Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1150. fundur 26. apríl 2021 kl. 08:05 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Sif Huld Albertsdóttir varamaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2022 - 2021040035

Lagt fram til kynningar ferli fjárhagsáætlunargerðar 2022, en áætlað er að ferlið hefjist í júní 2021 og ljúki í nóvember 2021. Jafnframt lagt fram til kynningar ferli við gerð launaáætlunar fyrir 2022.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri. - mæting: 08:05

2.Mánaðaryfirlit - 2021 - 2021030032

Lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra og Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar dags. 21. apríl 2021, þar sem teknar eru saman upplýsingar um skatttekjur og laun fyrir janúar til mars 2021.
Lagt fram til kynningar.
Edda María yfirgefur fundinn kl. 08:41.

3.Beiðni um upplýsingar - ráðning sviðsstjóra - 2021040059

Lagt fram erindi umboðsmanns Alþingis, dags. 13. apríl 2021, þar sem óskað er gagna vegna meðferðar máls.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri, leggur til við bæjarráð að mál 2021040068 varðandi loftræstingu á leikskólanum Sólborg, verði tekið á dagskrá með afbrigðum.
Bæjarráð samþykkir að taka málið á dagskrá.

4.Sólborg - Loftræsting - 2021040068

Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 23. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að heimila gerð viðauka vegna framkvæmda við loftræstingu á leikskólanum Sólborg.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa viðauka vegna málsins.
Axel yfirgefur fundinn kl. 08:51.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:45

5.Breyting á starfi forstöðumanns - 2021040043

Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 15. apríl 2021, þar sem lagt er til við bæjarráð að taka afstöðu til þess hvort fela eigi forstöðumanni skíðasvæðisins að hafa yfirumsjón með golfvellinum í Tungudal. Jafnframt er lagt til við bæjarráð á málinu verði vísað inn í íþrótta- og tómstundanefnd til umsagnar.

Á 1149. fundi bæjarráðs, þann 19. apríl 2021, var málinu vísað til umsagnar í íþrótta- og tómstundanefnd.

Á 222. fundi nefndarinnar, þann 21. apríl 2021, bókaði nefndin eftirfarandi:
„Íþrótta- og tómstundanefnd telur hugmyndina áhugaverða. Aftur á móti telur hún að skilgreina þurfi nánar verkefni og umfang svo liggi ljóst fyrir að forstöðumaður anni bæði heilsársnotkun skíðasvæðis og svo golfvelli.“
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

Gestir

  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs. - mæting: 08:54

6.Leiguíbúðir og húsaleigustyrkur 2021 til Vestra - 2021040014

Á 1148. fundi bæjarráðs, þann 12. apríl 2021, var lagður fram tölvupóstur Bjarka Stefánssonar, framkvæmdastjóra HSV, dags. 17. mars 2021, ásamt bréfi aðalstjórnar Vestra, dags. 8. mars 2021, þar sem upplýst er um 4,4m kr. húsaleiguskuld félagsins á árunum 2019-2020, og óskað aukins styrks frá sveitarfélaginu vegna leigugreiðslna á árinu 2021.
Jafnframt lagt fram erindi Guðfinnu Hreiðarsdóttur, formanns íþróttafélagsins Vestra, dags. 5. febrúar 2021, til HSV, vegna stöðu íþróttastarfs vegna Covid-19. Að auki lagt fram yfirlit yfir tekjutap íþróttafélaganna á árunum 2020 og 2021 vegna Covid-19, samantekið af Bjarka Stefánssyni, framkvæmdastjóra HSV.
Málinu var vísað til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar.

Á 222. fundi íþrótta- og tómstundanefndar, þann 21. apríl 2021, var eftirfarandi bókað:
„Íþrótta- og tómstundanefnd hefur skilning á erfiðri fjárhagsstöðu íþróttafélaga á tímum Covid-19. Hinsvegar leggur hún mikla áherslu á að jafnræðis sé gætt innan íþróttahreyfingarinnar þegar kemur að fjárútlátum og styrkjum frá Ísafjarðarbæ.“
Bæjarráð tekur undir bókun íþrótta- og tómstundanefndar.
Ísafjarðarbær leggur nú þegar til fimm íbúðir til HSV samkvæmt samningi og sér bæjarráð ekki að svigrúm sé til að veita styrk vegna leiguíbúða umfram gildandi samning.

7.Samningur um umsjá knattspyrnuvalla á Torfnesi - 2021040038

Lagður fram til samþykktar samningur Ísafjarðarbæjar við knattspyrnudeild Vestra meistaraflokks um umsjá knattspyrnuvalla á Torfnesi og 1. hæð í Vallarhúsi Torfnesi.



Bæjarráð samþykkir samning Ísafjarðarbæjar við knattspyrnudeild Vestra meistaraflokk um umsjá eigna á árinu 2021 á grundvelli þess að verkefnasamningur milli Ísafjarðarbæjar og HSV verði kláraður.
Hafdís yfirgefur fundinn kl. 09:24.

8.Keyrðu kjálkann - sumarið 2021 - 2021040069

Lagður fram tölvupóstur Díönu Jóhannsdóttur, f.h. Vestfjarðastofu, dags. 21. apríl 2021, þar sem sveitarfélaginu er boðið að taka þátt í markaðsátakinu Keyrðu kjálkann - sumarið 2021.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Sigríðar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 21. apríl 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um skráða sambúð fleiri en tveggja aðila, 539. mál. Umsagnarfrestur er til 5. maí.
Lagt fram til kynningar.

10.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 23. apríl 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð, 702. mál. Umsagnarfrestur er til 4. maí.
Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 21. apríl 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, nr. 162/2006 (gagnsæi, skráning og vinnsla persónuupplýsinga), 668. mál. Umsagnarfrestur er til 12. maí.
Lagt fram til kynningar.

12.Íþrótta- og tómstundanefnd - 222 - 2104008F

Fundargerð 222. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 21. apríl 2021.

Fundargerðin er í átt liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?