Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1182. fundur 10. janúar 2022 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Daníel Jakobsson mætir ekki til fundarins undir 1. lið fundarins. Í hans stað er mættur Jónas Þór Birgisson.

1.Áform Artic Fish og Arnarlax um byggingu sláturhúss - 2020090004

Að ósk Nannýjar Örnu Guðmundsdóttur, bæjarfulltrúa Í-lista er mál þetta tekið á dagskrá bæjarráðs til umræðu um sláturhús í Ísafjarðarbæ.

Til fundarins er boðaður Stein Ove Tveiten, framkvæmdastjóri Artic Fish, í gegnum fjarfundarbúnað.
Farið almennt yfir áform Artic Fish um byggingu sláturhúss á Vestfjörðum og ákvörðun félagsins um að hverfa frá áætlunum um uppbyggingu á Flateyri, auk framtíðaráætlana félagsins um uppbyggingu og starfsemi félagsins.
Stein Ove yfirgaf fund kl. 8:25. Daníel Jakobsson mætti til fundarins kl. 8:30, og Jónas Þór yfirgaf fundinn á sama tíma.

Gestir

  • Stein Ove Tveiten, framkvæmdastjóri Artic Fish. - mæting: 08:05

2.Stjórnkerfisbreytingar Ísafjarðarbæjar - 2021070020

Lögð fram til kynningar drög að skilagögnum vegna verkefnis um stjórnkerfisbreytingar Ísafjarðarbæjar, en vinnustofur voru haldnar á haustdögum.

Róbert Ragnarssonar og Gunnar Úlfarsson, f.h. RR ráðgjafar, mæta til fundarins í gegnum fjarfundabúnað.
RR ráðgjöf kynnti vinnu við gerð mögulegra stjórnkerfisbreytinga í Ísafjarðarbæ, varðandi uppbyggingu hverfisráða í sveitarfélaginu. Von er á lokaskýrslu innan tíðar.

Róbert og Gunnar yfirgáfu fund kl. 9:00.

Gestir

  • Róbert Ragnarsson, f.h. RR ráðgjafar - mæting: 08:30
  • Gunnar Úlfarsson, f.h. RR ráðgjafar - mæting: 08:30

3.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2021-2022 - 2021120088

Lagt fram bréf Benedikts Árnasonar og Jóns Þrándar Stefánssonar f.h. atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dagsett 21. desember 2021, vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2021-2022, en sveitarfélaginu er gefinn kostur á að skila tillögum um sérreglur fyrir einstök byggðalög. Frestur til skila er 21. janúar 2022.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja aftur fyrir næsta fund bæjarráðs.

4.Skeið ehf. - Umsókn um stofnframlag - 2021120018

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 6. janúar 2022 vegna fundar sviðsstjóra og bæjarstjóra við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og málið leggja aftur fyrir næsta fund bæjarráðs.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 09:05

5.Bygging nýrra nemendagarða Lýðskólans - 2020090040

Lögð fram til kynningar áform Nemendagarða Lýðskólans á Flateyri um stofnun húsnæðissamvinnufélags um byggingu nemendagarða.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

6.Samningur um sorp 2022 - 2026 - 2021060034

Lagt fram minnisblað Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 16. nóvember 2021, um sorpmál, vegna óska Terra ehf., um framlengingu á sorpsamningi við Ísafjarðarbæ.

Á 114. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, þann 22. desember 2021, lagði nefndin það til við bæjarstjórn að heimila framlengingu á samningi um sorphirðu og förgun í Ísafjarðarbæ, til tveggja ára, sbr. framlengingarákvæði í kafla 0.1.4, í undirrituðum verksamningi. Framlenging skal öðlast gildi 1. janúar 2022.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja málið aftur fyrir bæjarráð á næsta fundi.

7.Suðurtangi 14 - Hampiðjan stoðveggur á lóðamörkum - 2022010001

Lagt fram erindi Ágústs Þórs Margeirssonar hjá Eflu ehf., f.h. Hampiðjunnar dags. 26. nóvember 2021, þar sem óskað er eftir hlutdeild sveitafélagsins í kostnaði við stoðvegg á milli lóða Hampiðju og Steypustöðvar. Jafnframt er lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 3. jan 2022
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs í minnisblaði dags. 3. janúar 2022, og telur það ekki á ábyrgð sveitafélagsins að greiða fyrir ákveðnar tæknilausnir sem snúa að frágangi lóða eða mannvirkja. Erindi Hampiðjunnar hf. er hafnað.

8.Ofanflóðavarnir Flateyri - Dýpkun rása - 2021090041

Lögð fram til kynningar verkfundargerð nr. 5 vegna framkvæmda við skeringar meðfram varnarmannvirkjum á Flateyri, dags. 17. des., sl.
Lagt fram til kynningar.

9.Móholt 5 - Sala fasteigna hjá Ríkiskaupum - 2021120064

Lagður fram tölvupóstur frá Helenu Rós Sigmarsdóttur, f.h. Ríkiskaupa dags. 14. desember 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er boðinn forkaupsréttur á Móholti 5
Fylgigögn eru verðmat og söluyfirlit frá Fasteignasölu Vestfjarða
Bæjarráð óskar ekki eftir að nýta forkaupsrétt í eignina að Móholti 5 á Ísafirði.
Axel yfirgaf fund kl. 9:45.

10.Áfangastaðurinn Ísafjörður - ósk um þátttöku Ísafjarðarbæjar í gerð kynningarefnis - 2022010032

Lagður fram tölvupóstur Sædísar Ólafar Þórsdóttur f.h. Fantastic Fjords ehf., dagsettu 6. janúar 2022, þar sem óskað er eftir þátttöku Ísafjarðarbæjar í gerð kynningarefnis fyrir ferðaþjónustu á svæðinu.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar í menningarmálanefnd.

11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031

Lagður fram tölvupóstur Gauta Daðasonar f.h. samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis dagsettur 5. janúar 2022, vegna áforma um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011, þar sem áformað er að breyta sveitarstjórnarlögum á þann veg að mælt verði með skýrari hætti fyrir um hvaða reglur skuli gilda um íbúakosningar. Málið er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og er umsagnarfrestur til 14. janúar.
Lagt fram til kynningar.

12.Vátryggingaútboð 2021 - 2021100091

Lögð fram til kynningar tilkynning Ríkiskaupa um töku Ísafjarðarbæjar á tilboði Vátryggingafélags Íslands, kt. 690689-2009, í vátryggingarútboði sveitarfélagsins, en tilkynning var send hlutaðaeigandi þann 13. desember 2021. Samningurinn tók gildi 1. janúar 2022.
Lagt fram til kynningar.

13.Ný útgáfa af útsvarslíkani Analytica - 2021120085

Lagt fram til kynningar minnisblað Sigurðar Á. Snævarr f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 20. desember 2021, vegna nýrrar útgáfu af útsvarslíkani Analytica.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir 2021 - Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - 2021030012

Lögð fram til kynningar fundargerð 64. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn var 13. desember 2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?