Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1146. fundur 22. mars 2021 kl. 08:05 - 09:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Vestfjarðastofa - reglulegir fundir - 2021020071

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, mætir til mánaðarlegs samráðsfundar Vestfjarðastofu og bæjarráðs.
Samstarfsverkefni Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðastofu rædd.
Sigríður yfirgaf fund kl. 8:25.

Gestir

  • Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu - mæting: 08:05

2.Umsókn um stofnframlag - Bæjartún hses. - 2021020097

Lögð fram uppfærð umsóknargögn vegna umsóknar Bæjartúns hses. um stofnframlög vegna byggingar almennra íbúða í Ísafjarðarbæ, á Flateyri, á Suðureyri og á Þingeyri.

Jafnframt lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 19. mars 2021, varðandi 12% stofnframlag Ísafjarðarbæjar, þar sem lagt er til við bæjarráð að taka afstöðu til þess hvort veita eigi stofnframlag til ofangreindra verkefna, með fyrirvara um samþykki HMS.

Auk þess lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2021 vegna málsins.

Verkefni 1: Bæjartún Hses Þingeyri
Stofnframlag 12% af byggingakostnaði, 14.627.433. 50% greiðist við upphaf eða 7.313.717,-. Gatnagerðargjöld, byggingaleyfisgjöld og mæla- og tengigjöld eru áætluð 6,1
m.kr. og koma til greiðslu strax. Áætlað útgreitt á árinu 2021 er því um 1,2 m.kr.

Verkefni 2: Bæjartún Hses Flateyri
Stofnframlag 12% af byggingakostnaði, 10.952.947. 50% greiðist við upphaf eða 5.476.474,-. Gatnagerðargjöld, byggingaleyfisgjöld og mæla- og tengigjöld eru áætluð 4,6
m.kr. og koma til greiðslu strax. Áætlað útgreitt á árinu 2021 er því um 883 þ.kr.

Verkefni 3: Bæjartún Hses Suðureyri
Stofnframlag 12% af byggingakostnaði, 11.014.147. 50% greiðist við upphaf eða 5.507.074,-. Gatnagerðargjöld, byggingaleyfisgjöld og mæla- og tengigjöld eru áætluð 4,6
m.kr. og koma til greiðslu strax. Áætlað útgreitt á árinu 2021 er því um 913 þ.kr.

Heildar útgreitt áætlað á árinu 2021 vegna verkefnanna þriggja er 2.981.728,- Auknar tekjur á árinu 2021 nema kr. 15.325.537,-. Eignfært stofnframlag meðal
langtímakrafna nemur kr. 18.297.265,- á árinu 2021.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:25

3.Ísland Ljóstengt 2021 - 2021020087

Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 19. mars 2021, vegna umsóknar Ísafjarðarbæjar í B-hluta verkefnisins Ísland Ljóstengt 2021, þar sem fram kemur að sveitarfélaginu stendur til boða styrkur að fjárhæð kr. 14.000.000, en lagt er til við bæjarráðs að þiggja styrkinn.
Bæjarráð samþykkir að þiggja styrk að fjárhæð kr. 14.000.000 vegna Ísland ljóstengt 2021 og felur bæjarstjóra að vinna verkefnið áfram.

4.Bedford Slökkvibíll - Sala - 2020040055

Lagt er fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 19. mars 2021, vegna sölu Bedford slökkvibifreiðar, árgerð 1962, sem staðsett var á Suðureyri. Bíllinn var auglýstur í samræmi við reglur Ísafjarðarbæjar um sölu lausafjármuna og bárust 2 kauptilboð, og eitt án endurgjalds til Samgöngusafnsins í Stóragerði í Skagafirði. Lagt er til við bæjarráð að selja bílinn hæstbjóðanda.
Bæjarráð samþykkir að selja Bedford slökkvibifreiða, árg. 1962, til hæstbjóðanda.

5.Uppbygging Fjarðarstræti Ísafirði - 2021030086

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, f.h. BÓ arkitekta / Plan 21 ehf. kemur til fundar við bæjarráð til að ræða uppbyggingu við Fjarðarstræti á Ísafirði.
Hugmyndir að uppbyggingu við Fjarðarstræti á Ísafirði ræddar.
Ólöf Guðný yfirgaf fund kl. 9:12. Axel Överby yfirgaf fund kl. 9:15.

Gestir

  • Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt - mæting: 08:45

6.Samstarf um barnavernd á norðanverðum Vestfjörðum. - 2017020009

Á 1145. fundi bæjarráðs, þann 15. mars 2021, var lagt fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 11. mars 2021, vegna óskar um samþykkt viðauka vegna barnaverndar.

Jafnframt lagður fram viðauki 3 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2021 vegna aukins kostnaðar við úrræði utan heimilis hjá barnavernd.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 10.054.360,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 10.054.360,- og lækkar neikvæð rekstrarniðurstaða úr -290.420.814,- í kr. -304.475.174,-.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 10.054.360,- og lækkar rekstrarafgangur úr 118.017.159 í kr. 107.962.799,-´

Málinu var frestað til næsta fundar, og eru gögn nú lögð fram að nýju.
Málinu frestað til næsta fundar, og bæjarstjóra falið að vinna málið frekar.

7.Bakhópur á sviði húsnæðismála - 2021030092

Lagt fram erindi Tryggva Þórhallssonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 19. mars 2021, þar sem óskað er eftir þátttöku í bakhópi sem ætlunin er að setja á laggirnar til að vera vettvangur fyrri umræðu um málefni leiguíbúða á vegum sveitarfélaga, og óskað er tilnefningar aðila sem hefur þekkingu og reynslu af framkvæmd húsnæðismála á breiðum grundvelli. Frestur til tilnefningar er 27. mars 20201.
Bæjarstjóra falið að tilnefna í hópinn.

8.Húsnæði Minjasjóðs Önundarfjarðar - Hafnarstræti 3-5, Flateyri - 2021030080

Lagt fram erindi Bryndísar Sigurðardóttur, formanns stjórnar Minjasjóðs Önundarfjarðar, dags. 17. mars 2021, þar sem viðruð er sú hugmynd að færa Ísafjarðarbæ að gjöf húsnæði Minjasjóðsins, Hafnarstræti 3-5 á Flateyri.
Bæjarráð óskar eftir umsögn forstöðumanns Byggðasafn Vestfjarða um málið.

9.Tillaga að heiðursborgara Ísafjarðarbæjar - 2021030077

Lagt fram bréf Indriða Kristjánssonar, dags. 14. mars 2021, vegna tillögu til tilnefningar heiðursborgara Ísafjarðarbæjar.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

10.Forkaupsréttur sveitarfélags að skipi - 2021030089

Lagt fram erindi Óðins Gestssonar, f.h. Norðureyrar ehf., dags. 14. mars 2021, þar sem óskað er afstöðu bæjarstjórnar til þess hvort sveitarfélagið hyggist nýta sér forkaupsrétt sinn að skipinu v.b. Von ÍS-213, sknr. 2733, sbr. 12. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.
Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti vegna sölu skipsins v.b. Von Ís-213.

11.Efling snjóflóðavarna á Flateyri. Drög að aðgerðaráætlun - 2021020132

Lagt fram til kynningar erindi Ofanflóðanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 10. mars 2021, þar sem kynnt er að nefndin samþykkir að hafin verði vinna við styrkingu tveggja til þriggja húsa í sumar, að settar verði upp snjósöfnunargrindur upp á Eyrarfjalli til þess að fá reynslu af þeim, að hafinn verði undirbúningur að víkkun skeringarrásar við Innra-Bæjargilsgarð, en ákvörðun um framkvæmdir þarf að bíða og að hafnar verði jarðvegsrannsóknir á hafnarsvæðinu.
Lagt fram til kynningar.

12.Ályktun stjórnar Vestfjarðastofu um samgöngur - 2021030088

Lögð fram til kynningar ályktun stjórnar Vestfjarðarstofu um samgöngumál, dags. 15. mars 2021.
Bæjarráð hvetur stjórnvöld til að endurnýja Breiðafjarðarferjuna Baldur eins fljótt og unnt er.

13.Yfirlýsing um vinnslu afla vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2020/2021 - 2021030091

Lagðar fram til staðfestingar yfirlýsingar um vinnslu afla vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2020/2021, en umrædd gögn bárust til og með 19. mars 2021. Er óskað staðfestingar bæjarráðs á yfirlýsingunum.
Bæjarráð, f.h. bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, veitir Birgi Gunnarssyni, bæjarstjóra, umboð til að undirrita og staðfesta yfirlýsingar vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2020/2021.

14.Aukinn stuðningur við úrbætur í aðgengismálum fatlaðs fólks - 2021030093

Lagt fram til kynningar erindi Tryggva Þórhallssonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. mars 2021, þar sem kynnt er ný reglugerð með nýjum og breyttum ákvæðum um starfsemi Fasteignasjóðs JS.

Meginmarkmið nýrrar reglugerðar er að veita auknum stuðningi til sveitarfélaga vegna úrbóta sem gerðar eru í aðgengismálum fatlaðs fólks. Sérstaklega er kveðið á um að Fasteignasjóði sé heimilt - á árunum 2021 og 2022 - að úthluta samtals 363 m.kr. í sérstök framlög til: 1) Úrbóta á aðgengi fatlaðs fólks að byggingum í eigu sveitarfélaga eða þar sem um er að ræða byggingar í eigu annarra aðila en sveitarfélaga þar sem um samvinnuverkefni sveitarfélaga og einkaaðila er að ræða. 2) Úrbóta þannig að biðstöðvar almenningssamgangna séu aðgengilegar öllu fötluðu fólki, svo og útivistarsvæði og almenningsgarðar. 3) Úrbóta sem lúta að viðeigandi aðlögun á vinnustöðum fatlaðs fólks, sem starfræktir eru skv. 2. mgr. 24. gr. laga nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Umsóknarfrestur er til 31. desember 2022.
Lagt fram til kynningar.

15.Umsókn um nýtingarleyfi á jarðhita í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp - 2018070016

Lagt fram til kynningar bréf Skúla Thoroddsen, lögmanns, f.h. Ferðaþjónustunnar í Reykjanesi, dagsett 18. mars 2021, vegna nýtingar borholu OV (RN01) í Reykjanesi.
Bæjarráð Ísafjarðabæjar áréttar að ágreiningur um nýtingu á heitu vatni úr borholu Orkubús Vestfjarða í Reykjanesi stendur á milli Orkubús Vestfjarða og Ferðaþjónustunnar í Reykjanesi. Ísafjarðarbær hefur komið að málinu sem sáttasemjari, og hvetur Orkubú Vestfjarða til að svara þeim erindum sem þeim hafa borist, svo málið megi leysast farsællega.

16.Áskorun til sveitarfélaga um endurákvörðun álagningar stöðuleyfisgjalda - 2021030062

Lagt fram til kynningar bréf Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, dags. 15. mars 2021, þar sem skorað er á sveitarfélög að endurskoða ákvarðanir um álagningu stöðuleyfisgjalda í ljósi nýlegra úrskurða Úrskurðarnefndar umhverfismála.
Lagt fram til kynningar.

17.Innviðauppbygging og þjónusta í Súgandafirði - 2021030030

Lagt fram til kynningar erindi Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra, dags. 19. mars 2021, vegna bréfs sem tekið var fyrir í bæjarráði 15. mars 2021 - 2021030030, undirritað af Óðni Gestssyni framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri.
Málinu frestað til næsta fundar.

18.Atvinnuátakið „Hefjum störf“ - 2021030087

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Guðrúnar Stellu Gissurardóttur, forstöðumanns Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum, dags. 18. mars 2021, vegna atvinnuátaksins „Hefjum störf“, en sveitarfélög eða stofnanir sem ráða atvinnuleitendur sem hafa nýtt a.m.k. 24 mánuði af 30 mánaða bótarétti sínum geta fengið styrk fyrir fullum mánaðarlaunum að hámarki 472.835.- kr. á mánuði að viðbættum 11,5% í mótframlag í lífeyrissjóð til að ráða atvinnuleitanda/-leitendur í fullt starf í allt að sex mánuði. Einnig er hægt að greiða samsvarandi styrk með atvinnuleitendum sem fullnýttu bótarétt sinn hjá Atvinnuleysistryggingasjóði eftir 1. október 2020.
Lagt fram til kynningar.

19.Innlend matvæli í skólamáltíðir - áskorun til sveitarfélaga - 2021030070

Lagt fram til kynningar bréf Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands, dags. 16. mars 2021, með áskorun til sveitarfélaga um að nota innlend matvæli í skólamáltíðir.
Málinu vísað til fræðslunefndar.

20.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 15. mars 2021., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997 (beiting nauðungar), 563. mál. Umsagnarfrestur er til 29. mars.
Lagt fram til kynningar.

21.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 16. mars 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna stuðnings til smærri innlendra áfengisframaleiðenda og heimildar til sölu áfengis á framleiðslustað (áfengisgjald, sala áfengis á framleiðslustað), 495. mál. Umsagnarfrestur er til 30. mars.
Lagt fram til kynningar.

22.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 16. mars 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000 (fjölgun jöfnunarsæta), 496. mál. Umsagnarfrestur er til 6. apríl.
Lagt fram til kynningar.

23.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 16. mars 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (borgarafundir, íbúakosningar um einstök mál), 491. mál. Umsagnarfrestur er til 30. mars.
Lagt fram til kynningar.

24.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 18. mars 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísanir, dvalar- og atvinnuleyfi), 602. mál. Umsagnarfrestur er til 7. apríl.
Lagt fram til kynningar.

25.Íþrótta- og tómstundanefnd - 221 - 2103011F

Lögð fram til kynningar fundargerð 221. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 17. mars 2021.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?