Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1188. fundur 21. febrúar 2022 kl. 08:05 - 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Þórir Guðmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Kynning á Smávirkjunum ehf - 2022020053

Erla Björk Þorgeirsdóttir, framkvæmdastýra Verkfræðistofunnar Afls & orku, kemur til fundar við bæjarráð í gegnum fjarfundabúnað til að kynna verkefni Smávirkjana ehf.
Bæjarráð þakkar fyrir áhugaverða kynningu.
Erla yfirgefur fundinn kl. 8:40.

Gestir

  • Erla Björk Þorgeirsdóttir, framkvæmdastýra Verkfræðistofunnar Afls og orku - mæting: 08:05

2.Framkvæmdaáætlun 2021 - 2021110026

Lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 17. febrúar 2022, þar sem fram kemur staða fjárfestinga og framkvæmdaáætlunar í árslok 2021, samanborið við áætlun 2021.
Lagt fram til kynningar.
Axel og Edda yfirgefa fundinn kl. 8:57.

Gestir

  • Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:45
  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:45

3.Aldrei fór ég suður - ýmis málefni hátíðarinnar - 2018090087

Lagður fram til kynningar stuðsamningur Ísafjarðarbæjar og Aldrei fór ég suður, dags. 18. janúar 2021, en samningurinn rann út á árinu 2021. Óskað er afstöðu bæjarráðs til áframhaldandi samstarfs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa nýjan samning byggðan á eldri samningi og leggja til samþykktar í bæjarstjórn.
Fylgiskjöl:

4.Framtíðarskipulag útivistarsvæðis í Skutulsfirði - 2017030089

Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, og Hermanns Siegle Hreinssonar, forstöðumanns skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar, dags. 10. febrúar 2022 varðandi framtíðaruppbyggingu skíðasvæðisins á Seljalandasdal og í Tungudal.
Máli frestað til næsta fundar.

5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 14. febrúar 2022, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti, nr. 81/2003, með síðari breytingum (farsímasamband á þjóðvegum), 43. mál. Umsagnarfrestur er til 24. febrúar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?