Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1201. fundur 20. júní 2022 kl. 08:10 - 09:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Sædís Ólöf Þórsdóttir varamaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Jóhann Birkir Helgason vék af fundi kl. 8:10.

1.Áheyrnarfulltrúi bæjarráð 2022-2026 - 2022060058

Lagt fram erindi Kristjáns Þór Kristjánssonar, dags. 13. júní 2022, þar sem B-listi Framsóknarflokks leggur til að kjörinn fulltrúi sem á rétt á að vera áheyrnarfulltrúi í bæjarráði fái greidd laun til jafns við aðalmann í bæjarráði.

Með tillögunni kemur eftirfarandi fram:
„Eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar náðu 3 framboð kjöri í bæjarstjórn. Þar sem þrír aðilar sitja í bæjarráði og eitt framboð er með hreinan meirihluta er eitt framboð utan bæjarráðs og fær sæti þar sem áheyrnarfulltrúi. Hafa þau tvö framboð sem eru í minnihluta ákveðið að skipta sætinu í bæjarráði milli sín. Framboðin eru bæði með tæplega fjórðung atkvæða sveitarfélagsins á bak við sig. Mikilvægt er að sitja bæjarráðsfundi til að vera upplýstur um málefni sveitarfélagsins og rekstur sveitarfélagsins. Það er mikilvægt til að taka upplýsta ákvörðun, upplýsa aðra bæjarfulltrúa og upplýsa kjósendur um málefni sveitarfélagsins. Bæjarráðsfundir eru í kringum 45 á ári og gefur auga leið að erfitt getur verið að sinna slíkri vinnu í sjálfboðavinnu. Mjög mörg sveitarfélög greiða áheyrnarfulltrúa í bæjarráði og teljum við að Ísafjarðarbær ætti að gera slíkt hið sama.“

Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 10. júní 2022, til bæjarstjóra, vegna málsins.
Bæjarráð samþykkir tillögu Kristjáns Þórs Kristjánssonar um að áheyrnarfulltrúi þess flokks sem ekki fær kjörinn bæjarfulltrúa í bæjarráð fái greidd laun fyrir setna fundi bæjarráðs, til jafns við aðalmann í bæjarráði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram viðauka vegna málsins til samþykktar.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Jóhann Birkir kom aftur til fundar kl. 8:15.

2.Strandsvæðaskipulag Vestfjarða - 2018070017

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Hrafnkels Ásólfs Proppé, sviðsstjóra Skipulagsstofnunar, dags. 15. júní 2022, þar sem kynntur er upplýsingafundur um tillögu að strandsvæðaskipulagi Vestfjarða.

Í skipulagstillögunni er sett fram stefna um nýtingu svæðis sem nær yfir firði og flóa frá Bjargtöngum í suðri að Straumnesi í norðri.

Upplýsingafundur á norðanverðum Vestfjörðum verður haldinn í Félagsheimilinu í Bolungarvík, 22. júní 2022, kl. 16:30-18:00, og er öllum opinn.

Skipulagstillagan ásamt frekari upplýsingum um kynningartíma og frest til að koma að athugasemdum er aðgengileg á www.hafskipulag.is og liggur jafnframt frammi hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík og á skrifstofum Vesturbyggðar, Tálknafjarðarhrepps, Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaupstaðar, Súðavíkurhrepps og Strandabyggðar.

Frestur til að koma skriflegum athugasemdum á framfæri er til 15. september 2022.
Bæjarráð hvetur alla bæjarfulltrúa og íbúa Ísafjarðarbæjar til að mæta til upplýsingafundarins.

Jafnframt vísar bæjarráð skipulagstillögunni til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd.

3.Endurskoðun erindisbréfa nefnda Ísafjarðarbæjar 2022 - 2021050007

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 16. júní 2022, vegna uppfærslu og yfirferðar erindisbréfa nefnda sveitarfélagsins.

Jafnframt lagt fram til samþykktar nýtt erindisbréf bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð samþykkir nýtt erindisbréf bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarráð felur jafnframt bæjarstjóra að uppfæra öll erindisbréf fastanefnda sveitarfélagsins og leggja fram til samþykktar.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - Ný kosningalög - 2022010031

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 15. júní 2022, vegna umsagnar vegna breytinga á kosningalögum, þar sem óskað er eftir samþykki bæjarráðs til að leggja ofangreinda umsögn fram í samráðsgátt stjórnvalda um endurskoðun kosningalaga, og að fylgja því erindi eftir, sé þess krafist af Alþingi.
Bæjarráð samþykkir að leggja umsögn um áform að breytingum á kosningalögum, skv. minnisblaði sviðsstjóra, inn í samráðsgátt stjórnvalda, og að bæjartjóri fylgja málinu eftir gerist þess þörf.

5.Mánaðaryfirlit 2022 - 2022030116

Lagt fram til kynningar minnisblað Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, dagsett 2. júní 2022, vegna launakostnaðar Ísafjarðarbæjar fyrir janúar-maí 2022.
Lagt fram til kynningar.

6.Haustþing Kennarasambands Vestfjarða 2022 - styrkbeiðni - 2022060060

Lagt fram bréf Jóhönnu Ásu Einarsdóttur, formanns Kennarasambands Vestfjarða, dagsett 10. júní 2022, þar sem óskað er eftir styrk vegna kostnaðar við ferð á haustþing sambandsins á Drangsnesi 9. september 2022.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að finna verkefninu stað í núverandi fjárheimildum.

7.Skrúður á Núpi, Dýrafirði - friðlýsing - 2021090072

Lagt fram til kynningar bréf Kristínar Huldar Sigurðardóttur, forstöðumanns Minjastofnunar Íslands, og Péturs H. Ármannssonar, sviðsstjóra, dags. 23. maí 2022, með tillögu að friðlýsingu Skrúðs á Núpi í Dýrafirði.

Tillaga að friðlýsingu var send til Ísafjarðarbæjar 10. september 2021 og gerði skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar athugasemdir við útmörk friðlýsingar, sem kynnt voru Minjastofnun með bréfi 22. desember 2021. Mörkum friðlýsingarsvæðis hefur nú verið breytt í samræmi við athugasemdir Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð fagnar friðlýsingu Skrúðs í Dýrafirði, og vísar málinu til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd.

8.Umsóknir í framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2021 - 2021060086

Lagðir fram til kynningar samþykktir samningar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða við Ísafjarðarbæ, en styrkur fékkst að fjárhæð kr. 4.288.000 fyrir hönnun, gerð verkteikninga og kostnaðaráætlunar á byggingu útsýnispalla á sjóvarnargarði á Flateyri, svo og styrkur að fjárhæð kr. 1.208.800, vegna verkefnis við að laga, stika og setja skilti við upphaf gönguleiðar að Klofningi í Önundarfirði. Bæði verkefni eru í umsjón Hjörleifs Finnssonar, verkefnastjóra á Flateyri.
Lagt fram til kynningar.

9.Landskerfi bókasafna 2022 - 2022060096

Lagt fram bréf Sveinbjargar Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Landskerfis bókasafna, dagsett 14. júní 2022, þar sem boðað er til aðalfundar félagsins, fimmtudaginn 29. júní kl 14:30, í húsakynnum félagsins í Katrínartúni, Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.

10.Melrakkasetur - aðalfundur 2022 - 2022050142

Lagður fram til kynningar ársreikningur Melrakkaseturs Íslands ehf. fyrir árið 2021, en reikningurinn er án endurskoðunar eða könnunar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?