Bæjarráð

1171. fundur 11. október 2021 kl. 08:00 - 09:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Vestfjarðastofa - reglulegir fundir - 2021020071

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, mætir til reglulegs samráðsfundar Vestfjarðastofu og bæjarráðs.
Samstarfsverkefni Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðastofu rædd.
Sigríður yfirgaf fundinn kl. 8.30.

Gestir

  • Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu - mæting: 08:05

2.Fjárhagsáætlun 2022 - 2021040035

Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022 til umræðu, s.s. um fjárhagsleg markmið varðandi skuldir og rekstur.

Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022 rædd.
Edda yfirgaf fund kl. 9:15.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:30

3.Ofanflóðavarnir í Kubba - Girðing - 2020070060

Lagt fram bréf Þrastar V. Söring og Jóhanns G. Gunnarssonar, f.h. Framkvæmdasýslu ríkisins, dagsett 6. október 2021, þar sem lagt er til að tilboði Búaðstoðar í uppsetningu öryggisgirðingar á þvergarði undir Kubba verði hafnað, vegna fjárhæðar tilboðsins.
Bæjarráð samþykkir tillögu Framkvæmdasýslu ríkisins um að hafna tilboði Búaðstoðar í uppsetningu öryggisgirðingar á þvergarði undir Kubba vegna fjárhæðar tilboðsins, en í ljósi mikilvægis verkefnisins er óskað eftir því að reynt verði að semja við verktaka á grundvelli útboðsgagna.

4.Samningur um umsjá knattspyrnuvalla á Torfnesi - 2021040038

Á 1169. fundi bæjarráðs, þann 27. september 2021 var lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 22. september 2021, varðandi beiðni knattspyrnudeildar Vestra um áframhaldandi samning um umsjá knattspyrnuvalla og vallarhúss á Torfnesi. Jafnframt er óskað eftir hærri launum fyrir starfsmenn vallarsvæðisins, en beiðnin barst í gegnum HSV. Bæjarráð bókaði að kallað væri eftir nánari útlistun á þeim verkefnum sem um væri að ræða á knattspyrnuvöllunum og vallarhúsi á Torfnesi.

Nú er lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 7. október 2021, vegna upplýsinga sem bæjarráð óskaði eftir um verkefni sem vinna þarf á knattspyrnuvöllum og vallarhúsi á Torfnesi.
Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar.

Gestir

  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 09:20

5.Breyting á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar - 2021090005

Lagt fram bréf Ragnhildar Hjaltadóttur og Hermanns Sæmundssonar f.h. samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dagsett 4. október 2021, þar sem kynnt er að ráðuneytið hefur gefið út nýjar leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna og leiðbeiningar um þátttöku nefndarmanna á fundum sveitarfélaga með rafrænum hætti.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að yfirfara málið og leggja fram tillögu að breytingum á samþykktum Ísafjarðarbæjar.

6.Breyting á reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga - 2021100027

Lagt fram til kynningar bréf Hermanns Sæmundssonar og Guðna Geirs Einarssonar f.h. samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dagsett 6. október 2021 þar sem kynnt er að drög að breytingu á reglugerð nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, hafi verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.
Lagt fram til kynningar.

7.Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 2021 - 2021100031

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Katrínar Bjargar Ríkarðsdóttur, framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, dagsettur 8. október 2021, þar sem minnt er á að enn er hægt að skrá sig á árlegan fund um jafnréttismál sveitarfélaga, sem haldinn verður með rafrænum hætti þann 14. október. Jafnframt fylgir með dagskrá fundarins.
Lagt fram til kynningar.

8.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 187 - 2108010F

Lögð fram til kynningar fundargerð 187. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, en fundur var haldinn 5. október 2021.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?