Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1183. fundur 17. janúar 2022 kl. 08:00 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Öldungaráð - reglur og samþykktir - 2019010059

Lagðar fram til samþykktar breytingar á Samþykkt um öldungaráð Ísafjarðarbæjar, auk þess sem lagt er fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, og Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 14. janúar 2022, vegna málsins.

Jafnframt lögð fram til samþykktar tillaga að breytingum á Samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, sbr. minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 14. janúar 2022, vegna málsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á Samþykkt um öldungaráð Ísafjarðarbæjar, í samræmi við minnisblað sviðsstjóra, dags. 14. janúar 2022. Bæjarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að velja sem formann ráðsins Sigrúnu Camillu Halldórsdóttur.

Þá leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á Samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, í samræmi við minnisblað sviðsstjóra dags. 14. janúar 2022.


Margrét yfirgaf fundinn kl. 8:15.

Gestir

  • Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:05

2.Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni - 2021100002

Á 1170. fundi bæjarráðs, þann 4. október 2021, var lagður fram tölvupóstur Kolbrúnar Ernu Magnúsdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. september 2021, varðandi húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni, ásamt minnisblaði HMS um landsbyggðar hses., viljayfirlýsingar um málefni VH, minnisblaði um húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni, minnisblað um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni, og húsnæðisstuðnings hins opinbera á landsbyggð. Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna málið áfram.

Þá samþykkti bæjarstjórn á 486. fundi sínum, þann 16. desember 2021, að veita Skeiði ehf. 12% stofnframlag vegna nýbyggingar fjölbýlishúss í sveitarfélaginu, en áætluð gjöld sem sveitafélagið gefur eftir eru gatnagerðar- og byggingarleyfisgjöld, þ.e. kr. 13.800.000, og áætlað greitt stofnframlag á árinu 2022 er kr. 9.238.805 og við verklok árið 2023 kr. 23.038.805, sbr. mál nr. 2021120018.

Er nú lagt fram minnisblað Birgis Gunnarssonar, dags. 14. janúar 2021, vegna málsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að því að sveitarfélagið verði aðili að fyrirhugaðri
Landsbyggðarhúsnæðissjálfseignarstofnun og að kannaður verði möguleiki á að umsókn Skeiðs ehf. um stofnframlag og byggingu almennra íbúða í sveitarfélaginu renni inn í það félag.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:15

3.Fyrirspurn um lóðir frá Skeið ehf. - 2022010052

Lagt fram bréf Garðars Sigurgeirssonar, f.h. Skeiðs ehf. og Vestfirskra verktaka ehf., dags. 12. janúar 2022, þar sem hann óskar eftir sex lóðum á Ísafirði fyrir byggingu fjölbýlishúsa, þ.e. 40-50 íbúðir. Sótt erum lóð við Hafnarstræti 15 og 17 (sameinaðar), Pollgötu 2, Pollgötu 6, lóð að horni Suðurgötu og Njarðarsunds, og lóð að horni Mjósunds og Aðalstrætis.
Málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.

4.Samningur um sorp 2022 - 2026 - 2021060034

Á 114. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, þann 22. desember 2021, var lagt fram minnisblað Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 16. nóvember 2021, um sorpmál, vegna óska Terra ehf., um framlengingu á sorpsamningi við Ísafjarðarbæ. Nefndin lagði til við bæjarstjórn að heimila framlengingu á samningi um sorphirðu og förgun í Ísafjarðarbæ, til tveggja ára, sbr. framlengingarákvæði í kafla 0.1.4, í undirrituðum verksamningi. Framlenging skal öðlast gildi 1. janúar 2022.

Á 1182. fundi bæjarráðs, þann 10. janúar 2021, voru sömu gögn lögð fyrir fundinn, auk minnisblaðs Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 29. desember 2021, og lagði bæjarráð til við bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja málið aftur fyrir bæjarráð á næsta fundi.

Á 115. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, þann 12. janúar 2022, var fundað með forsvarsmönnum Terra ehf. Umræður fóru fram um upplýsingagjöf til íbúa, einnig umgengni á sorpmóttökusvæði Funa og flokkun sorps.

Nú eru fyrrgreind minnisblöð Tækniþjónustu Vestfjarða og sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs lögð fyrir bæjarráð á nýjan leik, þar sem óskað er framlengingar á samningi um sorphirðu og förgun í Ísafjarðarbæ við Terra ehf., frá og með 1. janúar 2022, og til tveggja ára.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlengingu á samningi Ísafjarðarbæjar við Terra ehf., frá og með 1. janúar 2022, til tveggja ára, auk þess sem óskað er eftir frekara minnisblaði um málið frá sviðsstjóra eftir fund með forsvarsmönnum Terra ehf.
Axel yfirgaf fund kl. 8:30.

5.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2021-2022 - 2021120088

Á 1182. fundi bæjarráðs, þann 10. janúar 2021, var lagt fram bréf Benedikts Árnasonar og Jóns Þrándar Stefánssonar f.h. atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dagsett 21. desember 2021, vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2021-2022, en sveitarfélaginu er gefinn kostur á að skila tillögum um sérreglur fyrir einstök byggðalög. Frestur til skila er 21. janúar 2022. Bæjarstjóra var falið að vinna málið áfram.

Er nú lagt fram til samþykktar útfyllt eyðublað Ísafjarðabæjar vegna beiðnar til atvinnuvega- og nýsköpunaráðuneytisins um sérreglur um úthlutun byggðakvóta 2021-2022.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja sérreglur um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022 í Ísafjarðarbæ, þ.e. samskonar reglur og á síðasta fiskveiðiári, í samræmi við útfyllt eyðublað til ráðuneytisins.

6.Undanþágur verkfallsheimilda 2022 - 2021120012

Lagt fram til samþykktar minnisblað Baldurs Inga Jónassonar, mannauðsstjóra, dags. 11. janúar 2022, er snýr að undanþágu verkfallsheimilda, en árlega þurfa sveitarfélög, að höfðu samráði við viðkomandi stéttarfélög, að endurnýja lista yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild með tilvísun til laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Undanþágulisti sem tilgreindur er í minnisblaðinu er lagður fyrir bæjarráð til samþykktar, en listinn þarf að birtast í B-deild stjórnartíðinda fyrir 1. febrúar 2022.
Bæjarráð samþykkir skrá yfir þau störf sem falla undir ákvæði 5.-8. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, varðandi undanþágu verkfallsheimilda.
Nanný Arna Guðmundsdóttir vék af fundi undir þessum lið málsins, kl. 8:30.

7.Cycling Westfjords - beiðni um samstarf - 2022010050

Lagður fram tölvupóstur og kynning Halldóru Bjarkar Norðdahl, f.h. Cycling Westfjords, dags. 10. janúar 2022, þar sem óskað er samstarfs við sveitarfélagið vegna hjólaferðaþjónustu félagsins.
Bæjarráð fagnar þessu frábæra framtaki og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Nanný kom aftur inn á fundinn kl. 8:40.

8.Aðalfundur Hvetjanda hf. 2022 - 2022010061

Lagt fram bréf Kristjáns G. Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Hvetjanda hf. eignarhaldsfélags, dagsett 3. janúar 2022, þar sem boðað er til aðalfundar 17. janúar 2022.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta til fundarins og fara með atkvæði Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð óskar eftir því að Arna Lára Jónsdóttir og Neil Shiran Þórisson verðiáfram fulltrúar í stjórn félagsins vegna eignarhluta sveitarfélagsins.

9.Mánaðaryfirlit - 2021 - 2021030032

Lagt fram til kynningar minnisblað Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, dags. 7. janúar 2022, vegna upplýsinga um skatttekjur og laun fyrir janúar til desember 2021.
Lagt fram til kynningar.

10.Ársskýrslur 2017-2021 - Slökkvilið Ísafjarðarbæjar - 2018030014

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.
Axel og Sigurður yfirgáfu fund kl. 9:25.

Gestir

  • Sigurður Arnar Jónsson, slökkviliðsstjóri - mæting: 08:45
  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:45

11.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 573 - 2111012F

Lögð fram til kynningar fundargerð 573. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar en fundur var haldinn 12. janúar 2021.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.

12.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 115 - 2112019F

Lögð fram til kynningar fundargerð 115. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 12. janúar 2021.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?