Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1164. fundur 23. ágúst 2021 kl. 08:00 - 08:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Dagskrá og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Verkefnalisti yfirfarinn.

2.Þjónustusamningur vegna Blábanka 2021 - 2021080023

Lagður fram til samþykktar þjónustusamningur Samfélagsmiðstöðvarinnar á Þingeyri (Blábanka) við Ísafjarðarbæ, í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar á 475. fundi sínum þann 6. maí 2021.
Bæjarráð samþykkir þjónustusamning Samfélagsmiðstöðvarinnar á Þingeyri (Blábanka) við Ísafjarðarbæ.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar

3.Ársfjórðungsuppgjör 2021 - 2021060021

Lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 17. ágúst 2021, um niðurstöðu annars ársfjórðungs 2021. Uppgjörið sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu upp á 40 m.kr. fyrir janúar til júní 2021. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 10 m.kr. fyrir sama tímabil.
Lagt fram til kynningar.

4.Fjárhagsáætlun 2022 - 2021040035

Lagt fram minnisblað Sigurðar Ármanns Snævarr f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 13. ágúst 2021, um forsendur fjárhagsáætlana 2022-2026.
Lagt fram til kynningar.

5.Nauðasamningar Kampi ehf. 2021 - 2021080026

Lögð fram til kynningar samskipti og gögn við Motus/Lögheimtuna vegna heimildar Kampa ehf. til nauðasamninga, sbr. úrskurð Héraðsdóms Vestfjarða í máli N-106/2021, dags. 12. ágúst 2021, en kröfulýsingarfrestur er til 17. september 2021, auk þess sem lagt er fram frumvarp að nauðasamningi fyrir félagið, en kröfuhafafundur til greiðslu atkvæða vegna frumvarpsins fer fram miðvikudaginn 29. september 2021, kl. 14, á skrifstofu umsjónarmanns.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

6.Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga - 2020110026

Lögð fram auglýsing um ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga, auk breytinga á sveitarstjórnarlögum, dags. 27. júlí 2021
Bæjarráð samþykkir að á meðan neyðarástand ríkir vegna COVID-19 verði nefndum, ráðum og bæjarstjórn heimilt að funda samkvæmt breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

7.Fiskeldissjóður - auglýsing um umsóknir um styrki fyrir árið 2021 - 2021070049

Lagður fram tölvupóstur Guðjóns Bragasonar f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 19. ágúst 2021, þar sem minnt er á að frestur til að sækja um styrki í fiskeldissjóð fyrir árið 2021 rennur úr 30. ágúst 2021
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

8.66. Fjórðungsþing Vestfirðinga - 2021050031

Lagt fram til kynningar bréf Aðalsteins Óskarssonar f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 18. ágúst 2021, þar sem boðið er til 66. fjórðungsþings Vestfirðinga sem haldið verður 22. og 23. október 2021.
Lagt fram til kynningar.

9.A.10 Almenningssamgöngur um allt land - framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna - 2021080034

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Hólmfríðar Sveinsdóttur f.h. samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 16. ágúst 2021, þar sem kynnt er að auglýsing um styrki til almenningssamgangna sé komin á vef ráðuneytisins og búið að opna fyrir umsóknir.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

10.Ýmis erindi 2020-2021 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2020100107

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Eygerðar Margrétardóttur, dags. 20. ágúst 2021, sérfræðings hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem kynntur er fundurinn Skör ofar - framtíðarlausn til meðhöndlunar brennanlegs úrgangs í stað urðunar, en fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 25. ágúst nk., kl. 12-13.
Lagt fram til kynningar.

11.Loftræstikerfi í Stjórnsýsluhúsi - 2019100077

Lagðar eru fram verkfundagerðir frá Verkís, nr. 26 og 27, dags. 26. júlí 2021 og 11. ágúst 2021, vegna endurnýjunar loftræstikerfis í Stjórnsýsluhúsi.
Lagt fram til kynningar.

12.Fjallskilanefnd - 13 - 2108003F

Lögð fram til kynningar fundargerð 13. fundar fjallskilanefndar, en fundur var haldinn 16. ágúst 2021.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?