Bæjarráð

1142. fundur 22. febrúar 2021 kl. 08:05 - 08:44 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Daníel Jakobsson yfirgaf fundinn kl. 8.07. Marzellíus Sveinbjörnsson tók við stjórn fundarins.

1.Ráðning sviðsstjóra Skóla- og tómstundasviðs 2020 - 2020120066

Lagt fram til kynningar minnisblað Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 19. febrúar 2021, varðandi ferli og næstu skref við ráðningu sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs.
Lagt fram til kynningar.
Daníel kom aftur inn á fundinn kl. 8.16. Daníel tók aftur við stjórn fundarins.

2.Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005

Lagður fram tölvupóstur Hannesar Frímanns Sigurðssonar, f.h. Framkvæmdasýslu ríkisins, ásamt tillögum VA arkitekta, dags. 15. febrúar 2021, en óskað er endurgjafar og sjónarmiða sveitarfélagsins varðandi
mögulega staðsetningu.
Málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umsagnar.

Bæjarstjóra jafnframt falið að óska eftir fundi VA arkitekta með bæjarráði.

3.Umsókn um stofnframlag - Bæjartún hses.. - 2021020097

Lagt fram erindi Ómars Guðmundssonar, f.h. Bæjartúns hses, dags. 11. febrúar 2021, þar sem sótt er um 12% stofnframlag til Ísafjarðarbæjar vegna byggingar 10 nýrra íbúða sem félagið hefur áhuga á að byggja í Ísafjarðarbæ. Jafnframt er lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 18. feb. 2021, vegna málsins.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

4.Sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi - Háafell - 2016020056

Lagt fram bréf Tinnu Jónsdóttur f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 15. febrúar 2021, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um hvort 6.800 tonna ársframleiðsla á laxi og regnbogasilungi í sjókvíum Háafells í Ísafjarðardjúpi skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Umsagnarfrestur er 3. mars 2021.
Bæjarstjóra falið að vinna umsögn.

5.Almennar styrkbeiðnir og styrktarlínur 2021 - 2021020086

Lagður fram tölvupóstur Jónasar Guðmundssonar, verkefnastjóra slysavarna hjá Landsbjörgu, dags. 15. febrúar 2021, þar sem óskað er eftir því að Ísafjarðarbær leggi verkefninu Safe-travel lið með kaupum á styrktarlínu.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 18. febrúar 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um áfengislög (sala á framleiðslustað), 504. mál. Umsagnarfrestur er til 4. mars 2021.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar styður framkomið frumvarp enda mun það hafa jákvæð áhrif á minni brugghús til uppbyggingar atvinnulífs, sérstaklega á landsbyggðinni.

Fundi slitið - kl. 08:44.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?