Bæjarráð

1152. fundur 10. maí 2021 kl. 08:05 - 08:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Dagskrá og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Farið yfir verkefnalista bæjarráðs.
Verkefnalisti yfirfarinn.

2.Hafnarstræti 15 - 17 Umsókn um lóð - 2016100041

Lögð fram drög að samkomulagi milli Ísafjarðarbæjar og Landsbankans á Ísafirði vegna afhendingar lóða við Hafnarstræti 15-17 á Ísafirði.
Málinu frestað til næsta fundar bæjarráðs.

3.Erindi frá leik- og grunnskólastjórum á Þingeyri og Flateyri - 2021040074

Lagt fram erindi Kristbjargar Sunnu Reynisdóttur, leik- og grunnskólastjóra á Flateyri, og Ernu Höskuldsdóttur, leik- og grunnskólastjóra á Þingeyri, dags. 21. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að endurskoðað verði það fyrirkomulag að skólastjóri stýri bæði leik- og grunnskóla á Flateyri og á Þingeyri. Auk þessa er lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 7. maí 2021, vegna málsins.

Erindi Kristbjargar og Ernu var lagt fram á 427. fundi fræðslunefndar þann 29. apríl 2021, og var eftirfarandi bókað: „Fræðslunefnd leggur til að auglýst verði eftir leikskólastjóra í stað deildarstjóra á leikskólanum Grænagarði Flateyri. Jafnframt leggur fræðslunefnd áherslu á mikilvægi áframhaldandi faglegrar samvinnu skólastigana. Ekki verður um kostnaðaraukningu að ræða við þessa breytingu á Flateyri samkvæmt minnisblaði frá skólastjóra. Fræðslunefnd kallar jafnframt eftir kostnaðargreiningu frá leik- og grunnskólanum á Þingeyri.“

Bæjarráð samþykkir að auglýst verði laus staða leikskólastjóra á leikskólanum Grænagarði á Flateyri, til eins árs, í stað deildarstjóra, með þeim forsendum sem lýst er í minnisblaði sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, um breytingar á starfi skólastjóra Grunnskóla Önundarfjarðar.

4.Nýsköpunarbærinn Ísafjörður - 2021010035

Lagður fram tölvupóstur Sigríðar Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, dags. 6. maí 2021, vegna framkvæmdar verkefnisins Nýsköpunarbærinn Ísafjörður. Jafnframt lögð fram drög að samningi við Vestfjarðastofu um verkefnið.
Málinu frestað til næsta fundar bæjarráðs.

5.Þjónustu- og öryggisstig á Flateyrarvegi - 2021050030

Lagt fram til kynningar erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 4. maí 2021, vegna þjónustu- og öryggisstigs á Flateyrarvegi, m.a. út frá möguleikum á atvinnuuppbyggingu á Flateyri. Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Vegagerðarinnar, dags. 29. apríl 2021, vegna tillagna um aðgerðir sem talið er að séu til þess fallnar að bæta öryggi og auka þjónustustig á Flateyrarvegi.
Lagt fram til kynningar.

6.Sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi - Háafell - 2016020056

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Tinnu Jónsdóttur, f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 3. maí 2021, ásamt ákvörðun um matsskyldu áforma Háafells um eldi á regnbogasilungi samhliða eða í staðinn fyrir laxeldi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er sú að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Kærufrestur er til 7. júní 2021.
Lagt fram til kynningar.

7.36. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2021010175

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Vals Rafns Halldórssonar f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. maí 2021, þar sem boðað er til 36. landsþings sambandsins sem haldið verður 21. maí. Þingið verður haldið rafrænt en ef aðstæður leyfa verður það haldið á Grand hóteli í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.

8.66. Fjórðungsþing Vestfirðinga - 2021050031

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, sviðsstjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 7. maí 2021, ásamt boðun sveitarfélaga á 66. Fjórðungsþings Vestfirðinga þann 2. júní 2021, sem haldið er í Bjarkalundi.
Lagt fram til kynningar.

9.Landskerfi bókasafna 2020-2024 - 2020050083

Lagt fram til kynningar bréf Sveinbjargar Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Landskerfa bókasafna, dags. 4. maí 2021, þar sem boðað er til aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. þann 19. maí 2021.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2021 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2021020012

Lögð fram til kynningar fundargerð 897. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 30. apríl 2021.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2021 - Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - 2021030012

Lögð fram til kynningar fundargerð 63. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn var 26. apríl 2021. Jafnframt lagður fram ársreikningur samtakanna fyrir árið 2020.
Lagt fram til kynningar.

12.Hverfisráð 2021 - 2021020095

Lögð fram til kynningar fundargerð hverfisráðs Hnífsdals, en fundur var haldinn 3. maí 2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?