Bæjarráð

1155. fundur 31. maí 2021 kl. 08:05 - 10:35 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
 • Daníel Jakobsson formaður
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
 • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks yfirgaf fund kl. 8:05. Marzellíus Sveinbjörnsson tók við stjórn fundarins.

1.Áform Artic Fish og Arnarlax um byggingu sláturhúss - 2020090004

Lögð fram til kynningar drög að minnisblaði Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra dags. 28. maí 2021, vegna fyrirspurnar Arctic Fish, vegna mögulegra áforma fyrirtækisins um uppbyggingu á Flateyri.
Bæjarráð leggur til við hafnarstjórn að taka afstöðu til liða sem snúa að hafnarmálum og vísar öðrum liðum málsins til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Daníel Jakobsson mætir aftur til fundarins kl. 8:36, og tekur við stjórn fundarinars. Guðmundur Kristjánsson yfirgaf fund kl. 8:36.

Gestir

 • Guðmundur Kristjánsson, hafnarstjóri - mæting: 08:05
 • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:05

2.Hafrafellsháls - skógrækt - 2019060060

Laður fram tölvupóstur Jóhanns Birkis Helgasonar byggingatæknifræðings Verkís, f.h. Skógræktarfélags Ísafjarðar, dags. 20. maí 2021, þar sem óskað er eftir fundi með bæjarráði til að ræða gróðursetningu á Hafrafellshálsi. Meðfylgjandi er bréf Gísla Eiríkssonar f.h. Skógræktarfélagsins, dags. 26. maí 2019, sem áður hafði verið sent Ísafjarðarbæ.
Jóhann Birkir, Hildur Dagbjört og Gísli Eiríksson mæta til fundar við bæjarráð til umræðu um mögulega gróðursetningu á Hafrafellshálsi, auk annarra mála tengdum skógræktarmálum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla eftir uppfærðri tímaáætlun frá Ofanflóðasjóði, um að afmá veginn eins og fyrirhugað er.

Bæjarráð vísar málinu jafnframt til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd, og umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Gestir yfirgáfu fund kl. 9:05. Axel R. Överby yfirgaf jafnframt fund kl. 9:15.

Gestir

 • Hildur Dagbjört Arnardóttir, f.h. Skógræktarfélagsins - mæting: 08:36
 • Gísli Eiríksson, f.h. Skógræktarfélagsins - mæting: 08:36
 • Jóhann Birkir Helgason, f.h. Skógræktarfélagsins - mæting: 08:36

3.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2020 - 2021030109

Lögð fram til kynningar drög að ársreikningi Ísafjarðarbæjar 2020.

Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 28. maí 2021, vegna ársreiknings.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

 • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 09:20

4.Innheimtuþjónusta - 2021050081

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, og Eddu Maríu Hagalín, fjármálstjóra, dags. 27. maí 2021, þar sem óskað er eftir heimild bæjarstjórnar til handa bæjarstjóra að skrifa undir þjónustusamning við Inkasso ehf. / Lög og innheimtu ehf. til þriggja ára, með framlengingarákvæði um eitt ár sé honum ekki sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samning Ísafjarðarbæjar við Inkasso ehf. / Lög og innheimtu ehf. um innheimtuþjónustu til þriggja ára í samræmi við minnisblað sviðsstjóra.
Edda María yfirgaf fund kl. 10:05.

5.Samningur um einkarekstur leikskóla - 2020080061

Lagt fram minnisblað Guðrúnar Birgisdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa, dags. 27. maí 2021, vegna samnings um einkarekstur leikskóla í Ísafjarðarbæ.

Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs og skóla- og sérkennslufulltrúi kynntu þann samning sem er í gildi við Hjallastefnuna ehf. varðandi rekstur leikskólans Eyrarskjóls og þær minni háttar breytingar sem þær vilja ná fram á samningnum til að gera hann skýrari.

Bæjarráð samþykkir að samningur Ísafjarðarbæjar við Hjallastefnuna ehf. verði tekinn til endurskoðunar og felur bæjarstjóra að óska eftir viðræðum við Hjallastefnuna ehf. um það.
Hafdís og Guðrún yfirgáfu fund kl. 10:15.

Gestir

 • Guðrún Birgisdóttir, skóla- og sérkennslufulltrúi - mæting: 10:05
 • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 10:05

6.Samstarfshópur um þjóðgarð á Vestfjörðum - 2019100101

Lögð fram drög að viljayfirlýsingu umhverfis- og auðlindaráðherra, Ísafjarðarbæjar og Vesturbyggðar um málefni þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum og þróun þjóðgarðsins til framtíðar.
Bæjarráð samþykkir þau drög að viljayfirlýsingu sem liggja fyrir og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
Daníel Jakobsson yfirgaf fund kl. 10:30 og Marzellíus Sveinbjörnsson tók við stjórn fundarins.

7.Húsnæðismál háskólanemenda - 2021050072

Lagt fram erindi Peter Weiss, forstöðumanns Háskólaseturs Vestfjarða, dags. 21. maí 2021, þar sem upplýst er um fjölgun nemenda í Háskólasetrinu, sem mun leiða til húsnæðisvanda nemenda þegar horft er til skemmri og lengri tíma, en óskað er samtals við sveitarfélagð vegna þessa.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að funda með forstöðumanni Háskólaseturs Vestfjarða vegna málsins.

8.Umhverfissjóður sjókvíaeldis - 2018010071

Lagður fram tölvupóstur Guðrúnar Önnu Finnbogadóttur f.h. Vestfjarðastofu, dagsettur 20. maí 2021, þar sem kynnt er úttekt á Umhverfissjóði sjókvíaeldis, sem fylgir með í viðhengi. Meðfylgjandi er jafnframt frétt sem Vestfjarðastofa hyggst birta um sjóðinn.
Bæjarráð vísar málinu til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.

9.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2021 - 2021010176

Lögð fram til kynningar 36. fundargerð stjórnarfundar Vestfjarðastofu, sem haldinn var 28. apríl 2021.
Lagt fram til kynningar.

10.Fræðslunefnd - 428 - 2105020F

Lögð fram til kynningar fundargerð 428. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 26. maí 2021.

Fundargerðin er í níu liðum.
Lagt fram til kynningar.

11.Íþrótta- og tómstundanefnd - 223 - 2105014F

Lögð fram til kynningar fundargerð 223. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 19. maí 2021.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.

12.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 561 - 2105019F

Lögð fram til kynningar fundargerð 561. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 27. maí 2021.

Fundargerðin er í sjö liðum.
Lagt fram til kynningar.
 • 12.16 2018110067 Brekkustígur 5 - umsókn um lóð
  Skipulags- og mannvirkjanefnd - 561 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Elías Guðmundsson fái lóðina Brekkustíg 5, Suðureyri skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi uppdrættir ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
 • 12.17 2021050063 Ártunga 6, Ísafirði. Umsókn um byggingarlóð
  Skipulags- og mannvirkjanefnd - 561 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Þorvaldur Óli Ragnarsson og Anna María Guðjónsdóttir fái lóðina Ártungu 6, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi uppdrættir ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

13.Starfshópur um framtíðarskipulag íþróttamannvirkja á Torfnesi - 3 - 2105010F

Fundargerð þriðja fundar starfshóps um framtíðarskipulag íþróttamannvirkja á Torfnesi lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 25. maí 2021.

Fundargerðin í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:35.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?