Bæjarráð

1185. fundur 31. janúar 2022 kl. 08:00 - 11:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
 • Jónas Þór Birgisson varamaður
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
 • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Húsnæðismál háskólanemenda - 2021050072

Lagt fram bréf Peters Weiss, forstöðumanns Háskólaseturs Vestfjarða, og Sigríðar Ólafar Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, dagsett 25. janúar 2022, vegna húsnæðismála nemenda við Háskólasetur.
Gestir kynntu áform um byggingu nemendagarða fyrir Háskólasetur Vestfjarða. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Gestir yfirgáfu fund kl. 8:37.

Gestir

 • Magnús Þór Bjarnason, verkefnastjóri hjá Vestfjarðastofu - mæting: 08:05
 • Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða - mæting: 08:05
 • Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu - mæting: 08:05
 • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:05

2.Raforkumál í Ísafjarðarbæ - 2022010138

Mál sett á dagskrá að beiðni Nannýjar Örnu Guðmundsdóttur, bæjarfulltrúa Í-lista.

Á fundinn var boðaður Elías Jónatansson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða.
Bæjarráð lagði fram eftirfarandi bókun:

„Við þökkum Orkubússtjóra fyrir komuna og kynningu á raforkumálum fjórðungsins. Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af stöðu orkumála á Vestfjörðum. Það er óásættanlegt að Vestfirðir þurfi að búa við það að enn í dag þurfi að kynda húsnæði með orku sem fæst frá díselolíu. Þrátt fyrir háværar raddir frá bæjarfulltrúum, atvinnulífinu og Vestfjarðarstofu undanfarin ár, um nauðsyn þess að byggja upp nútímalega og örugga innviði rafmagns, hafa hvorki ríkisstjórnir né Landsvirkjun brugðist við með áætlun í takt við nútímann og alþjóðaskuldbindingar. Ríkisstjórn sem hefur sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum á ekki að sætta sig við að heill landsfjórðungur þurfa að reiða sig á díselolíu til húshitunar á köldustu mánuðum ársins og þegar skerðing verður á flutningi rafmagns inn í fjórðunginn. Við gerum þá sjálfsögðu kröfu að tekin verði ákvörðun um að byggja upp og styrkja grænan orkubúskap á Vestfjörðum í stað þess að einblína á ódýrasta kostinn og gamaldags lausnir. Á það skal bent að Vestfirðingar tóku þátt í uppbyggingu raforkukerfis alls landsins á sínum tíma.
Bæjarráð tekur undir með stjórn Vestfjarðastofu um áhyggjur af þeim afleiðingum sem breyttar rekstrarforsendur hafa á rekstur og fjárfestingagetu Orkubús Vestfjarða og kallar eftir því að stjórnvöld og Landsvirkjun tryggi að kostnaður vegna þessarar stöðu falli ekki aðeins á íbúa og atvinnulíf á Vestfjörðum.“
Elías yfirgaf fund kl. 9:40

Gestir

 • Elías Jónatansson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða - mæting: 08:40

3.Samningur um orkukaup vegna sundlaugar á Þingeyri - 2022010100

Á 1184. fundi bæjarráðs, þann 24. janúar 2022, var lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 20. janúar 2022, varðandi raforkukaup fyrir sundlaugina á Þingeyri. Bæjarráð samþykkir að kaupa forgangsorku og felur bæjarstjóra að flýta skoðun á orkusparandi aðgerðum fyrir sundlaugina á Þingeyri.

Nú er lagður fram til samþykktar viðauki 2 vegna málsins, en áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er lækkun afgangs um kr. 3.000.000,-

Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 3.000.000,- og er því rekstrarhalli að hækka úr 329.516.189 í kr. 332.516.189,-.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 3.000.000,- eða lækkun rekstrarafkoma úr 50.800.000 í kr. 47.800.000,-.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka vegna raforkukaupa fyrir sundlaugina á Þingeyri, að fjárhæð kr. 3.000.000.
Hafdís yfirgaf fund kl. 9:50.

Gestir

 • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 09:45

4.Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni - 2021100002

Á 486. fundi bæjarstjórnar, þann 16. desember 2021, var samþykkt tillaga frá 1880. fundi bæjarráðs, þann 13. desember 2021, um að veita stofnframlag til Skeiðs ehf.

Á 1183. fundi bæjarráðs þann 17. janúar 2022 var lagt fram minnisblað Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 14. janúar 2022, um fyrirhugaða stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar á landsbyggðinni og möguleika á að verkefni Skeiðs ehf. um byggingu almennra íbúða í sveitarfélaginu renni inn í félagið. Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

Með vísan til fyrrgreinds minnisblaðs bæjarstjóra nú lögð fram til samþykktar yfirlýsing milli Ísafjarðarbæjar og Skeiðs ehf. um yfirtöku sveitarfélagsins á umsókn Skeiðs ehf. um stofnframlag og sérstakt byggðaframlag til HMS, en með þessum hætti getur verkefnið um byggingu almennra íbúða runnið inn í hið óstofnaða hses. félag.
Bæjarráð samþykkir að Ísafjarðarbær yfirtaki umsókn Skeiðs ehf. til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, um stofnframlag og sérstakt byggðaframlag, dags. 11. nóvember 2021, f.h. óstofnaðrar hses.

5.Númerslausir bílar í Ísafjarðarbæ - Málsmeðferð - 2021050028

Mál sett á dagskrá að beiðni Marzellíusar Sveinbjörnssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokks.

Á fundinn var boðaður Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi bæjarráðs með stjórn Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.

6.Niðurfelling gatnagerðargjalda vegna byggingar íbúðarhúsnæðis - 2017050003

Mál sett á dagskrá að beiðni Marzellíusar Sveinbjörnssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokks.

Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 28. janúar 2022, um málið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja aftur fyrir fund bæjarráðs.

7.Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu, stofngjald holræsa og byggingarleyfisgjald í Ísafjarðarbæ - 2021110044

Mál tekið fyrir að beiðni Daníels Jakobssonar, formanns bæjarráðs og bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks.

Lagður er fram tölvupóstur Daníels Jakobssonar, dags. 28. janúar 2022, þar sem fram kemur sú tillaga að skipulagsnefnd verði falið að endurskoða samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu, stofngjald holræsa og byggingarleyfisgjald í Ísafjarðarbæ, auk greinargerðar um málið.
Bæjarráð samþykkir að skipulags- og mannvirkjanefnd verði falið að taka til endurskoðunar samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu, stofngjald holræsa og byggingarleyfisgjald í Ísafjarðarbæ, og vísar málinu til nefndarinnar.
Fylgiskjöl:

8.Reglur um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar-, sumarhúsa- og atvinnuhúsnæði - 2022010144

Mál tekið fyrir að beiðni Daníels Jakobssonar, formanns bæjarráðs og bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks.

Lagður er fram tölvupóstur Daníels Jakobssonar, dags. 28. janúar 2022, þar sem fram kemur sú tillaga að skipulagsnefnd verði falið að endurskoða reglur um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar-, sumarhúsa- og atvinnuhúsnæði, auk greinargerðar um málið.
Bæjarráð samþykkir að skipulags- og mannvirkjanefnd verði falið að endurskoða reglur um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar-, sumarhúsa- og atvinnuhúsnæði, og vísar málinu til nefndarinnar.
Fylgiskjöl:

9.Fyrirspurn um aðalskipulag og landfyllingu - 2022010145

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarfulltrúa Í-listans, dags. 28. janúar 2022, þar sem óskað er skriflegra svara um aðalskipulag Ísafjarðarbæjar og landfyllingu við Fjarðarstræti:

Í samningi um aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 við Arkís arkitekta var gert ráð fyrir að vinnu við aðalskipulagið yrði lokið 16.9.2021.
1. Hverjar eru helstu ástæður þess að vinnu við aðalskipulag 2020-2032 hefur seinkað jafn mikið og raun ber vitni?
2. Hver er staðan á vinnu við aðalskipulag? Hvaða verkþáttum er lokið og hvað stendur út af?
3. Hvenær er gert ráð fyrir verklokum?
4. Hversu mikið hefur verið greitt til Arkís vegna verkefnisins?

Meirihluti bæjarstjórnar hefur lagt mikla áherslu á vinnu við landfyllingu við Fjarðarstræti, sem nefnd hefur verið Norðurbakki.
1. Hver er tímalína þessa verkefnis?
2. Þarf sjóvarnargarður að vera tilbúin áður en uppdæling úr sundunum hefst?
3. Hvar er gert ráð fyrir að efni verði tekið í nýjan sjóvarnargarð?
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu skriflega og leggja fyrir bæjarráð.

10.Gatnagerðargjöld Æðartangi 12 - 2021010100

Lagt fram bréf Garðars Sigurgeirssonar f.h. Skeiðs ehf., dagsett 18. janúar 2022, þar sem óskað er eftir því að Ísafjarðarbær endurskoði álagningu gatnagerðargjalda vegna byggingar atvinnuhúsnæðis að Æðartanga 12.

Jafnframt lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 28. janúar 2022, vegna málsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi Skeiðs ehf.

11.Tjöruhúsið leigusamningur 2018-2022 - 2018030068

Lagður fram tölvupóstur Hauks Sigurbjörns Magnússonar f.h. Tjöruhússins, dagsettur 26. janúar 2022, þar sem óskað er eftir endurnýjun leigusamnings milli Ísafjarðarbæjar og rekstraraðila Tjöruhússins. Leigusamningur milli Ísafjarðarbæjar og Tjöruhússins ehf., dags. 1. apríl 2018, jafnframt lagður fram til kynningar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að endurskoðun leigusamningsins og leggja aftur fyrir bæjarráð.

12.Sameiginlegt útboð á brunabílum - 2022010102

Á 1184. fundi bæjarráðs, þann 24. janúar 2021, var lagt fram erindi Sigurðar Arnar Jónssonar, slökkviliðsstjóra Ísafjarðarbæjar, dags. 17. janúar 2021, þar sem óskað er eftir heimild til áframhaldandi vinnu við gerð kröfulýsingar fyrir nýjan vants-tankbíl fyrir slökkvilið Ísafjarðarbæjar, en um sameiginlegt útboð á brunabílum er að ræða undir forystu Ríkiskaupa. Bæjarráð óskaði eftir að slökkviliðsstjóri gerði grein fyrir áætlaðri þörf á tækjakaupum fyrir slökkviliðið til næstu ára.

Er nú lagt fram minnisblað Sigurðar A. Jónssonar, slökkviliðsstjóra, dagsett 26. janúar 2022, vegna sameiginlegs útboðs á brunabílum fyrir níu slökkvilið á Íslandi.
Jafnframt lagt fram minnisblað Sigurðar, dagsett 25. janúar 2022, vegna áætlaðra innkaupa á tækjum fyrir slökkvilið Ísafjarðarbæjar á árinu 2022, svo og brunavarnaráætlun Ísafjarðarbæjar 2020-2025.
Bæjarráð samþykkir heimild til áframhaldandi vinnu við gerð kröfulýsingar fyrir nýjan vants-tankbíl fyrir slökkvilið Ísafjarðarbæjar, en um sameiginlegt útboð á brunabílum er að ræða undir forystu Ríkiskaupa, með þeim fyrirvara að ekki er um skuldbindingu að ræða um þátttöku í útboðinu að svo stöddu.
Axel yfirgaf fund kl. 10:30.

13.Samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar 2022 - 2022010049

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 27. janúar 2022, vegna tillögu að breytingum á samþykktum um stjórn Ísafjarðarbæjar, vegna lagabreytinga sveitarstjórnarlaga, nýrrar fyrirmyndar um samþykkt um stjórn sveitarfélaga, nýrra leiðbeininga um þátttöku í fundum með rafrænum hætti og ritun gerðabóka. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra, dags. 27. janúar 2022, þar sem fram kemur samanburður á núverandi samþykkt um stjórn Ísafjarðabæjar og ákvæðum samþykktarinnar með breytingatillögum.

Jafnframt lagðar fram til kynningar auglýsing nr. 1180/2021, um fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga, auglýsing nr. 1181/2021, um leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna, og auglýsing nr. 1182/2021, um leiðbeiningar um fjarfundi sveitarstjórna.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögur sviðsstjóra um breytingar á 5. gr., 12. gr., 14. gr., 15., 16. gr., 35. gr., 39. gr., 40. gr., 48. gr., 51. gr., 52. gr. og 62. gr., sbr minnisblöð dags. 27. janúar 2022.

14.Fjölgun starfsstöðva Ísafjarðarbæjar - 2022010137

Lagt fram bréf Ívars Kristjánssonar og Guðrúnar Daggar Guðmundsdóttur, fyrir hönd hverfisráðs Önundarfjarðar og Íbúasamtakanna Átaks í Dýrafirði, dagsett 27. janúar 2022, þar sem lagt er til að gert verði að reglu að við auglýsingu starfa sem henta til fjarvinnu, verði jafnframt auglýst að starfsmaður hafi val um að vinna í einhverju af þeim samvinnurýmum sem Ísafjarðarbær á aðild að. Þ.e. Skúrinni á Flateyri og Blábankanum á Þingeyri, auk starfsstöðva á Ísafirði.
Bæjarráð þakkar erindi hverfisráða Önundarfjarðar og Dýrafjarðar, og telur mikilvægt að þau störf hjá Ísafjarðarbæ sem mögulegt er að stunda án sérstakrar staðsetningar verði auglýst á þá vegu, og að sveitarfélagið leiti leiða til að samnýta húsnæði í öllum byggðakjörnum, bæði á vegum samfélagsmiðstöðva, félagasamtaka og sveitarfélagsins sjálfs.

15.Kennitölur afskráning - stofnun sveitarfélags ýmis félög - 2022010127

Lagt fram til kynningar bréf Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dagsett 26. janúar 2022, til Skattsins vegna afskráningar á kennitölum stofnana sveitarfélags Ísafjarðarbæjar sem eru aflagðar.
Lagt fram til kynningar.

16.Breyting á reglugerð 1212,2015 vegna reikningsskila sveitarfélaga - 2021100047

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sigurðar Ármanns Snævarrs, sviðsstjóra hags- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. janúar 2021, þar sem upplýst er að ákvæðum reglugerðar nr. 212/2015, sbr. breytingareglugerð nr. 230/2021, er frestað um eitt ár.

Skv. reglugerð nr. 230/2021 ber sveitarfélögum að færa byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélagsins í samantekin reikningsskil sín m.v. hlutfallslega ábyrgð sveitarfélagsins. Gildir þetta um einstaka liði rekstrar og efnahags óháð stærð eignarhlutarins. Skv. reglugerðinni skyldi þessi breyting taka gildi þegar á árinu 2021 og eiga við ársreikning þess árs og fjárhagsáætlun 2022 og svo áfram.

Með hinni nýju reglugerð, nr. 14/2022, er sveitarfélögum heimilt að ákveða að þessi breyting taki gildi 2022. Jafnframt er þeim sveitarfélögum sem hyggjast nýta sér þessa heimild skylt að taka tilliti til þessa í fjárhagsáætlun 2022 með samþykkt viðauka eigi síðar en 1. júní 2022.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

17.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 26. janúar 2022, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 12. mál. Umsagnarfrestur er til 3. febrúar.
Lagt fram til kynningar.

18.Fræðslunefnd - 435 - 2201017F

Lögð fram til kynningar fundargerð 435. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 27. janúar 2022.

Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram til kynningar.

19.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 575 - 2201015F

Lögð fram til kynningar fundargerð 575. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 26. janúar 2022.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

20.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 116 - 2201007F

Lögð fram til kynningar fundargerð 116. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 25. janúar 2022.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.
Marzellíus Sveinbjörnsson og Bryndís Ósk Jónsdóttir yfirgáfu fundinn undir þessum lið kl. 10:35. Kristján Þór Kristjánsson sat fundinn undir þessum lið. Birgir Gunnarsson tók við ritun fundarins.

21.Mannauðsmál á velferðarsviði - 2021010056

Trúnaðarmál kynnt fyrir bæjarráði.
Bókun færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs.
Bryndís kom aftur til fundar kl. 11:10.

Gestir

 • Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri - mæting: 10:35

Fundi slitið - kl. 11:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?