Bæjarráð

1163. fundur 16. ágúst 2021 kl. 08:00 - 08:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Dagskrá og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Verkefnalisti yfirfarinn.

2.Málefni hverfisráða - 2017010043

Lögð fram til samþykktar verkefnistillaga Róberts Ragnarssonar f.h. RR ráðgjafar ehf., dagsett 21. júlí 2021, vegna endurskoðunar á fyrirkomulagi hverfisráða Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð samþykkir verkefnistillögu Róberts Ragnarssonar f.h. RR ráðgjafar ehf. vegna endurskoðunar á fyrirkomulagi hverfisráða Ísafjarðarbæjar og felur bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi um verkefnið.

3.Umhverfis- og eignasvið - Útboð & útboðsgögn 2020 - 2020030081

Lagt fram minnisblað Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 6. ágúst 2021 þar sem lagt er til að samið verði við Búaðstoð á grundvelli tilboðs þeirra í verkið "Gangstéttir Suðureyri."
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs um að samið verði við Búaðstoð ehf. á grundvelli tilboðs félagsins, að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.

4.Ofanflóðavarnir við Flateyri - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna snjóflóðagrinda - 2021040006

Lögð fram til samþykktar umsögn Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 20. júlí 2021, vegna matsskyldufyrirspurnar Skipulagsstofnunar og beiðnar um umsögn, bæði dags. 16 júní 2021, vegna framkvæmda við ofanflóðavarnir á Flateyri.
Bæjarráð staðfestir umsögn sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 20. júlí 2021, um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

5.Samningur um umsjá knattspyrnuvalla á Torfnesi - 2021040038

Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 12. ágúst 2021, þar sem óskað er eftir að samþykkt verði beiðni knattspyrnudeildar Vestra, meistaraflokks, um aukningu á heimild til kaupa á hreinlætisvörum.
Bæjarráð samþykkir beiðni knattspyrnudeildar Vestra, meistaraflokks, um 100.000 króna aukna heimild til kaupa á hreinlætisvörum.

6.Mánaðaryfirlit - 2021 - 2021030032

Lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, og Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, dags. 13. ágúst 2021, vegna upplýsinga um skatttekjur og laun fyrstu sjö mánuði ársins.
Lagt fram til kynningar.

7.Rafhlaupahjólastöð á Ísafirði 2022 - 2021080012

Þorgrímur Kári Emilsson f.h. Hopps, íslensks rafhlaupahjólafyrirtækis, óskar eftir samstarfi við Ísafjarðarbæ við útfærslu á þjónustusamningi við rekstraraðila. Stefnt er að því að þjónusta fyrirtækisins verið í boði á Ísafirði vorið 2022.
Bæjarráð fagnar komu fyrirtækisins til Ísafjarðar, og felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn um útfærslu þjónustunnar.
Fylgiskjöl:

8.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - úthlutun jöfnunarframlaga 2022 - 2021080018

Lögð fram til kynningar tvö bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett 9. ágúst 2021, annars vegar vegna almenns jöfnunarframlags til reksturs grunnskóla 2022 og hins vegar vegna skólaaksturs úr dreifbýli 2022.
Lagt fram til kynningar.

9.Arnarfjörður - lagning jarðstrengs og sæstrengs milli Mjólkár og Bíldudals - 2021050062

Lagt fram til kynningar bréf Sigurðar Ásbjörnssonar f.h. Skipulagsstofnunar, dagsett 26. júlí 2021, þar sem kynnt er ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu fyrir 66 kV rafstreng í Arnarfirði milli Mjólkár og Bíldudals.
Lagt fram til kynningar.

10.Ósk um nýtingu á húsvegg íþróttahússins á Flateyri undir fuglamynd - 2021070033

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Jean Larson, dagsettur 27. júlí 2021, með myndum af fullkláruðu málverki hennar á vegg íþróttahússins á Flateyri, en bæjarráð veitti heimild til notkunar á veggnum fyrir verkið á fundi sínum 19. júlí 2021.
Lagt fram til kynningar.

11.Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga - 2020110026

Lögð fram til kynningar auglýsing um ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga, dagsett 27. júlí 2021.
Lagt fram til kynningar.

12.Strandsvæðaskipulag Vestfjarða - 2018070017

Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar svæðisráðs um gerð strandsvæðaskipulags á Vestfjörðum, sem haldinn var 28. júní 2021.
Lagt fram til kynningar.

13.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 186 - 2107009F

Lögð fram til kynningar fundargerð 186. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, sem haldinn var 22. júlí 2021. Fundargerðin er í 2 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?