Bæjarráð

1177. fundur 22. nóvember 2021 kl. 08:00 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Arna Lára Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Hjólastefna Ísafjarðarbæjar - 2021090058

Lögð fram drög að hjólreiðaáætlun fyrir Ísafjarðarbæ, dags. 19. september 2021, sem unnin var af Gylfa Ólafssyni, fulltrúa í íþrótta- og tómstundanefnd, að beiðni íþrótta- og tómstundanefndar Ísafjarðarbæjar. Gylfi mætir til fundar og kynnir áætlunina.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hjólreiðastefna Ísafjarðarbæjar verði samþykkt.

Gestir

  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:05
  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:05
  • Gylfi Ólafsson - mæting: 08:05

2.Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005

Lagt fram minnisblað Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 19. nóvember 2021, þar sem farið er yfir stöðu og næstu skref varðandi fyrirhugaða viðbyggingu hjúkrunarheimilisins Eyrar, en bæjarstjóri óskar heimildar til undirritunar frumathugunar.

Jafnframt lögð fram frumathugun á byggingunni, frá Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. í júlí 2021.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að bæjarstjóri undirriti samning um frumathugun vegna viðbyggingar hjúkrunarheimilisins Eyri.
Gylfi yfirgaf fund kl. 8.44.

3.Hestamannafélagið Hending - kröfugerð vegna reiðvallar - 2016050078

Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, og Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 18. nóvember 2021 varðandi uppbyggingu útisvæðis hestamanna í Engidal.

Jafnframt er lagt fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, fyrrum sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 4. október 2019, ásamt samkomulagi milli Ísafjarðarbæjar og hestamannafélagsins Hendingar, dags. 19. júní 2017.
Samkvæmt 5. gr. samkomulags Ísafjarðarbæjar við hestamannafélagið Hendingu, dags. 19. júní 2017, skulu styrkir vegna uppbyggingar íþróttaaðstöðu fara í gegnum uppbyggingasamninga. Ekki hefur borist umsókn frá HSV vegna reiðvallar fyrir hestamannafélagið Hendingu og því ekki hægt að taka málið til afgreiðslu vegna ársins 2022.

Bæjarráð vekur athygli á að í fjárhagsáætlun hvers árs er lagt til fjármagn vegna uppbyggingasamninga. Á árinu 2022 eru það alls 12 m.kr. Skulu öll íþróttafélög óska eftir uppbyggingarsamningi í gegnum HSV sé þess óskað að sveitarfélagið leggi til fjármagn vegna uppbyggingar íþróttaaðstöðu.

Hafdís Gunnasdóttir yfirgaf fund kl. 9.00.

4.Áhaldahús - Endurskoðun tækjabúnaðar - 2021110021

Lögð fram gögn vegna endurnýjunar tækja þjónustumiðstöðvar, þ.e. mat á endurnýjun bíla og tækja hjá áhaldahúsinu og yfirlit yfir rekstrarkostnað tækja áhaldahússins. Gögnin eru tekin saman af starfsmönnum stjórnsýslu- og fjármálasviðs, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, og yfirmanni þjónustumiðstöðvar.

Jafnframt lagt fram á nýjan leik minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 4. nóvember 2021, þar sem lagt er til að fimm tæki verði seld og að söluandvirði verði ráðstafað til kaupa á nýju tæki.
Bæjarráð veitir bæjarstjóra heimild til sölu þeirra tækja sem þurfa þykir í þjónustumiðstöð og að heimilt verði að söluandvirðinu sé ráðstafað til kaupa á nýju tæki.

5.Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða 2022 - 2021100092

Á 1174. fundi bæjarráðs, þann 1. nóvember 2021, var lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 26. október 2021, varðandi rekstrarþátttöku Ísafjarðarbæjar í Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, en fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlitsins var lögð fram til kynningar í bæjarráði á 1173. fundi þann 25.október sl. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja aftur fyrir bæjarráð.

Er nú lagt fram minnisblað Birgis Gunnarssonar, dags. 19. nóvember 2021, vegna málsins, en óskað er afstöðu bæjarráðs um hvora fjárhagsáætlun 2022 Heilbrigðisnefndarinnar skuli samþykkja sem framlag sveitafélagsins til málaflokksins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að eiga viðræður við heilbrigðisnefnd Vestfjarða og önnur sveitarfélög sem standa að nefndinni, þar sem lagt er til að fjárhagsáætlun 2022 verði í tak við fjárhagsáætlun og útgjaldaaukningu þeirra sveitarfélaga sem standa saman að heilbrigðiseftirlitinu.

Axel yfirgaf fund kl. 9.15.

6.Skipurit 2021 - 2021090011

Skipurit nefnda og stjórna sveitarfélagsins lagt fram til samþykktar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja skipurit nefnda og stjórna sveitarfélagsins.

7.Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga - 2020110026

Lögð fram auglýsing um ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga, auk breytinga á sveitarstjórnarlögum, dags. 12. nóvember 2021.

Jafnframt lagður fram tölvupóstur Gauta Daðasonar, f.h. ráðuneytisins, dags. 17. nóvember 2021, vegna málsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að á meðan neyðarástand ríkir vegna COVID-19 verði nefndum, ráðum og bæjarstjórn heimilt að funda samkvæmt breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga, sbr. og auglýsingu ráðherra nr. 1273/2021.

8.Ofanflóðavarnir Flateyri - Dýpkun rása - 2021090041

Lagðar fram til kynningar verkfundargerðir nr. 1, 2 og 3 vegna framkvæmda við skeringar meðfram varnarmannvirkjum á Flateyri, dags. 19. október 2021, 1. nóvember 2021, og 16. nóvember 2021.
Lagt fram til kynningar.

9.Framtíð og rekstur Edinborgarhússins - 2017100071

Lögð fram gögn frá Inga Birni Guðnasyni, f.h. stjórnar Edinborgarhússins, dags. 19. nóvember 2021, bréf til bæjarstjóra og bæjarfulltrúa, ágrip Edinborgarhússins og rekstrarsviðsmynd Edinborgarhússins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við stjórn Edinborgarhússins um að sveitarfélagið komi að ráðningu starfsmanns í húsið sem tæki að sér daglega umsýslu, auk verkefna fyrir sveitarfélagið í menningarmálum.
Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi, yfirgaf fundinn undir þessum lið.

10.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 188 - 2111011F

Lögð fram til kynningar fundargerð 188. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, en fundur var haldinn 18. nóvember 2021.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?