Bæjarráð

1192. fundur 21. mars 2022 kl. 08:00 - 09:11 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
 • Jónas Þór Birgisson varamaður
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
 • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
 • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Bryndís sat fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

1.Vestfjarðastofa - reglulegir fundir - 2021020071

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, mætir til reglulegs samráðsfundar Vestfjarðastofu og bæjarráðs.
Samstarfsverkefni Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðastofu rædd.
Sirrý yfirgefur fundinn kl. 8:35.

Gestir

 • Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu - mæting: 08:05

2.Vestri körfubolti - fjárhagserfiðleikar - 2022030095

Lagt fram erindi Ingólfs Þorleifssonar, formanns körfuknattleiksdeildar Vestra, dags. 3. mars 2022, vegna fjárhagserfiðleika félagsins.

Ingólfur Þorleifsson og Þórir Guðmundsson mæta til fundar við bæjarráð vegna erindisins.
Ingólfur og Þórir fara yfir fjárhagsstöðu körfuknattleiksdeildar Vestra.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Ingólfur, Þórir og Dagný yfirgefa fundinn kl. 8:55.
Hafdís yfirgefur fundinn kl. 9:02.

Gestir

 • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:35
 • Dagný Finnbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSV - mæting: 08:35
 • Þórir Guðmundsson, f.h. kkd. Vestra - mæting: 08:35
 • Ingólfur Þorleifsson, formaður kkd. Vestra - mæting: 08:35

3.Félag eldri borgara á Ísafirði og nágrenni - púttvöllur Ísafirði - 2022030096

Lagt fram erindi Sigrúnar C. Halldórsdóttur og Jens Kristmannssonar, f.h. Félags eldri borgara á Ísafirði, dags. 17. mars 2022, varðandi púttvöll á Ísafirði og fyrirhugaða stækkun hjúkrunarheimilisins Eyrar.
Bæjarráð þakkar fyrir erindi félags eldri borgara og felur bæjarstjóra að vera í góðu sambandi við félagið við ákvörðun um færslu púttvallarins, nýja staðsetningu og tímasetningu færslu, komi til þess að viðbygging við hjúkrunarheimilið Eyri verði byggð þar sem púttvöllurinn liggur í dag.

Rætt um mögulega staðsetningu vallarins á sjúkrahústúninu og að farið verði í
endurskoðun skipulags þess svæðis ef völlurinn fer þangað.

4.Lánasjóður sveitarfélaga - ýmis erindi 2022 - 2022020041

Lagt fram erindi Óttars Guðjónssonar f.h. Lánasjóðs sveitarfélaga, dagsett 11. mars 2022, þar sem boðað er til aðalfundar lánasjóðsins þann 1. apríl kl. 15:00.
Bæjarstjóra falið að mæta til fundar og fara með atkvæðisrétt Ísafjarðarbæjar.

5.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 579 - 2202011F

Lögð fram til kynningar fundargerð 579. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 16. mars 2022.

Fundargerðin er í 15 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:11.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?