Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1134. fundur 14. desember 2020 kl. 08:05 - 09:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Arna Lára Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Dagskrá og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Verkefnalisti yfirfarinn.

2.Vestfjarðastofa - ýmis erindi 2020 - 2020040012

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, mætir til mánaðarlegs samráðsfundar Vestfjarðastofu og bæjarráðs.
Samstarfsverkefni Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðastofu rædd.
Sigríður yfirgaf fundinn kl. 8:50.

Gestir

  • Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu - mæting: 08:10

3.Mánaðaryfirlit - 2020 - 2020030067

Lagt fram til kynningar minnisblað Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, og Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 3. desember 2020, þar sem teknar eru saman upplýsingar um skatttekjur og laun fyrir janúar til október 2020.
Lagt fram til kynningar.

4.Jafnlaunakerfi Ísafjarðarbæjar - 2020050013

Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri mætir til fundar til að kynna niðurstöður rýni stjórnenda á jafnlaunakerfi Ísafjarðarbæjar.
Fylgiskjöl eru minnisblað mannauðsstjóra, dags. 10. desember 2020 og fundargerð af fundi stjórnenda, dags. 9. desember 2020.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð lagði fram eftirfarandi bókun: „Með hliðsjón af vottunarúttekt iCert, innri úttektum sem framkvæmdar hafa verið á jafnlaunakerfi Ísafjarðarbæjar og rýni stjórnenda á því, þá er ályktað að Jafnlaunakerfi Ísafjarðarbæjar standist kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012.“
Baldur yfirgaf fundinn kl. 9:10.

Gestir

  • Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri - mæting: 08:55

5.Umhverfis- og eignasvið - Útboð & útboðsgögn 2020: Suðurtangi 14 - 2020030081

Lagt fram bréf Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 10. des., 2020 þar sem lagt er til að að samið verði við Steypustöð Ísafjarðar á grundvelli tilboðs þeirra í verkið „Suðurtangi 14 - Hreinsun lóðar“.
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs um að samið verði við Steypustöð Ísafjarðar á grundvelli tilboðs þeirra, að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.

6.Umhverfis- og eignasvið - Útboð & útboðsgögn 2020: Suðurtangi - lagnir - 2020030081

Lagt er fram bréf Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 10. des. sl., vegna verksins „Suðurtangi lagnir áfangi II“ þar sem lagt er til að samið verði við Þotuna ehf., á grundvelli tilboðs þeirra.
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs um að samið verði við Þotuna ehf. á grundvelli tilboðs þeirra, að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.

7.Örútboð / Verðfyrirspurnir - endurskoðunarþjónusta - 2019030103

Kynnt er minnisblað Eyþórs Guðmundssonar, innkaupa- og tæknistjóra , dags. 8. desember 2020, ásamt opnunarskýrslu og tilboðsgögnum vegna örútboðs á endurskoðunarþjónustu innan rammasamninga.
Bæjarráð samþykkir tillögu innkaupastjóra um að samið verði við KPMG á grundvelli tilboðs þeirra, að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.

8.Snjómokstur á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri - þjónustusamningur 2019-2021 - 2018100087

Lagt fram erindi Sædísar Ólafar Þórsdóttur, formanns Hverfisráðs Súgandafjarðar, dags. 7. desember 2020, þar sem lagðar eru fram óskir og tillögur íbúa á Suðureyri um breytingar á snjómokstursáætlun í þorpinu.
Bæjarráð þakkar mjög góðar tillögur frá hverfisráði Súgandafjarðar, og felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að taka tillit til þeirra eins og kostur er.

9.Fyrirspurn vegna útboðs í snjómokstur - 2020110023

Lagt fram til kynningar bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 4. nóvember 2020, þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins um efni kvörtunar, sem ráðuneytinu barst frá bæjarfulltrúa, og afrit af gögnum málsins. Framlengdur frestur til svara er 7. desember 2020.

Jafnframt lagt fram til kynningar svarbréf Ísafjarðarbæjar, unnið af Axel R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, og Bryndísi Ósk Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 7. desember 2020, ásamt fylgigögnum.
Lagt fram til kynningar.

10.Skíðasvæði 2020 - bilun í eldri troðara - 2020030035

Lagt er fram minnisblað Hlyns Kristinssonar, forstöðumanns skíðasvæða Ísafjarðarbæjar, vegna bilunar í eldri snjótroðara skíðasvæðis.
Málinu frestað.

11.Tónlistarfélag Ísafjarðar - fasteignagjöld 2019 og 2020 - 2020120006

Lagður fram viðauki 20 við fjárhagsáætlun 2020, en bæjarstjóra var falið að gera viðauka vegna málsins á 1133. fundi bæjarráðs þann 7. desember 2020.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-

Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0, eða óbreytt rekstrartap kr. -372.442.288,-.

Áhrif viðaukans á samantekinn A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt rekstrartap kr. -379.384.175,-.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 20 við fjárhagsáætlun 2020 vegna styrks til Tónlistarfélags Ísafjarðar vegna fasteignagjalda áranna 2019 og 2020.

12.Loftræstikerfi í Stjórnsýsluhúsi - 2019100077

Lagðar eru fram verkfundagerðir frá Verkís, nr. 7,8,9 og 10 vegna endurnýjunar loftræstikerfis í Stjórnsýsluhúsi.
Lagt fram til kynningar.

13.Umhverfis- og eignasvið - Útboð & útboðsgögn 2020 - 2020030081

Lagðar eru fram verkfundagerðir Verkís, nr. 2 og 3 vegna framkvæmda við lóð Eyrarskjóls
Lagt fram til kynningar.

14.Gjaldskrár 2021 - 2020050033

Á 217. fundi íþrótta- og tómstundanefndar, þann 2. desember 2020, var eftirfarandi bókað: „Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að breyta afslætti á árskorti á skíðasvæði úr 20% í 50% fyrir einstaklinga með virkt árskort í sundi sem fjármálastjóri lagði til í minnisblaði. Aflsáttur á árskorti kemur í staðinn fyrir súperpassa sem detta út úr gjaldskrá 2021. Lagt er til sérverð fyrir öryrka og ellilífeyrisþega á árskorti í sundi. Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarráð að samþykka gjaldskrá íþróttamannvikja fyrir árið 2021.“
Bæjarráð vísar gjaldskrá Ísafjarðarbæjar vegna íþróttamannvirkja 2021 til seinni umræðu í bæjarstjórn.

15.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 173 - 2006015F

Lögð fram til kynningar fundargerð 173. fundar barnaverndarnefndar sem fram fór þann 2. júlí 2020.
Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

16.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 174 - 2008005F

Lögð fram til kynningar fundargerð 174. fundar barnaverndarnefndar sem fram fór þann 17. ágúst 2020.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Lagt fram til kynningar.

17.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 175 - 2008016F

Lögð fram til kynningar fundargerð 175. fundar barnaverndarnefndar sem fram fór þann 18. september 2020.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Lagt fram til kynningar.

18.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 176 - 2009026F

Lögð fram til kynningar fundargerð 176. fundar barnaverndarnefndar sem fram fór þann 29. september 2020.
Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

19.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 177 - 2010003F

Lögð fram til kynningar fundargerð 177. fundar barnaverndarnefndar sem fram fór þann 6. október 2020.
Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

20.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 178 - 2010008F

Lögð fram til kynningar fundargerð 178. fundar barnaverndarnefndar sem fram fór þann 8. október 2020.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.

21.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 179 - 2010025F

Lögð fram til kynningar fundargerð 179. fundar barnaverndarnefndar sem fram fór þann 20. nóvember 2020.
Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

22.Hafnarstjórn - 217 - 2012007F

Lögð fram til kynningar fundargerð 217. fundar hafnarstjórnar sem fram fór þann 8. desember 2020.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • 22.1 2020050033 Gjaldskrár 2021
    Hafnarstjórn - 217 Hafnarstjórn samþykkir gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar 2021 og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.

23.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 549 - 2012004F

Lögð fram fundargerð 549. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem fram fór þann 9. desember 2020.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?