Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1141. fundur 15. febrúar 2021 kl. 08:05 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Arna Lára Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Grjótvörn til norður frá Norðurtanga í Skutulsfirði - 2020110080

Lagt er fram á nýjan leik minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 7. janúar 2021, vegna breytinga á sjóvörnum út með Norðurtanga og meðfram Fjarðarstræti, en málinu var vísað inn í vinnu við endurskoðun aðalskipulags, á 551. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 13. janúar 2021. Bæjarfulltrúi Marzellíus Sveinbjörnsson óskaði eftir því að málið yrði tekið á dagskrá til frekari umræðu.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð á nýjan leik.
Guðmundur M. Kristjánsson yfirgaf fundinn kl. 8:40.

Gestir

  • Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri - mæting: 08:05
  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:05

2.Umferðaröryggisáætlun Ísafjarðarbæjar - Endurskoðun - 2021020068

Lagt fram minnisblað Axels Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 12. febrúar 2021, vegna endurskoðunar umferðaröryggisáætlunar.
Bæjarráð samþykkir að hefja vinnu við endurskoðun umferðaröryggisáætlunar í samræmi við minnisblað sviðsstjóra.

3.Hjúkrunarheimili á Ísafirði - 2011120009

Lögð fram til kynningar matsgerð Hjalta Sigmundssonar dags. desember 2020 vegna máls nr. M-183/2020 í Héraðsdómi Vestfjarða, ásamt minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð á nýjan leik.

4.Endurskoðun Aðalskipulags Vesturbyggðar - 2021020057

Lagður fram tölvupóstur Óskars Arnar Gunnarssonar, f.h. Landmótunar, dagsettur 10. febrúar 2021, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um endurskoðun Aðalskipulags Vesturbyggðar. Frestur er til 10. mars 2021.
Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Axel Överby yfirgaf fundinn kl. 8:55.

5.Ráðning sviðsstjóra Skóla- og tómstundasviðs 2020 - 2020120066

Lagt fram til kynningar minnisblað Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 12. febrúar 2021, vegna ferils ráðningar sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs.
Lagt fram til kynningar.

Daníel Jakobsson lýsir sig vanhæfan vegna tengsla við einn umsækjanda.

6.Endurskoðun bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar - 2012120018

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 12. febrúar 2021, vegna breytinga á bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar árin 2020/2021, ásamt greinargerð um breytingatillögur til síðari umræðu bæjarstjórnar, dags. 12. febrúar 2021, og greinargerð um frekari breytingatillögur til fyrri umræðu bæjarstjórnar, dags. 12. febrúar 2021.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

7.Samstarfshópur um þjóðgarð á Vestfjörðum - 2019100101

Lögð fram tillaga að friðlýsingarskilmálum fyrir þjóðgarð á Vestfjörðum, unnin af starfshóp um stofnun þjóðgarðs, þar sem óskað er samþykkis bæjarráðs til auglýsingar skilmálanna í samræmi við lög.
Bæjarráð vísar málinu til kynningar í bæjarstjórn.

8.Krafa í ábyrgðartryggingu Ísafjarðarbæjar - 2017040032

Trúnaðarmál kynnt fyrir bæjarráði.
Bókun færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs

9.Olíutankurinn - Útilistaverk á Þingeyri - 2019040026

Á 1136. fundi bæjarráðs þann 11. janúar 2021 var lagt fram erindi Ketils Bergs Magnússonar, f.h. Tanks menningarfélags, dags. 7. janúar 2021, þar sem óskað er eftir breytingum og framlengingu á samningi Tanks menningarfélags við Ísafjarðarbæ, auk aukins fjárstyrks vegna verkefnisins að fjárhæð kr. 5.000.000.

Bæjarráð samþykkti framlengingu samnings við Tank menningarfélag, og fól bæjarstjóra að leggja fram nýjan samning til samþykktar í bæjarráði.

Varðandi aukafjárstyrk fól bæjarráð bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.

Nú er lögð fram greinargerð Ketils Bergs Magnússonar, f.h. Tanks, menningarfélags, dags. 31. janúar 2021, þar sem gerð er grein fyrir ástæðum aukinnar fjárþarfar verkefnisins, en á 1140. fundi bæjarráðs, þann 8. febrúar 2021, ákvað bæjarráð á fresta málinu til næsta fundar.
Í ljósi þess sem lagt var upp með í upphafi verkefnis að einkaaðilar myndu koma að hluta fjármögnunar telur bæjarráð sér fært um að leggja fram helming af umbeðinni fjárhæð, alls kr. 2.500.000, gegn því að umsækjandi tryggi að verkefnið sé að fullu fjármagnað.

Lagt fyrir bæjarstjóra að ræða við umsækjanda og leggja málið fyrir bæjarráð á nýjan leik í kjölfarið.


10.Lánasjóður - ýmiss erindi 2021 - 2021020074

Lagt fram til kynningar bréf Óttars Guðjónssonar, f.h. kjörnefndar Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 8. febrúar 2021, þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

11.Hafnarstjórn - 218 - 2102009F

Lögð fram til kynningar fundargerð 218. fundar hafnarstjórnar, dags. 9. febrúar 2021.

Fundargerðin er í sjö liðum.
Lagt fram til kynningar.

12.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 553 - 2101030F

Lögð fram til kynningar fundargerð 553. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, dags. 10. febrúar 2021.

Fundargerðin er í ellefu liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 553 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila vinnslu á deiliskipulagi Botnsvirkjunar og Hvallátursvirkjunnar skv. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Nefndin bendir þó á að svæðið er undir friðlýsingu frá Náttúrufræðistofnun Íslands sem og hverfisvernd í aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar og því er ekki samræmi milli áforma og aðalskipulags.
    Beiðninni um breytingu á aðalskipulagi er vísað inn í vinnu við endurskoðun aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.
  • 12.10 2021020013 Staðfesting landamerkja
    Skipulags- og mannvirkjanefnd - 553 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfesta landamerki ofantalinna jarða.

13.Velferðarnefnd - 456 - 2102004F

Lögð fram til kynningar fundargerð 456. fundar velferðarnefndar, dags. 12. febrúar 2021.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?