Bæjarráð

1184. fundur 24. janúar 2022 kl. 08:00 - 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Stjórnkerfisbreytingar Ísafjarðarbæjar - 2021070020

Lögð fram lokaskýrsla RR ráðgjafar ehf. um tillögur að breytingum á stjórnkerfi Ísafjarðarbæjar, sérstaklega hvað varðar hverfisráð.

Til fundarins er mættur Róbert Ragnarsson til kynningar á efninu.
Bæjarráð vísar skýrslu um stjórnkerfisbreytingar í Ísafjarðarbæ til bæjarstjórnar til umræðu.

Þá leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja að aðgerðir 1-7 í skýrslu RR ráðgjafar verði innleiddar hjá sveitarfélaginu, en þær eru 1) vinna skipulega að því að viðhorf og
stjórnmálamenning einkennist af samvinnu og samstöðu 2) þjálfun og fræðsla fyrir fulltrúa í hverfisráðum 3) fulltrúum verði greidd þóknun fyrir störf sín 4) fundargerðir hverfisráða verði færðar inn í málaskrá Ísafjarðarbæjar 5) hvert hverfisráð hafi skilgreinda fundaraðstöðu 6) íbúar fái betri upplýsingar um hlutverk og heimildir hverfisráða.

Þá leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja að stofnuð verði nefnd um stjórnkerfisbreytingar í Ísafjarðarbæ með aðkomu fulltrúa hverfisráða og bæjarstjórnar sem vinni áfram að tillögum um framtíðarskipulag hverfisráða í stjórnkerfi Ísafjarðarbæjar.


Róbert yfirgaf fund kl. 8:40.

Gestir

  • Róbert Ragnarsson, f.h. RR ráðgjafar - mæting: 08:05

2.Samningur um orkukaup vegna sundlaugar á Þingeyri 2011-2015 - 2022010100

Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 20. janúar 2022, varðandi raforkukaup fyrir sundlaugina á Þingeyri.
Bæjarráð samþykkir að kaupa forgangsorku og felur bæjarstjóra að flýta skoðun á orkusparandi aðgerðum fyrir sundlaugina á Þingeyri.

3.Sameiginlegt útboð á brunabílum - 2022010102

Lagt fram erindi Sigurðar Arnar Jónssonar, slökkviliðsstjóra Ísafjarðarbæjar, dags. 17. janúar 2021, þar sem óskað er eftir heimild til áframhaldandi vinnu við gerð kröfulýsingar fyrir nýjan vatns-tankbíl fyrir slökkvilið Ísafjarðarbæjar, en um sameiginlegt útboð á brunabílum er að ræða undir forystu Ríkiskaupa.
Bæjarráð óskar eftir að slökkviliðsstjóri geri grein fyrir áætlaðri þörf á tækjakaupum fyrir slökkviliðið til næstu ára.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 20. janúar 2022, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 181. mál. Umsagnarfrestur er til 3. febrúar.
Lagt fram til kynningar.

5.Aukinn stuðningur við úrbætur í aðgengismálum fatlaðs fólks - 2021030093

Lagður fram tölvupóstur Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 19. janúar 2022, þar sem sveitarfélög eru hvött til að tilnefna aðgengisfulltrúa, sem lið í því að vinna markvisst að úrbótum á aðgengismálum fatlaðra.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2022 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2022010075

Lögð fram til kynningar fundargerð 905. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 14. janúar 2021.
Lagt fram til kynningar.

7.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 190 - 2201006F

Lögð fram til kynningar fundargerð 190. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, en fundur var haldinn 19. janúar 2022.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

8.Hafnarstjórn - 228 - 2201011F

Lögð fram til kynningar fundargerð 228. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 19. janúar 2022.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.

9.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 574 - 2112018F

Lögð fram til kynningar fundargerð 574. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 19. janúar 2022.

Fundargerðin er í 15 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?