagt til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðarinnar Sætúns 2. Er málið lagt nú fram til samþykktar í bæjarráði, í sumarleyfi bæjarstjórnar.
Bæjarráð heimilar stofnun lóðarinnar Sætúns 2 á landinu Sætúni í Grunnavík, L188966.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

18.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 589 - 2207008F

Fundargerð 589. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 9. ágúst 2022, lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í 16 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?