Bæjarráð

1156. fundur 07. júní 2021 kl. 08:05 - 09:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
 • Daníel Jakobsson formaður
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
 • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Hverfisráð 2021 - 2021020095

Lagður fram tölvupóstur formanna hverfisráða á Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og Hnífsdal, dags. 18. maí 2021, þar sem óskað er eftir frekara samtali við sveitarfélagið um málefni hverfisráða, auk þess sem óskað er eftir fundi með bæjarráði.
Gestir mættir til fundarins, þar sem rædd voru málefni og stjórnsýsla hverfisráða minni kjarna hjá Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð þakkar fulltrúum hverfisráða fyrir áhugaverðar hugmyndir og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður.
Gestir yfirgáfu fundinn kl. 9:05.

Gestir

 • Aðalsteinn Traustason, f.h. hverfisráðs Súgandafjarðar - mæting: 08:10
 • Sædís Ólöf Þórsdóttir, f.h. hverfisráðs Súgandafjarðar - mæting: 08:10
 • Jóhann Birkir Helgason, f.h. hverfisráðs Hnífsdals - mæting: 08:10
 • Óttar Gíslason, f.h. hverfisráðs Dýrafjarðar - mæting: 08:10
 • Soffía Ingimarsdóttir, f.h. hverfisráðs Önundarfjarðar - mæting: 08:10

2.Ársfjórðungsuppgjör 2021 - 2021060021

Lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 3. júní 2021 um niðurstöðu fyrsta ársfjórðungs 2021 sem var sent Hagstofu Íslands 3. júní síðastliðinn.

Uppgjörið sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu upp á 358 m.kr. fyrir janúar til mars 2021. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 332 m.kr. fyrir sama tímabil
Lagt fram til kynningar.

3.Mánaðaryfirlit - 2021 - 2021030032

Lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra og Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, dags. 2. júní 2021, þar sem teknar eru saman upplýsingar um skatttekjur og laun fyrir janúar til apríl 2021.
Lagt fram til kynningar.

4.Þjónusta við börn með fjölþættan vanda - 2021060014

Lagt fram til kynningar afrit af bréfi Samtaka stjórnenda í velferðarþjónustu til Ásmundar Einars Daðasonar, barna- og félagsmálaráðherra, dags. 7. maí 2021, með ábendingum um hlutverk ríkisins við samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, ásamt skýrslu stjórnenda í barnavernd á höfuðborgarsvæðinu, ódagsett, um stöðu barna með fjölþættan vanda.
Jafnframt lagt fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, dagsett 3. júní 2021, þar sem frekari grein er gerð fyrir málinu.
Lagt fram til kynningar.

5.Safnahús Ísafirði - endurbætur og viðhald - 2020060037

Á 157. fundi menningarmálanefndar þann 3. júní 2021 var lögð fram ástandsskýrsla Guðfinnu Hreiðarsdóttur, forstöðumanns skjala- og ljósmyndasafns í Safnahúsi, frá maí 2021, vegna Safnahússins.

Menningarmálanefnd bókað eftirfarandi um málið:

„Menningarmálanefnd telur mikilvægt að hugað verði að endurbótum á Safnahúsinu, sérstaklega myglu- og rakavandamálum í kjallara.

Menningarmálanefnd leggur til við bæjarráð að samþykkt verði að áætlað verði fyrir ríflegum endurbótum á fjárhagsáætlun næsta árs, sérstaklega varðandi kjallara innanhúss, raka við norðurgafl, glugga að utanverðu og gler í gluggum.

Menningarmálanefnd leggur áherslu á að endurbótum verði lokið að fullu fyrir 100 ára afmæli hússins 17. júní 2025.“
Bæjarráð tekur undir bókun menningarmálanefndar, felur bæjarstjóra að gera verk- og kostnaðaráætlun vegna viðhalds hússins og leggja fyrir bæjarráð.

6.Húsnæði Minjasjóðs Önundarfjarðar - Hafnarstræti 3-5, Flateyri - 2021030080

Á 1146. fundi bæjarráðs, þann 22. mars 2021, var lagt fram erindi Bryndísar Sigurðardóttur, formanns stjórnar Minjasjóðs Önundarfjarðar, dags. 17. mars 2021, þar sem viðruð er sú hugmynd að færa Ísafjarðarbæ að gjöf húsnæði Minjasjóðsins, Hafnarstræti 3-5 á Flateyri. Bæjarráð óskar eftir umsögn forstöðumanns Byggðasafn Vestfjarða um málið.

Á 1147. fundi bæjarráðs, þann 29. mars 2021, var lögð fram greinargerð Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanns Byggðasafns Vestfjarða, móttekin 25. mars 2021, um húsnæðið sem hýsir verslun Bræðranna Eyjólfsson á Flateyri. Bæjarráð vísaði málinu til atvinnu- og menningarmálanefndar til umfjöllunar.

Á 157. fundi menningarmálanefndar, þann 3. júní 2021, var málið tekið fyrir og bókað nefndin eftirfarandi:

„Menningarmálanefnd telur að á þessum tímapunkti hafi sveitarfélagið ekki fjárhagslegt bolmagn til að veita húsi Minjasafns Önundarfjarðar viðtöku.

Nefndin telur mikilvægt að leggja fremur áherslu á að veita fjármagni til uppbyggingar á þeim safnkosti sem sveitarfélagið á nú þegar.“
Bæjarráð þakkar boð Minjasjóðs Önundarfjarðar en tekur undir bókun menningarmálanefndar, um að sveitarfélagið sjái sér ekki fært að veita húsinu viðtöku.

7.Kláfur upp Eyrarhlíð - 2019070011

Lagt fram bréf Egils Þórarinssonar og Jakobs Gunnarssonar f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 2. júní 2021, þar sem kynnt er ákvörðun um matsskyldu á uppsetningu kláfs í hlíðum Eyrarfjalls á Ísafirði. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er sú að framkvæmdin kunni að hafa umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því háð mati á umhverfisáhrifum. Ákvörðunin er kæranleg og er kærufrestur til 9. júlí 2021.
Lagt fram til kynningar.

8.Stjórnsýsluhús - ársreikningur 2020 - 2020050061

Lagður fram til kynningar ársreikningur 2020 fyrir Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

9.Umburðarbréf vegna breytinga á jarðalögum nr. 81/2004 - 2021060009

Lagt fram til kynningar umburðarbréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 28. maí 2021, vegna breytinga á jarðalögum nr. 81/2004, sem öðlast munu gildi 1. júlí 2021, en breytingarnar snúa að einföldun á regluverki, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskyldu o.fl.
Lagt fram til kynningar.

10.Örnefnaskilti Hnífsdal - 2020050018

Lagðar fram til kynningar tvær myndir af örnefnaskiltum sem setja á upp við Árvelli í Hnífsdal sumarið 2021, en Hjörtur Friðriksson veitti Ísafjarðarbæ skiltagerðina að gjöf.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð þakkar fyrir frábært framlag.

11.36. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2021010175

Lagt fram bréf Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 1. júní 2021, með eftirfarandi bókun af fundi stjórnar Sambandsins frá 28. maí 2021:

„Stjórn sambandsins hvetur sveitarfélög til að taka skýrslu Framtíðarseturs Íslands, sem var kynnt á landsþinginu 21. maí 2021, til umræðu í sveitarstjórn og undirbúa sig þannig fyrir landsþing 2022.“
Lagt fram til kynningar.

12.Áskorun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði - 2020090065

Lagður fram tölvupóstur Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, dags. 1. júní 2021, þar sem skorað er á sveitarfélög að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár til að bregðast við miklum hækkunum fasteignamats fyrir árið 2022.
Lagt fram til kynningar.

13.Hverfisráð 2021 - 2021020095

Lögð fram til kynningar skýrsla hverfisráðs Holta-, Tungu- og Seljalandshverfis vegna grænnar viku og hverfisgrills árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

14.Ýmis erindi 2020-2021 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2020100107

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Ingu Rúnar Ólafsdóttur, sviðsstjóra kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. maí 2021, um samantekt vegna launaþróunar sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir 2021 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2021020012

Lögð fram til kynningar fundargerð 898. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 28. maí 2021.
Lagt fram til kynningar.

16.Menningarmálanefnd - 157 - 2105023F

Lögð fram til kynningar fundargerð 157. fundar menningarmálanefndar, sem haldinn var 3. júní 2021.

Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram til kynningar.
 • Menningarmálanefnd - 157 Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja stefnu Bókasafns Ísafjarðar.

17.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 106 - 2105011F

Lögð fram til kynningar fundargerð 106. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 1. júní 2021.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?