Bæjarráð

1125. fundur 12. október 2020 kl. 08:05 - 10:35 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Dagskrá og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Farið yfir verkefnalista bæjarráðs.

2.Vestfjarðastofa - ýmis erindi 2020 - 2020040012

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, mætir til mánaðarlegs samráðsfundar Vestfjarðastofu og bæjarráðs.
Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, mætir til fundar. Verkefni Vestfjarðastofu rædd.

Bæjarráð þakkar Sigríði fyrir komuna.
Sigríður yfirgefur fundinn kl. 08:51.

Gestir

  • Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu. - mæting: 08:15

3.Stefnumótun og gerð langtíma fjárhags- og rekstraráætlunar Ísafjarðarbæjar - 2019030079

Farið yfir tillögur Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs og Stefaníu Ásmundsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, varðandi stöðu á verkefnum og tillögum úr skýrslu HLH ehf. um stjórnsýsluúttekt Ísafjarðarbæjar.
Staða verkefna kynnt. Sviðsstjórar og bæjarstjóri fara yfir verkefni sinna sviða.
Margrét og Stefanía yfirgefa fundinn kl. 09:59.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:53
  • Stefanía Ásmundsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:53
  • Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:53

4.Almenningssamgöngur - útboð 2017 - 2016040042

Lagt fram bréf Trausta M. Ágústssonar, f.h. Vestfirskra ævintýraferða, dags. 8. ágúst 2020, þar sem óskað er framlengingar á samningi um akstur almenningsvagna í Ísafjarðarbæ og skólaakstur í Skutulsfirði, sbr. 12 gr. hans. Jafnframt er lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 8. október 2020, vegna málsins.
Máli frestað.

Bæjarráð felur sviðsstjóra að kanna hvort að hægt sé að semja við verktaka, samhliða framlagðri breytingu, um betur búna bíla til vetraraksturs, s.s. að þeir séu með fjórhjóladrifi.

5.Hjúkrunarheimilið Eyri - byggingarleyfi. - 2013050043

Lagt fram til kynningar bréf Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 20 ágúst 2020, sem sent var á Tryggingamiðstöðina hf., vegna ágalla á ytra byrði hjúkrunarheimilisins Eyrar, auk svarbréfs Gests Óskars Magnússonar, f.h. Tryggingamiðstöðvarinnar hf., dags. 8. okt. 2020. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra, dags. 8. október 2020, þar sem lagt er til hver næstu skref málsins verði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og sækja kröfur bæjarins.

6.Endurskoðun hættumats vegna ofanflóða - 2020100028

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Tómasar Jóhannessonar, f.h. Veðurstofu Íslands, auk bréfs Árna Snorrasonar, forstjóra Veðurstofu Íslands, dags. 1. október 2020, þar sem fram kemur að hættumat undir leiðigörðum á Flateyri og Seljalandshlíð á Ísafirði verði endurskoðað.
Bæjarstjóra falið að óska eftir fundi með stjórn ofanflóðanefndar til að fylgja eftir kröfum Ísafjarðarbæjar.
Axel yfirgefur fundinn kl. 10:12.

7.Útreikningur framlaga til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts - 2020100033

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Guðna Geirs Einarssonar, sérfræðings í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 7. október 2020, þar sem fram kemur að við gerð lífskjarasamningana var því meðal annars beint til opinberra aðila að stilla hækkunum fasteignaskatts á íbúa og fyrirtæki í hóf og vegna þess var gerð breyting á tekjustofnalögunum sveitarfélaga nr. 4/1995 á þann hátt að við útreikning framlags árin 2020 og 2021 skv. d-lið 11. gr. skal miða við álagningarhlutfall fasteignaskatts árið 2019, enda hafi álagningarhlutfall í viðkomandi sveitarfélagi lækkað frá því ári. Framlag til sveitarfélaga mun því ekki lækka á næsta ári verði tekin ákvörðun um að lækka álagningarhlutfall fasteignaskattstekna árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

8.Fjárhagsáætlun 2021 - 2020050032

Lagt er fram til kynningar uppfært minnisblað Sigurðar Ármanns Snævarr, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. október 2020, um forsendur fyrir vinnslu fjárhagsáætlana 2021-2024.
Lagt fram til kynningar.

9.Persónuverndarlöggjöf - 2020050036

Lagt fram minnisblað Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 9. október 2020, vegna persónuverndarmála hjá sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar.

10.Verkefnið Sólsetrið á Þingeyri - 2019050058

Lögð fram drög að samstarfssamningi Ísafjarðarbæjar og Pálmars Kristmundssonar vegna verkefnisins Sólsetrið á Þingeyri.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samstarfssamning Ísafjarðarbæjar og Pálmars Kristmundssonar vegna verkefnisins Sólsetrið á Þingeyri.

11.Snjóflóðasetur Flateyrar - 2020080056

Lagður fram tölvupóstur Eyþórs Jóvinssonar, f.h. starfshóps um uppbyggingu snjóflóðasafns á Flateyri, dags. 6. október 2020, þar sem óskað er samtals við sveitarfélagið um að finna varðskipinu Ægi staðsetningu á Flateyri fyrir snjóflóðasafn, auk óskar um tímabundna eða varanlega eftirgjöf af hafnargjöldum og/eða öðrum kostnaði. Jafnframt lögð fram viðskiptaáætlun snjóflóðasafnsins og myndir af skipinu og hugmyndum að staðsetningum á Flateyri.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar í hafnarstjórn.

12.Áfangastaðaáætlun Vestfjarða - 2017110020

Lagður fram tölvupóstur Díönu Jóhannsdóttur, f.h. Vestfjarðastofu, dags. 6. október 2020, ásamt drögum að endurskoðaðri áfangastaðaáætlun Vestfjarða, en óskað er eftir umfjöllun og samþykki sveitarfélagsins um áætlunina.
Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki áætlunina.

13.Kröfur ríkisins um þjóðlendur í Ísafjarðarsýslum - 2020100034

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sigmars Arons Ómarssonar, yfirlögfræðings óbyggðanefndar, dags. 8. október 2020, þar sem tilkynnt er um að óbyggðanefnd hafi nú borist kröfur efnahags- og fjármálaráðherra f.h. íslenska ríkisins, um þjóðlendur í Ísafjarðarsýslum, sem hafa við málsmeðferð óbyggðanefndar verið auðkenndar sem svæði 10B. Nefndin er nú að hefja kynningu á kröfunum með það að markmiði að allir sem telja sig eiga réttindi innan þeirra svæða sem gerðar eru kröfur til fái að vita af þeim og geti eftir atvikum látið sig málin varða. Frestur til að lýsa kröfum á svæðinu er til 1. febrúar 2021. Óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um kynningu á málinu.
Tölvupóstur lagður fram til kynningar.

14.Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005

Lagður fram tölvupóstur Guðrúnar Fanneyjar Sigurðardóttur, sérfræðings í heilbrigðisráðuneytinu, dags. 7. október 2020, þar sem bæjarstjórn er bent á að sé óskað eftir því að hlé verði gert á undirbúningi framkvæmda vegna viðbyggingarinnar við Eyri verði að koma formlegt erindi þess efnis til heilbrigðisráðuneytis. Þá er óskað upplýsinga um hvort bæjarstjórn hafi sent formlegt erindi til fjármála- og efnahagsráðuneytisins þar sem óskað er eftir að ríkið taki yfir skuldbindingar sveitarfélagsins vegna núverandi hjúkrunarheimilis samhliða samningi um byggingu viðbyggingarinnar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir viðræðum við fjármála- og efnahagsráðuneytið um yfirtöku ríkisins á fasteign hjúkrunarheimilisins Eyrar.

15.Akstur í þágu vinnuveitanda - 2020100035

Lagðar fram til kynningar reglur um akstur starfsmanna í þágu vinnuveitenda, dags. 6. október 2020.
Lagt fram til kynningar.

16.BsVest - ýmiss mál 2020 - 2020050014

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sifjar Huldar Albertsdóttur, framkvæmdastjóra Byggðasamlags Vestfjarða, dags. 6. október 2020, ásamt fundarboði á aðalfund BsVest, þann 20. október 2020, kl. 13.00. Jafnframt lögð fram til kynningar dagskrá fundarins og starfsáætlun 2020-2021.
Lagt fram til kynningar.

17.Íþrótta- og tómstundanefnd - 213 - 2010002F

Lögð fram til kynningar fundargerð 213. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem fram fór 7. október 2020.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:35.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?