Bæjarráð

1182. fundur 10. janúar 2022 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Daníel Jakobsson mætir ekki til fundarins undir 1. lið fundarins. Í hans stað er mættur Jónas Þór Birgisson.

1.Áform Artic Fish og Arnarlax um byggingu sláturhúss - 2020090004

Að ósk Nannýjar Örnu Guðmundsdóttur, bæjarfulltrúa Í-lista er mál þetta tekið á dagskrá bæjarráðs til umræðu um sláturhús í Ísafjarðarbæ.

Til fundarins er boðaður Stein Ove Tveiten, framkvæmdastjóri Artic Fish, í gegnum fjarfundarbúnað.
Farið almennt yfir áform Artic Fish um byggingu sláturhúss á Vestfjörðum og ákvörðun félagsins um að hverfa frá áætlunum um uppbyggingu á Flateyri, auk framtíðaráætlana félagsins um uppbyggingu og starfsemi félagsins.
Stein Ove yfirgaf fund kl. 8:25. Daníel Jakobsson mætti til fundarins kl. 8:30, og Jónas Þór yfirgaf fundinn á sama tíma.

Gestir

  • Stein Ove Tveiten, framkvæmdastjóri Artic Fish. - mæting: 08:05

2.Stjórnkerfisbreytingar Ísafjarðarbæjar - 2021070020

Lögð fram til kynningar drög að skilagögnum vegna verkefnis um stjórnkerfisbreytingar Ísafjarðarbæjar, en vinnustofur voru haldnar á haustdögum.

Róbert Ragnarssonar og Gunnar Úlfarsson, f.h. RR ráðgjafar, mæta til fundarins í gegnum fjarfundabúnað.
RR ráðgjöf kynnti vinnu við gerð mögulegra stjórnkerfisbreytinga í Ísafjarðarbæ, varðandi uppbyggingu hverfisráða í sveitarfélaginu. Von er á lokaskýrslu innan tíðar.

Róbert og Gunnar yfirgáfu fund kl. 9:00.

Gestir

  • Róbert Ragnarsson, f.h. RR ráðgjafar - mæting: 08:30
  • Gunnar Úlfarsson, f.h. RR ráðgjafar - mæting: 08:30

3.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2021-2022 - 2021120088

Lagt fram bréf Benedikts Árnasonar og Jóns Þrándar Stefánssonar f.h. atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dagsett 21. desember 2021, vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2021-2022, en sveitarfélaginu er gefinn kostur á að skila tillögum um sérreglur fyrir einstök byggðalög. Frestur til skila er 21. janúar 2022.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja aftur fyrir næsta fund bæjarráðs.

4.Skeið ehf. - Umsókn um stofnframlag - 2021120018

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 6. janúar 2022 vegna fundar sviðsstjóra og bæjarstjóra við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og málið leggja aftur fyrir næsta fund bæjarráðs.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 09:05

5.Bygging nýrra nemendagarða Lýðskólans - 2020090040

Lögð fram til kynningar áform Nemendagarða Lýðskólans á Flateyri um stofnun húsnæðissamvinnufélags um byggingu nemendagarða.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

6.Samningur um sorp 2022 - 2026 - 2021060034

Lagt fram minnisblað Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 16. nóvember 2021, um sorpmál, vegna óska Terra ehf., um framlengingu á sorpsamningi við Ísafjarðarbæ.

Á 114. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, þann 22. desember 2021, lagði nefndin það til við bæjarstjórn að heimila framlengingu á samningi um sorphirðu og förgun í Ísafjarðarbæ, til tveggja ára, sbr. framlengingarákvæði í kafla 0.1.4, í undirrituðum verksamningi. Framlenging skal öðlast gildi 1. janúar 2022.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja málið aftur fyrir bæjarráð á næsta fundi.

7.Suðurtangi 14 - Hampiðjan stoðveggur á lóðamörkum - 2022010001

Lagt fram erindi Ágústs Þórs Margeirssonar hjá Eflu ehf., f.h. Hampiðjunnar dags. 26. nóvember 2021, þar sem óskað er eftir hlutdeild sveitafélagsins í kostnaði við stoðvegg á milli lóða Hampiðju og Steypustöðvar. Jafnframt er lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 3. jan 2022
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs í minnisblaði dags. 3. janúar 2022, og telur það ekki á ábyrgð sveitafélagsins að greiða fyrir ákveðnar tæknilausnir sem snúa að frágangi lóða eða mannvirkja. Erindi Hampiðjunnar hf. er hafnað.

8.Ofanflóðavarnir Flateyri - Dýpkun rása - 2021090041

Lögð fram til kynningar verkfundargerð nr. 5 vegna framkvæmda við skeringar meðfram varnarmannvirkjum á Flateyri, dags. 17. des., sl.
Lagt fram til kynningar.

9.Móholt 5 - Sala fasteigna hjá Ríkiskaupum - 2021120064

Lagður fram tölvupóstur frá Helenu Rós Sigmarsdóttur, f.h. Ríkiskaupa dags. 14. desember 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er boðinn forkaupsréttur á Móholti 5
Fylgigögn eru verðmat og söluyfirlit frá Fasteignasölu Vestfjarða
Bæjarráð óskar ekki eftir að nýta forkaupsrétt í eignina að Móholti 5 á Ísafirði.
Axel yfirgaf fund kl. 9:45.

10.Áfangastaðurinn Ísafjörður - ósk um þátttöku Ísafjarðarbæjar í gerð kynningarefnis - 2022010032

Lagður fram tölvupóstur Sædísar Ólafar Þórsdóttur f.h. Fantastic Fjords ehf., dagsettu 6. janúar 2022, þar sem óskað er eftir þátttöku Ísafjarðarbæjar í gerð kynningarefnis fyrir ferðaþjónustu á svæðinu.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar í menningarmálanefnd.

11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031

Lagður fram tölvupóstur Gauta Daðasonar f.h. samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis dagsettur 5. janúar 2022, vegna áforma um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011, þar sem áformað er að breyta sveitarstjórnarlögum á þann veg að mælt verði með skýrari hætti fyrir um hvaða reglur skuli gilda um íbúakosningar. Málið er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og er umsagnarfrestur til 14. janúar.
Lagt fram til kynningar.

12.Vátryggingaútboð 2021 - 2021100091

Lögð fram til kynningar tilkynning Ríkiskaupa um töku Ísafjarðarbæjar á tilboði Vátryggingafélags Íslands, kt. 690689-2009, í vátryggingarútboði sveitarfélagsins, en tilkynning var send hlutaðaeigandi þann 13. desember 2021. Samningurinn tók gildi 1. janúar 2022.
Lagt fram til kynningar.

13.Ný útgáfa af útsvarslíkani Analytica - 2021120085

Lagt fram til kynningar minnisblað Sigurðar Á. Snævarr f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 20. desember 2021, vegna nýrrar útgáfu af útsvarslíkani Analytica.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir 2021 - Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - 2021030012

Lögð fram til kynningar fundargerð 64. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn var 13. desember 2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?