Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1203. fundur 04. júlí 2022 kl. 08:10 - 09:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Nanný Arna Guðmundsdóttir, varaformaður, stýrði fundi.

1.Samþykkt um öldungaráð - breyting á bæjarmálasamþykkt - 2022030030

Á 496. fundi bæjarstjórnar, þann 16. júní 2022, var lögð fram og samþykkt tillaga frá bæjarstjóra um að bæjarstjórn taki til síðari umræðu og samþykki þannig breytingar á samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, nánar tiltekið breytingar á 7. tl. B liðar 48. gr., í samræmi við minnisblað sviðsstjóra dags. 14. janúar 2022, og breytingar á samþykkt um öldungaráð, sem samþykktar voru á 488. fundi bæjarstjórnar þann 20. janúar 2022, varðandi fjölda fulltrúa í öldungaráði.

Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir að tillagan verði samþykkt á nýjan leik, þar sem fyrri umræða um samþykkt á breytingu á bæjarmálasamþykkt var samþykkt á fyrra kjörtímabili.

Er tillagan því lögð fram til síðari umræðu og samþykkis um breytingar á 7. tl. B. liðar 48. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Tillaga bæjarstjóra um að bæjarstjórn samþykki breytingar á 7. tl. B. liðar 48. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar samþykkt.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

2.Endurskoðun erindisbréfa nefnda Ísafjarðarbæjar 2022 - 2021050007

Á 1201. fundi bæjarráðs, þann 20. júní 2022, var lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 16. júní 2022, vegna uppfærslu og yfirferðar erindisbréfa nefnda sveitarfélagsins.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að uppfæra öll erindisbréf fastanefnda sveitarfélagsins og leggja fram til samþykktar.

Eru nú lögð fram til samþykktar erindisbréf hafnarstjórnar, skipulags- og mannvirkjanefndar, umhverfis- og framkvæmdanefndar, menningarmálanefndar, fjallskilanefndar, fræðslunefndar og íþrótta- og tómstundanefndar.
Bæjarráð samþykkir erindisbréf hafnarstjórnar, skipulags- og mannvirkjanefndar, umhverfis- og framkvæmdanefndar, menningarmálanefndar, fjallskilanefndar, fræðslunefndar og íþrótta- og tómstundanefndar.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

3.Kæra Þrúðheima vegna stjórnvaldsákvörðunar - 2022070004

Lagður fram til kynningar úrskurður innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22010598, stjórnsýsulukæra Þrúðheima á ákvörðun Ísafjarðarbæjar, sem tekin var á fundi bæjarstjórnar þann 17. september 2020, um samþykki á samningi milli Ísafjarðarbæjar og Ísófit ehf., um styrk vegna reksturs líkamsræktarstöðvar. Krefst kæarndi þess að ákvörðun Ísafjarðarbæjar verði felld úr gildi.

Úrskurðarorð eru þau að hin kærða ákvörðun Ísafjarðarbæjar um samþykki á samningi milli bæjarins og Ísófit ehf. um styrk vegna líkamsræktarstöðvar er ólögmæt.
Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga frá innviðaráðuneytinu um ástæður þess að Ísafjarðarbæ barst ekki kæra og umsagnarbeiðni í september 2021 og janúar 2022, auk þess sem bæjarstjóra er falið að vinna málið áfram.

4.Samstarfssamningur milli Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkurkaupstaðar - 2021120062

Lagður fram til samþykktar þjónustusamningur Ísafjarðarbæjar við Bolungarvíkurkaupstað um stöðu slökkviliðsstjóra Bolungarvíkur, yfirstjórn slökkviliðs, stöðu þjálfunarstjóra og eldvarnareftirlit, en samningurinn gildir til 31. desember 2022.
Bæjarráð samþykkir þjónustusamning Ísafjarðabæjar við Bolungarvíkurkaupstað um stöðu slökkviliðsstjóra Bolungarvíkur, yfirstjórn slökkviliðs, stöðu þjálfunarstjóra og eldvarnareftirlit.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

5.Framkvæmdaráð Umhverfisvottunar sveitarfélaga á Vestfjörðum (Earth Check) - 2019020090

Lagður fram tölvupóstur Guðfinnu Láru Hávarðardóttur, verkefnastjóra umhverfisvottunar Vestfjarða, dags. 21. júní 2022, um tilnefningu eins fulltrúa Ísafjarðarbæjar í framkvæmdaráð umhverfisvottunar sveitarfélaga á Vestfjörðum (Earth Check).
Bæjarráð tilnefnir Nanný Örnu Guðmundsdóttur sem fulltrúa Ísafjarðarbæjar í framkvæmdaráð umhverfisvottunar sveitarfélaga á Vestfjörðum (Earth Check).

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Axel R. Överby kom til fundar kl. 8:45.

6.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022 - viðauki 13 - 2022040056

Á 1199. fundi bæjarráðs, þann 9. júní 2022 var lagt fram minnisblað Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 27. maí 2022, um stöðu framkvæmda í Grunnskólanum á Ísafirði, auk þess sem óskað er eftir heimild bæjarráðs að vinna málið áfram skv. minnisblaði. Helstu forgangsmál eru að fjarlægja ónýta glugga og gler, steypuviðgerðir m.t.t. járnabindingar, sprunguþéttingar að utan og innan, endurnýja gler og glugga, múra hús að utan, og skipta út gólfdúkum.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 27. maí 2022, svo og að vinna kostnaðaráætlun og leggja fyrir bæjarráð.

Á 1202. fundi bæjarráðs, þann 27. júní 2022, var lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, Axels R. Överby, dags. 24. júní vegna uppbyggingar í grunnskólanum, ásamt kostnaðaráætlun frá Eflu ehf., dags. 23. júní 2022.

Er nú lagður fram til samþykktar viðauki 13 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022, vegna málsins.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er aukning kostnaðar um kr. 10.000.000, eða hækkun rekstrarhalla úr kr. 396.830.592, í kr. 406.830.592.
Áhrif viðaukans á samantekinn A og B hluta er kr. 0, eða óbreyttur rekstrarhalli kr. 18.201.813.
Bæjarráð samþykkir viðauka 13 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022, vegna viðhalds á Grunnskólanum á Ísafirði, í kjölfar þess að myglu varð vart í einni álmu skólans, en áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:45

7.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022 - viðauki 14 - 2022040056

Á 1202. fundi bæjarráðs, þann 27. júní 2022, var lagt fram minnisblað Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 21. júní 2022, vegna gallaðs parkets í íbúð 303 í Sindragötu 4a Ísafirði.

Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra um greiðslu bóta til handa nýjum eiganda íbúðar vegna galla í gólfefni, og felur bæjarstjóra að vinna að bótakröfu á hendur seljanda gallaða gólfefnisins.

Er nú lagður fram til samþykktar viðauki 14 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022 vegna málsins.

Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er aukning kostnaðar um kr. 800.000, eða hækkun rekstrarhalla úr kr. 406.830.592 í kr. 407.630.592.
Áhrif viðaukans á samantekna A og B hluta er kr. 800.000, eða hækkun rekstrarhalla úr kr. 18.201.813 í kr. 19.001.813.
Bæjarráð samþykkir viðauka 14 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022 vegna galla á gólfefni íbúðar í Sindragötu 4a, að fjárhæð kr. 800.000.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

8.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022 - viðauki 15 - 2022040056

Lagður fram til samþykktar viðauki 15 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022, vegna breytinga á framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar 2022.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er 0,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er 0,- eða óbreyttur rekstrarhalli í kr. 407.630.592,-
Áhrif viðaukans á samantekna A og B hluta er 0,- eða óbreyttur rekstrarhalli í kr. 19.001.813.
Bæjarráð samþykkir viðauka 15 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022, vegna breytinga á framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar 2022, en áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

9.Hóll í Firði, Önundarfirði. Nýtt deiliskipulag á svæði F37 undir frístundahús - 2022050043

Á 586. fundi fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 27. júní 2022, var lögð fram deiliskipulagstillaga Hóls í Firði, dags. 23. júní 2022. Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir 5 frístundahúsum og er tillagan í samræmi við Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði til við bæjarstjórn að heimila auglýsingu á deiliskipulagstillögunni með vísan í 1. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010.
Bæjarráð samþykkir að heimila auglýsingu á deilskipulagstillögu Hóls í Firði, þar sem gert er ráð fyrir fimm frístundahúsum, með vísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

10.Aðalgata 10, Suðureyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2022050018

Á 586. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 27. júní 2022, var tekin fyrir umsókn Adam Anikeej, dags. 3. maí 2022, um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Aðalgötu 10 á Suðureyri.

Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings í samræmi við deiliskipulag Suðureyrarmala.
Bæjarráð samþykkir að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Aðalgötu 10 á Suðureyri, í samræmi við deiliskipulag Suðureyramala.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

11.Vallargata 3 á Flateyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2022050044

Á 586. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 27.júní 2022, var tekin fyrir umsókn Jóns Ágústs Þorsteinssonar um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Vallargötu 3 á Flateyri og var lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 11. maí 2022.

Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Vallargötu 3.
Bæjarráð samþykkir að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Vallargötu 3 á Flateyri.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

12.Orlofsbyggð í Dagverðardal - 2022020029

Á 586. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 27. júní 2022, voru kynnt uppfærð drög að afnotasamningi Ísafjarðarbæjar og Fjallabóls ehf. um afnot af landi á reit Í9 í Dagverðardal. Fyrirtækið hyggst reisa allt að 50 frístundahús á reitnum. Málið var áður á dagskrá á 584. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar og voru starfsmönnum umhverfis- og eignasviðs falið að uppfæra drögin í samræmi við athugasemdir nefndarmanna.

Skipulags- mannvirkjanefnd vísaði samningsdrögunum til umfjöllunar í bæjarráði.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og fagnar uppbyggingu frístundahúsa í Dagverðadal. Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu í skipulags- og mannvirkjanefnd.

13.Höfðarstígur 4-9. Umsókn um lóðir - 2022010149

Á 578. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 23. febrúar 2022, voru lagðar fram umsóknir Elíasar Guðmundssonae, f.h. Nostalgíu ehf., um lóðirnar Höfðastíg 4-9 á Suðureyri. Jafnframt óskaði umsækjandi eftir samvinnu Ísafjarðarbæjar við gerð lóðanna þar sem landfyllingu vantar á hluta svæðisins. Á 586. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 27. júní voru lögð fram drög að afnotasamningi Ísafjarðarbæjar og Nostalgíu ehf. um lóðirnar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd bókaði að skýra þyrfti í samningnum hver beri ábyrgð á gatnagerð við lóðirnar. Nefndin benti á að hluti svæðisins er á A og B svæði ofanflóðahættumats og taka þyrfti tillit til þess við hönnun húsanna.

Að öðru leyti vísaði nefndin samningnum til bæjarráðs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að uppfæra afnotasamning Ísafjarðarbæjar við Nostalgíu ehf. um lóðir að Höfðastíg 4-9 á Suðureyri, í samræmi við athugasemdir á fundinum, og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
Axel R. Överby yfirgaf fund k. 9:30.

14.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022 - viðauki 16 - 2022040056

Lagður fram til samþykktar viðauki 16 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022, vegna breytinga á launakostnaði hjá höfnum Ísafjarðarbæjar.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er 0,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er 0,- eða óbreyttur rekstrarhalli í kr. 407.630.592,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er 0,- eða óbreyttur rekstrarhalla í kr. 19.001.813,-
Bæjarráð samþykkir viðauka 16 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022, vegna breytinga á launakostnaði hjá höfnum Ísafjarðarbæjar, en áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

15.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2021 - 2022010041

Lagt fram bréf Þóris Ólafssonar og Gústavs Arons Gústavssonar f.h. eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dagsett 22. júní 2022, vegna ársreiknings Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2021.
Sveitarfélagið uppfyllir ekki lágmarksviðmið EFS, og leggur nefndin áherslu á að farið sé yfir fjárhagslegar forsendur sveitarfélagsins svo lágmarksviðmið verði uppfyllt árið 2026.
Bæjarstjórn hefur gert samning við KPMG um heildræna árangursstjórnun í fjármálum til að takast á við erfiða fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og leggur áherslu á að það verkefni verði unnið fljótt og vel. Í þriggja ára fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæar er stefnt að því að uppfylla lágmarksviðmið Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga þegar bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga falla úr gildi í lok árs 2025.

16.Kosningar til sveitarstjórnar 2022 - 2022020054

Lagt fram til kynningar bréf Indriða Björns Ármanssonar, f.h. Landskjörstjórnar, dags. 30. júní 2022, þar sem kynnt er að hlutdeild kostnaðar Ísafjarðarbæjar úr hendi Landskjörstjórnar vegna sveitarstjórnakosninga 14. maí 2022, er kr. 165.625.
Lagt fram til kynningar.

17.Flutningur fasteignaskrár og fasteignamats frá Þjóðskrá til HMS - 2022060143

Lagt fram til kynningar erindi Þjóðskrár og HMS, þar sem tilkynnt er um flutning fasteignaskrár og fasteignamats frá Þjóðskrá til HMS. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Íslands mun bera ábyrgð á allri þjónustu vegna fasteignaskrár, frá og með 1. júlí 2022.
Lagt fram til kynningar.

18.Aðalfundur Fasteigna Ísafjarðarbæjar 2022 - 2022060083

Lögð fram fundargerð Fasteigna Ísafjarðarbæjar vegna aðalfundar sem haldinn var 28. júní 2022.
Lagt fram til kynningar.

19.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2022 - 2022010154

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 45. og 46. funda Vestfjarðastofu, en fundir voru haldnir 27. apríl 2022 og 1. júní 2022.

Þá eru lagðar fram til kynningar fundargerðir framhaldsársfundar Vestfjarðastofu 2021, haldinn 28. apríl 2022, ásamt nýjum breyttum samþykktum Vestfjaraðstofu ses. og fundargerð ársfundar fulltrúaráðs Vestfjarðastofu haldinn 14. júní 2022.
Lagt fram til kynningar.

20.Fundargerðir og ýmis erindi - BsVest 2022 - 2022030071

Lagður fram tölvupóstur Jóns Hróa Finnssonar, starfandi framkvæmdastjóra Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, dagsettur 27. júní 2022, ásamt tillögum að breytingum á samþykktum félagsins sem lagðar verða fram á aðalfundi þess 5. júlí. Jafnframt lagður fram til kynningar ársreikningur félagsins fyrir árið 2021.
Bæjarráð felur Örnu Láru Jónsdóttur, Gylfa Ólafssyni og Kristjáni Þór Kristjánssyni að mæta til aðalfundar Byggðasamlags um málefni fatlaðs fólks þann 5. júlí 2022, kl. 11.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

21.Fundargerðir 2022 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2022010075

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 910. og 911. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, en fundir voru haldnir 20. maí 2022 og 23. júní 2022.
Lagt fram til kynningar.

22.Ársfundur Starfsendurhæfingar Vestfjarða 2022 - 2022060147

Lögð fram til kynningar fundargerð ársfundar Starfsendurhæfingar Vestfjarða, sem haldinn var 1. júní 2022. Jafnframt lögð fram til kynningar ársskýrsla félagsins fyrir árið 2021, sem lögð var fram á fundinum, og ársreikningur fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

23.Fræðslunefnd - 441 - 2206006F

Lögð fram til kynningar fundargerð 441. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 30. júní 2022.

Fundargerðin er í tíu liðum.
Lagt fram til kynningar.

24.Hafnarstjórn - 233 - 2206019F

Lögð fram til kynningar fundargerð 233. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 30. júní 2022.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.

25.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 586 - 2206011F

Fundargerð 586. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 27. júní 2022.

Fundargerðin er í níu liðum.
Lagt fram til kynningar.

26.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 587 - 2206021F

Fundargerð 587. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 30. júní 2022.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?