Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1193. fundur 28. mars 2022 kl. 08:00 - 09:08 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Vestri körfubolti - fjárhagserfiðleikar - 2022030095

Á 1192. fundi bæjarráðs, þann 21. mars 2022, var lagt fram erindi Ingólfs Þorleifssonar, formanns körfuknattleiksdeildar Vestra, dags. 3. mars 2022, vegna fjárhagserfiðleika félagsins. Á fundinn mætti Ingólfur og Þórir Guðmundsson og upplýstu betur um stöðu málsins. Var bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

Er nú lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 23. mars 2022 varðandi beiðni formanns körfuknattleiksdeildar Vestra um fjárstyrk og útfærslu annarra sveitarfélaga á slíkum styrkjum.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindi körfuknattleiksdeildar Vestra um að bæta tap á aðgangseyri um kr. 4.800.000, og felur bæjarstjóra að ganga til samninga við deildina vegna þessa og leggja viðauka fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

Bæjarstjóra jafnframt falið að fá upplýsingar um tekjutap annarra félaga á tímabilinu.

Gestir

  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:05
Daníel Jakobsson, formaður bæjarráðs, víkur af fundi vegna þessa máls, vegna vanhæfis, kl. 8.32.

2.Samningur v. Fossavatnsgöngu 2022-2024 - 2022030115

Lagður fram til samþykktar samstarfssamningur Fossavatnsgöngunnar og Ísafjarðarbæjar um framkvæmd Fossavatnsgöngunnar árin 2022-2024. Jafnframt er lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 23. mars 2022, vegna málsins.
Bæjarráð óskar eftir að stjórn Fossavatnsgöngunnar komi til fundar við bæjarráð á næsta fundi.
Daníel kom aftur inn á fundinn kl. 8:40.
Hafdís yfirgaf fund kl. 8:40.

3.Úttektir eldvarnareftirlits (Slökkviliðs) 2021 - 2022 - 2021050018

Lagðar fram úttektir Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar dags. 2. febrúar 2022 þar sem gerð var úttekt á húsnæði Ísafjarðarbæjar, í Suðurtanga 2, við aðstöðu Sæfara Siglingaklúbbs. Einnig er lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 25. mars 2022.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að greina Sæfara frá stöðu málsins og eiga viðræður við félagið vegna málsins.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:40

4.OV- Óskar eftir heimild um uppsetningu á hleðslustöð við Sundlaug Þingeyrar - 2022030122

Lagður fram tölvupóstur frá Þórði Skúlasyni, f.h. Orkubús Vestfjarða, dags. 10. mars 2022, þar sem óskað er eftir heimild bæjaryfirvalda til að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla við Íþróttamiðstöð Þingeyrar. Þá er lagður fram til samþykktar ótímabundinn samningur vegna málsins. Einnig er lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 25. mars 2022.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að Orkubú Vestfjarða fái leyfi til að setja upp tvær hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla við Íþróttamiðstöð Þingeyrar. Bæjarráð samþykkir jafnframt að fyrirhugaðar hleðslustöðvar Tesla verði settar á bifreiðastæði við Grunnskólann á Þingeyri.
Axel yfirgaf fund kl. 8:50

5.Örútboð - Prentaralausnir 2022 -2025 - 2022020031

Lagt fram minnisblað Eyþórs Guðmundssonar, innkaupa- og tæknistjóra, dags. 23. mars 2022, þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í örútboð innan rammasamninga um prentlausn fyrir stofnanir Ísfjarðarbæjar, en um er að ræða sameiginlegt útboð allra stofnana/deilda bæjarins.
Bæjarráð samþykkir að farið verið í sameiginlegt örútboð innan rammasamninga um prentlausnir fyrir allar stofnanir Ísafjarðarbæjar.

6.Lánsumsókn til Ofanflóðasjóðs 2022 v. 2019-2021 - 2022030101

Lögð fram til samþykkis umsókn Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, f.h. Ísafjarðarbæjar, dags. 22. mars 2022, um lán frá Ofanflóðasjóði vegna kostnaðar við ofanflóðavarnir á árunum 2019-2021, alls 30 milljónir króna. Jafnframt er um að ræða hluta af áætlaðri lántöku ársins 2022.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að veita bæjarstjóra heimild til að sækja um lán frá Ofanflóðasjóði alls að fjárhæð kr. 30.000.000, vegna kostnaðar við ofanflóðavarnir á árunum 2019-2021, auk hluta af áætlaðri lántöku ársins 2022.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:50

7.Styrkir til félaga og félagasamtaka 2022 - fasteignagjöld - 2022030102

Lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 22. mars 2022, vegna umsókna félagasamtaka um styrki vegna fasteignagjalda ársins 2022, alls fjárhæð kr. 1.139.247, í samræmi við reglur sveitarfélagsins, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995. Óskað er samþykkis bæjarráðs fyrir veitingu styrkjanna en gert er ráð fyrir fjármunum vegna þessa í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022.
Bæjarráð samþykkir veitingu styrkja vegna fasteignagjalda til félagasamtaka í samræmi við reglur sveitarfélagsins og með vísan til minnisblaðs Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 22. mars 2022.

8.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2021 - 2022010041

Lögð fram til kynningar rekstrargreining Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, á ársreikningi 2021.
Lagt fram til kynningar.

9.Mánaðaryfirlit 2022 - 2022030116

Lögð fram til kynningar minnisblöð Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, bæði dags. 24. mars 2022, vegna upplýsinga um skatttekjur og laun fyrir janúar og janúar til febrúar 2022.
Lagt fram til kynningar.
Edda yfirgaf fund kl. 9:00.

10.Kosningar til sveitarstjórnar 2022 - 2022020054

Lagður fram tölvupóstur Ingibjargar Hinriksdóttur f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 18. mars 2022, þar sem athygli sveitarfélaga er vakin á ýmsum atriðum sem hafa þarf í huga fyrir sveitarstjórnarkosningar þann 14. maí 2022.
Lagt fram til kynningar.

11.67. Fjórðungsþing Vestfirðinga 2022 - 2022030119

Lagður fram tölvupóstur Magneu Garðarsdóttur f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsettur 18. mars 2022, þar sem boðað er til 67. Fjórðungsþings Vestfirðinga, sem haldið verður 6. apríl 2022, í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

12.Endurskipulagning sýslumannsembætta - 2022030120

Lagt fram til kynningar bréf Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, dagsett 21. mars 2022, þar sem farið er yfir áform um endurskipulagningu sýslumannsembætta, og þau markmið sem stefnt er að með endurskipulagningunni.
Lagt fram til kynningar.

13.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 24. mars 2022, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um eignarhald í laxeldi, 419. mál. Umsagnarfrestur er til 1. apríl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:08.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?