Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1132. fundur 30. nóvember 2020 kl. 08:05 - 09:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Dagskrá og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Verkefnalisti yfirfarinn.

2.Stytting vinnuviku - 2020090005

Lagt fram minnisblað Baldurs Inga Jónassonar, mannauðsstjóra, dags. 26. nóvember 2020, vegna styttingar vinnuviku dagvinnufólks hjá Ísafjarðarbæ, auk yfirlits vinnutímasamkomulaga, en lagt er til að bæjarstjórn veiti bæjarstjóra umboð til að samþykkja eða hafna fyrir hönd hennar, vinnutímasamkomulag hverrar stofnunar fyrir sig.
Bæjarráð óskar eftir því að skoðuð verði nánar útfærsla á vinnutímastyttingu á leikskólum sveitarfélagsins, á þann hátt að vinnutímastytting starfsmanna komi til framkvæmda jafnóðum eins og hugmyndafræðin um vinnutímastyttingu gengur út á.

3.Sindragata 4a, sala fasteigna - 2019030022

Lagt er fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 26. nóvember 2020, þar sem lagt er til við bæjarráð að taka afstöðu til kauptilboðs í íbúð 101 að Sindragötu 4a, að fjárhæð kr. 22.600.000, en kauptilboðið er gert með fyrirvara um sölu fasteignar ásamt greiðslumati og fjármögnun tilboðsgjafa.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkomið tilboð, að fjárhæð kr. 22.600.000, fyrir íbúð 101 að Sindragötu 4a.

4.Sindragata 4a, sala fasteigna - 2019030022

Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 26. nóvember 2020, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja tilboð í íbúð 0103 að Sindragötu 4a, að fjárhæð kr. 22.500.000. Kauptilboð er gert með fyrirvara um sölu um fjármögnun og greiðslumat. Bæjarstjóri staðfesti kauptilboðið fyrir hönd Ísafjarðarbæjar með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkomið tilboð, að fjárhæð kr. 22.500.000, fyrir íbúð 103 að Sindragötu 4a.

5.Sala íbúðar nr.304 á Hlíf I - 2020110076

Lagt fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 27. nóvember 2020, þar sem óskað er afstöðu bæjarráðs til þess hvort hefja eigi söluferli á íbúð sveitarfélagsins á Hlíf 1.
Bæjarráð leggur til að íbúð að Hlíf 1 verði ekki seld að svo stöddu, en leita eigi leiða til að selja íbúðir í eigu Ísafjarðarbæjar til leigufélags, auk þess sem lagt er til að gerð verði þarfakönnun á fjölda eigna sem nauðsynlegt er fyrir sveitarfélagið að eiga, til að mæta félagslegri þörf.

6.Grjótvörn til norður frá Norðurtanga í Skutulsfirði - 2020110080

Lagður fram tölvupóstur Daníels Jakobssonar og Marzellíusar Sveinbjörnssonar, dags. 27. nóvember 2020, þar sem lagt er til að bæjarráð samþykki að umhverfis- og eignasviði verði falið að kanna fýsileika þess að gera grjótvörn til norðurs frá Norðurtanga eða aðrar sambærilegar lausnir sem gætu leitt til þess að land myndist norðan Fjarðastrætis. Samhliða því yrði kannaður fýsileiki þess að koma fyrir landfyllingu á sama svæði þ.e. frá Krók að Norðurtanga á aðalskipulagi Ísfjarðarbæjar sem nú er í vinnslu.
Bæjarráð vísar málinu til skipulagsfulltrúa til skoðunar í aðalskipulagsvinnu.

7.Tjarnarreitur á Þingeyri í deiliskipulagi - 2020110077

Lagt fram bréf Valdimars Elíassonar, formanns sóknarnefndar Þingeyrarsóknar, dags. 19. nóvember 2020, þar sem óskað er stækkunar á kirkjugarði Þingeyrarkirkju.
Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Fylgiskjöl:

8.Áskorun á Reykjavíkurborg - 2020110079

Lagt fram erindi byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, dags. 26. nóvember 2020, um áskorun á Reykjavíkurborg, en byggðarráð skorar á önnur sveitarfélög landsins að taka undir bókunina og gera að sinni.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

9.Húsnæðismál fatlaðs fólks - fundaboð - 2020110078

Lagt fram til kynningar fundarboð og dagskrá tveggja funda um uppbyggingu íbúða í þágu fatlaðs fólks, en fundirnir eru haldnir 2. desember og 11. desember 2020.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2019-2020 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2019090035

Lögð fram til kynningar fundargerð 891. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var föstudaginn 20. nóvember.
Lagt fram til kynningar.

11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar H. Sigurjónsdóttur, f.h. atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 18. nóvember 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um fiskeldi (vannýttur lífmassi í fiskeldi), 265. mál.

Umsagnarfrestur er til 2. desember nk.

Á 1132. fundi bæjarráðs, þann 23. nóvember 2020, var málinu vísað til skipulagsfulltrúa, en óskað var eftir því að málið yrði lagt fram að nýju í bæjarráði.
Lagt fram til kynningar.

12.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, f.h. velferðarnefndar Alþingis, dags. 25. nóvember 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum, 104. mál.
Umsagnarfrestur er til 9. desember nk.
Málinu vísað til velferðarnefndar.

13.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar H. Sigurjónsdóttur, f.h. umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 25. nóvember 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (markmið, áhættumat, sektir o.fl.), 311. mál.
Umsagnarfrestur er til 9. desember nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna umsögn um frumvarpið.

14.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, f.h. velferðarnefndar Alþingis, dags. 25. nóvember 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof, 323. mál.
Umsagnarfrestur er til 6. desember nk.
Málinu vísað til velferðarnefndar.

15.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, f.h. atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 27. nóvember 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð, 321. mál.

Umsagnarfrestur er til 11. desember nk.
Lagt fram til kynningar.

16.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, f.h. atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 27. nóvember 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun, 322. mál.

Umsagnarfrestur er til 11. desember nk.
Lagt fram til kynningar.

17.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 171 - 2005008F

Lögð fram til kynningar fundargerð 171. fundar barnaverndarnefndar sem fram fór 18. maí 2020.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

18.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 172 - 2005022F

Lögð fram til kynningar fundargerð 172. fundar barnaverndarnefndar sem fram fór 5. júní 2020.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

19.Fræðslunefnd - 421 - 2011016F

Lögð fram til kynningar fundargerð 421. fundar fræðslunefndar sem fram fór 26. nóvember 2020.

Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram til kynningar.

20.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 548 - 2011011F

Lögð fram til kynningar fundargerð 548. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem fram fór 25. nóvember 2020.

Fundargerðin er í tíu liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 548 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar skv. II. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 548 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð skv. 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga 123/2010.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 548 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila uppskiptingu lands og stofnun vegsvæðis í landi Traðar í Önundafirði.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 548 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga 123/2010.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 548 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila sameiningu lóða og málsmeðferð skv. 3. mgr. 43 gr. skipulagslaga 123/2010.
    Nefndin telur að um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 548 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að staðfesta hnitsettan uppdrátt undir Hraunskirkju, Keldudal í Dýrafirði.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?