Bæjarráð

1161. fundur 12. júlí 2021 kl. 08:00 - 08:43 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Arna Lára Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Bryndís er viðstödd fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

1.Stjórnkerfisbreytingar Ísafjarðarbæjar - 2021070020

Róbert Ragnarssonar mætir til fundar við bæjarráð í gegnum fjarfundabúnað til að ræða mögulegar lausnir og breytingar á stjórnkerfi sveitarfélagsins, sérstaklega hvað varðar hverfisráð.
Róbert Ragnarsson mætir til fundar í gegnum fjarfundabúnað.
Verkefnið og ýmsar hugmyndir ræddar.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Róbert yfirgefur fundinn kl. 8:18.

Gestir

  • Róbert Ragnarsson, f.h. RR ráðgjafar ehf. - mæting: 08:08

2.Álagningarhlutfall útsvars og fasteignaskatta 2022 - 2021070013

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 7. júlí 2021, vegna tillagna um álagningu fasteignagjalda á árinu 2022. Jafnframt lagt fram minnisblað Telmu Lísu Þórðardóttur, innheimtufulltrúa, vegna frekari greininga á tillögunum fimm.
Lagt fram til kynningar.
Arna Lára víkur af fundi undir þessum lið.

3.Aðstaða fyrir ferðamenn - 2021070009

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 6. júlí 2021, vegna aðstöðu fyrir ferðamenn á Ísafirði.
Minnisblað lagt fram til kynningar.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Arna Lára kemur aftur inn á fund kl. 8:28.

4.Ofanflóðavarnir við Flateyri - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna snjóflóðagrinda - 2021040006

Lagt fram erindi Þrastar Valmundssonar Söring og Sigurðar Hlöðverssonar, f.h. Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 22. júní 2021, vegna útboðs á uppsetningu á snjósöfnunargrindum á Flateyri, þar sem lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda í verkið þ.e. Köfunarþjónustan ehf. að fjárhæð kr. 69.208.221.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir tillögu Framkvæmdasýslu ríkisins um töku tilboðs Köfunarþjónustunnar ehf., vegna uppsetningar snjósöfnunargrinda á Flateyri, að fjárhæð kr. 69.208.221.

5.Sparkvöllur við GÍ - ósk um úrbætur á girðingu - 2021070025

Lagt fram bréf Bergþóru Borgarsdóttur, f.h. stjórnar húsfélags að Grundargötu 2, 4 og 6, dags. 9. júlí 2021, þar sem óskað er eftir því að Ísafjarðarbær geri úrbætur á girðingu við enda sparkvallar hjá Grunnskólanum á Ísafirði.
Bæjarráð vísar málinu til úrvinnslu á umhverfis- og eignasviði.

6.Ósk um styrk vegna uppbyggingar og reksturs Dellusafnsins - 2021070022

Lagt fram bréf Valdemars S. Jónssonar, f.h. Dellusafnsins á Ísafirði, dags. 25. júní 2021, þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ til uppbyggingar og reksturs safnsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

7.Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005

Lögð fram skýrsla Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. í júlí 2021, um frumathugun Hjúkrunarheimilisins Eyri, fjórða áfanga.
Skýrsla Framkvæmdasýslu ríkisins lögð fram til kynningar.
Bæjarráð vísar málinu til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd, umhverfis- og framkvæmdanefnd og velferðarnefnd.

8.Mánaðaryfirlit - 2021 - 2021030032

Lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, og Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, dags. 9. júlí 2021, vegna upplýsinga um skatttekjur og laun fyrstu sex mánuði ársins.
Lagt fram til kynningar.

9.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2021 - 2021020106

Lögð fram til samþykktar umsögn Heiðu Jack, skipulagsfulltrúa, dags. 6. júlí 2021, vegna umsóknar Ásgerðar Rögnu Þráinsdóttur, f.h. Iceland Profishing ehf., um leyfi til að reka gististað í flokki II fyrir sjóstangaveiðihús að Melagötu 1-9 á Flateyri, og Höfðastíg 1-3, og Aðalgötu 11 og 31 á Suðureyri.
Bæjarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar um leyfi til að reka gististað í flokki II fyrir sjóstangaveiðihús að Melagötu 1-9 á Flateyri, og Höfðastíg 1-3 og Aðalgötu 11 og 31 á Suðureyri.

10.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2021 - 2021020106

Lögð fram til samþykktar umsögn Heiðu Jack, skipulagsfulltrúa, dags. 6. júlí 2021, vegna umsóknar Úlfs Þ. Úlfssonar, f.h. Gautshamars ehf., um leyfi til að reka veitingastaðinn Fjósið í Arnardal, Heimabæ, Arnardal í Skutulsfirði.
Bæjarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar um leyfi til að reka veitingastaðinn Fjósið í Arnardal, Heimabæ, Arnardal í Skutulsfirði.

11.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2021 - 2021020106

Lögð fram til samþykktar umsögn Heiðu Jack, skipulagsfulltrúa, dags. 17. mars 2021, vegna umsóknar Elfars Loga Hannessonar, f.h. Kómedíuleikhússins, um leyfi til að reka veitingastað í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í Dýrafirði.

Bæjarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar um leyfi til að reka veitingastað í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í Dýrafirði.

12.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2021 - 2021020106

Lögð fram til samþykktar umsögn Heiðu Jack, skipulagsfulltrúa, dags. 20. maí 2021, vegna umsóknar Kristbjargar Sunnu Reynisdóttur, f.h. Litla Kletts ehf., um leyfi til að reka veitingastað í flokki II (umfangslítill áfengisveitingastaður) að Hafnarstræti 4 á Flateyri.

Bæjarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Hafnarstræti 4 á Flateyri.

13.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2021 - 2021020106

Lögð fram til samþykktar umsögn Heiðu Jack, skipulagsfulltrúa, dags. 17. mars 2021, vegna umsóknar Sindra Páls Kjartanssonar, um leyfi til að reka veitingastað í flokki III, Vagninn, Hafnarstræti 15 á Flateyri.

Bæjarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar um leyfi til að reka veitingastað í flokki III, Vagninn, Hafnarstræti 15 á Flateyri.

14.Velferðarnefnd - 459 - 2107007F

Lögð fram til kynningar fundargerð 459. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 8. júlí 2021.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:43.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?