Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1166. fundur 06. september 2021 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Skipurit 2021 - 2021090011

Lagt fram minnisblað Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 3. september 2021, varðandi skipurit sveitarfélagsins, auk þess sem tvær tillögur að skipuriti eru lagðar fram.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja aftur fyrir bæjarráð.
Fylgiskjöl:

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2021 - 2021030050

Lagður fram til samþykktar viðauki 6 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2021 vegna húsaleigugreiðslna verkefnastjórans á Flateyri.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 637.000,-

Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 637.000,- og lækkar neikvæð rekstrarniðurstaða úr 309.942.000,- í kr. 310.579.000,-.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 637.000,- og lækkar rekstrarafgangur úr 112.692.000,- í kr. 112.055.000,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 6 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar vegna húsaleigugreiðslna verkefnastjórans á Flateyri.

3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2021 - 2021030050

Lagður fram til samþykktar viðauki 7 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2021 vegna verkefnis um stjórnkerfisbreytingar en gerður hefur verið samningur við RR ráðgjöf ehf.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 2.189.500,-

Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 2.189.500,- og lækkar neikvæð rekstrarniðurstaða úr 310.579.000,- í kr. 312.768.500,-.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 2.189.500,- og lækkar rekstrarafgangur úr 112.055.000,- í kr. 109.865.500,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 7 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar vegna verkefnis um stjórnkerfisbreytingar en gerður hefur verið samningur við RR ráðgjöf ehf.

4.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2021 - 2021030050

Lagður fram til samþykktar viðauki 8 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2021 vegna þriggja starfsmannamála sem hafa komið upp á árinu.

Viðaukinn hefur engin áhrif á rekstrarniðurstöðu A hluta eða A og B hluta samstæðu Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 8 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar vegna þriggja starfsmannamála sem hafa komið upp á árinu.

5.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2021 - 2021030050

Lagður fram til samþykktar viðauki 9 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2021 vegna viðhalds á snjótroðara á skíðasvæði.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 8.359.133,-

Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 8.359.133,- og lækkar neikvæð rekstrarniðurstaða úr 312.768.500,- í kr. 321.127.633,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 8.359.133,- og lækkar rekstrarafgangur úr 109.865.500,- í kr. 101.506.367,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 9 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar vegna viðhalds á snjótroðara á skíðasvæði.

6.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2021 - 2021030050

Lagður fram til samþykktar viðauki 10 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2021 vegna villu við gerð launaáætlunar 2021 fyrir leikskólann Tjarnarbæ.

Viðaukinn hefur engin áhrif á rekstrarniðurstöðu A hluta eða A og B hluta samstæðu Ísafjarðarbæjar..
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 10 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar vegna villu við gerð launaáætlunar 2021 fyrir leikskólann Tjarnarbæ.

7.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2021 - 2021030050

Lagður fram til samþykktar viðauki 11 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2021 vegna villu við gerð launaáætlunar 2021 við leikskólann Sólborg.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 25.130.151,-

Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 25.130.151,- og lækkar neikvæð rekstrarniðurstaða úr 321.127.633,- í kr. 346.257.784,-.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 25.130.151,- og lækkar rekstrarafgangur úr 101.506.367,- í kr. 76.376.216,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 11 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar vegna villu við gerð launaáætlunar 2021 við leikskólann Sólborg.

8.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2021 - 2021030050

Lagður fram til samþykktar viðauki 12 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2021 vegna framlengingar þjónustu við öryggishnappa á árinu 2021.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 2.248.324,-

Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 2.248.324,- og lækkar neikvæð rekstrarniðurstaða úr 346.257.784,- í kr. 348.506.108,-.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 2.248.324,- og lækkar rekstrarafgangur úr 76.376.216,- í kr. 74.127.892,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 12 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar vegna framlengingar þjónustu við öryggishnappa á árinu 2021.

9.Beltakaup á troðara á skíðasvæði - 2021020073

Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, ásamt samantekt Hermanns S. Hreinssonar, forstöðumanns skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar, dags. 2. september 2021, en þar er óskað eftir heimild bæjarráðs til endurnýjunar belta á snjótroðara, sem ekki er svigrúm fyrir innan fjárhagsáætlunar skóla- og tómstundasviðs.
Málinu frestað.

10.Hjúkrunarheimili á Ísafirði - 2011120009

Lögð fram matsgerð Gísla Gunnlaugssonar hjá Tækniþjónustu Vestfjarða vegna múrklæðningar á hjúkrunarheimilinu Eyri, ásamt minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. dags. 3. sept. 2021.
Bæjarráð samþykkir að leitað verði eftir yfirmati vegna málsins.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 09:00

11.Skeiði 10 - Umsókn um byggingarleyfi - 2019060068

Lagður fram tölvupóstur Braga Rúnars Axelssonar, f.h. Officio lögmanna ehf., dags. 16. ágúst 2021, f.h. G.E. Vinnuvéla ehf., þar sem óskað er eftir niðurfellingu gatnagerðargjalda við iðnaðarlóð að Tunguskeiði 10. Einnig er lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 3. september 2021, vegna málsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að yfirfara gjaldskrár vegna gatnagerðargjalda vegna iðnaðar- og atvinnuhúsalóða.

12.Rafhlaupahjólastöð á Ísafirði 2022 - 2021080012

Lagður fram til samþykktar þjónustusamningur sveitarfélagsins við Hopp ehf., um rafhlaupahjólastöð á Ísafirði.
Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að undirrita samning við Hopp ehf., með þeim athugasemdum sem ræddar voru á fundi bæjarráðs.

13.Ofanflóðavarnir við Flateyri - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna snjóflóðagrinda - 2021040006

Lagður fram tölvupóstur dags. 31. ágúst 2021, frá Jóhanni Gunnari Gunnarssyni, f.h. Framkvæmdasýslu Ríkisins, þar sem upplýst er um frestun framkvæmda við ofanflóðagrindur á Eyrarfjalli ofan Flateyrar.
Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum með þá stöðu sem upp er komin, en undirbúningur og áætlanagerð fyrir þetta mikilvæga verkefni hefur ekki staðist, og hvetur Framkvæmadasýslu ríkisins að leita allra leiða til að ýta málinu áfram.

14.Mjósund 2/Mávagarður Ísafirði - olíubirgðastöð. - 2009020030

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 31. ágúst 2021, til Gests Guðjónssonar hjá Olíudreifingu, ásamt minnisblaði sviðsstjóra dags. 1. sept. 2021, vegna skila lóðar við Mjósund á Ísafirði, og niðurbrots eiturefna í jarðvegi.
Bæjarráð leggur mikla áherslu á að lóðinni verði skilað eins fljótt og kostur er, í byggingarhæfu ástandi, og felur bæjarstjóra að láta framkvæma sýnatöku úr jarðvegi.

15.Fiskeldissjóður - Umsókn - 2021090012

Lögð fram til kynningar umsókn Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 27. ágúst 2021, í fiskeldissjóð, ásamt kostnaðaráætlun, en um er að ræða endurnýjun vatnslagnar í Staðardal.
Lagt fram til kynningar.

16.Ósk um nýtingu á húsvegg á Flateyri undir fuglamynd - 2021070033

Lagt fram erindi Jean Larson, dags. 27. ágúst 2021, þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að mála stórt vegglistaverk af fugli á Grunnskólann á Flateyri, en uppboðsgreiðsla vegna verksins rennur til Fuglaverndar.
Bæjarráð samþykkir að heimila Jean Larson að nýta vegg Grunnskólans á Flateyri fyrir vegglistaverk, með þeim fyrirvara að hverfisráð Önundarfjarðar taki vel í beiðnina.
Axel yfirgaf fund kl. 9.00.

17.Breyting á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundabúnaðar - 2021090005

Lagt fram til kynningar bréf Ragnhildar Hjaltadóttur og Hermanns Sæmundssonar f.h. samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dagsett 1. september 2021, vegna draga að breytingum á leiðbeiningum um ritun fundargerða nr. 22/2013 og notkun fjarfundabúnaðar nr. 1140/2013, sem til komnar eru vegna breytinga á sveitarstjórnarlögum nr. 96/2021, þann 13. júní sl. Sveitarfélög eru hvött til að skila umsögn um leiðbeiningar ráðuneytisins og huga að breytingum á samþykktum sínum til samræmis.
Lagt fram til kynningar.

18.Starfshópur - farsældarfrumvarp - 2021050069

Lagt fram til kynningar bréf Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 30. ágúst 2021, þar sem sveitarfélög eru hvött til að hefja undirbúning innleiðingar laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.
Lagt fram til kynningar.

19.Brothættar byggðir - 2014090062

Lögð fram til kynningar ársskýrsla verkefnisins Brothættar byggðir, fyrir árið 2020, unnin af Helgu Harðardóttur og Kristjáni Þ. Halldórssyni f.h. Byggðastofnunar.
Lagt fram til kynningar.

20.Öll vötn til Dýrafjarðar - 2018090052

Lögð fram til kynningar greinargerð um ósk um framlengingu verkefnisins Öll vötn til Dýrafjarðar, dags. 19. ágúst 2021, er send var til Byggðastofnunar.
Lagt fram til kynningar.

21.Ársreikningur Fasteigna Ísafjarðarbæjar 2020 - 2021080044

Ársreikningur Fasteigna Ísafjarðarbæjar 2020 lagður fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

22.Ársreikningur Byggðasafns Vestfjarða 2020 - 2021080078

Ársreikningur Byggðasafns Vestfjarða 2020 lagður fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

23.Fundargerðir 2021 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2021020012

Lögð fram til kynningar fundargerð 900. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 26. ágúst 2021.
Lagt fram til kynningar.

24.Íþrótta- og tómstundanefnd - 225 - 2108014F

Fundargerð 225. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 1. september 2021.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?