Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1124. fundur 05. október 2020 kl. 08:05 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Sif Huld Albertsdóttir varamaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Dagskrá og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Verkefnalisti yfirfarinn.

2.Skipulagsmál á Sundabakkasvæðinu - 2017050124

Gunnar Páll Eydal, umhverfis- og auðlindafræðingur hjá Verkís, mætir til fundar til að kynna frummatsskýrslu Verkís um Sundabakka, dags. september 2020.
Gunnar Páll Eydal kynnir frummatsskýrslu Sundabakka.

Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna.
Gunnar Páll yfirgefur fundinn kl. 8.45.

Gestir

  • Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:15
  • Gunnar Páll Eydal, verkefnastjóri Verkís - mæting: 08:15

3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 - 2020010031

Lagður fram viðauki 14 við fjárhagsáætlun 2020 vegna endurskoðunar tekjuáætlunar og framkvæmdaáætlunar 2020, og viðaukaáætlun vegna fjárfestinga 2020.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er neikvæð um kr. 454.030.609.

Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 294.088.722, eða lækkun rekstrartaps úr kr. -71.458.755, í kr. -365.547.477. Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 454.030.609, eða lækkun rekstrarframlags úr kr. 81.541.245, í rekstrarhalla kr. -372.489.364.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 14 við fjárhagsáætlun 2020 vegna endurskoðaðrar tekjuáætlunar og framkvæmdaáætlunar 2020.

Viðaukaáætlun vegna fjárfestinga 2020 lögð fram til kynningar.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:45

4.Viðhaldsáætlun 2020 - 2020100014

Lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 2. október 2020, þar sem fram koma viðhaldsáætlun eignasjóðs ársins 2020 og upplýsingar um viðhaldskostnað ársins frá 1. janúar til 31. ágúst 2020.
Lagt fram til kynningar.
Edda María yfirgefur fundinn kl. 9:40.

5.Bedford Slökkvibíll - Sala - 2020040055

Lagt er fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 16. september 2020, vegna sölu Bedford DB-192 árgerð 1962. Bíllinn var auglýstur í samræmi við reglur Ísafjarðarbæjar um sölu lausafjármuna og bárust þrjú kauptilboð, og eitt án endurgjalds til Samgöngusafnsins í Stóragerði í Skagafirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hafa samband við hæstbjóðanda vegna töku á tilboðinu.

6.Hverfisráð - framkvæmdafé 2020-2022 - 2020080032

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sædísar Ólafar Þórsdóttur, formanns Hverfisráðs Súgandafjarðar, dags. 29. september 2020, varðandi tillögur að nýtingu framkvæmdafjár 2020-2022, í samræmi við breytt verklag.
Bæjarráð tekur vel í hugmyndir Hverfisráðs Súgandafjarðar um uppbyggingu tjaldsvæðis við vestanvert Lónið á Suðureyri.

Bæjarráð vísar erindinu til frekari úrvinnslu í skipulags- og mannvirkjanefnd.

7.Sala eigna aðalsjóðs - Urðarvegur 54 Ísafirði - 2020100015

Lagður fram tölvupóstur Helenu Rósar Sigmarsdóttur, verkefnastjóra Ríkiskaupa, dags. 30. september 2020, auk fasteignayfirlits og söluyfirlits Urðarvegar 54 á Ísafirði, þar sem óskað er heimildar til að setja eignina í söluferli, en aðalsjóður Ísafjarðarbæjar á 15% hlut í eigninni.
Bæjarráð samþykkir að setja eignina í söluferli.
Axel yfirgefur fundinn kl. 9:55.

8.Bygging nýrra nemendagerða Lýðskólans - 2020090040

Lagt fram minnisblað Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 1. október 2020, vegna byggingar nemendagarða við Lýðskólann á Flateyri, en lagt er til að aðkoma bæjarins verði í formi niðurfellingar gatnagerðargjalda og í formi vinnuframlags í byggingarnefnd nemendagarðanna.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna byggingar nemendagarða við Lýðskólann á Flateyri og vinnuframlag byggingafulltrúa Ísafjarðarbæjar í byggingarnefnd.

9.Byggðakvóti Flateyri - 2020100013

Lagður fram tölvupóstur Gísla Jóns Gíslasonar, f.h. ÍS 47 ehf., dags. 1. október 2020, þar sem óskað er svara varðandi byggðakvóta á Flateyri og sértækar aðgerðir vegna byggðalagsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

10.Göngustígur í Eyrarhlíð - framkvæmdaleyfi - 2017120019

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 1. október 2020, varðandi styrkbeiðni til Skógræktarfélags Ísafjarðar, vegna leyfisgjalda framkvæmdaleyfa.
Bæjarráð samþykkir styrkbeiðni Skógræktarfélags Ísafjarðar vegna leyfisgjalda framkvæmdaleyfa að fjárhæð kr. 163.226.

11.Glamping Flateyri - Vilyrði fyrir notkun á landi Ísafjarðarbæjar í Önundarfirði - 2020100011

Lagður fram tölvupóstur Helenu Jónsdóttur, verkefnastjóra á Flateyri, f.h. Dýrleifar Ýrar Örlygsdóttur og Þórunnar Ásdísar Óskarsdóttur, dags. 28. september 2020, þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir notkun á landi Ísafjarðarbæjar í Önundarfirði fyrir „Glamping“.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

12.Breyting umferðarhraða á Seljalandsvegi - 2020050089

Lagður fram tölvupóstur Guðmundar Ragnarssonar, verkefnastjóra Vegagerðarinnar, dags. 29. september 2020, ásamt tillögu 3 um breytingu á umferðarhraða á Seljalandsvegi 637-01, þar sem óskað er samþykkis Ísafjarðarbæjar á tillögu 3.
Bæjarráð samþykkir tillögu 3 um breytingu á umferðarhraða á Seljalandsvegi 637-01.

13.Villikettir Vestfjörðum - 2020100012

Lagt fram bréf Jónu Símoníu Bjarnardóttur, f.h. stjórnar Villikatta Vestfjarða, dags. 23. september 2020, þar sem óskað er samstarfs við Ísafjarðarbæ, vegna föngunar og geldingu villikatta.
Bæjarráð vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

14.Fyrirspurn vegna fótboltahúss - 2020090095

Lögð fram fyrirspurn bæjarfulltrúa Í-listans, Nannýjar Örnu Guðmundsdóttur, dags. 25. september 2020, þar sem óskað er skriflegra svara nokkurra spurninga varðandi fótboltahús á Ísafirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

15.Samningur Vegagerðarinnar við Ísafjarðarbæ vegna Dýrafjarðargangna - 2020090050

Lagður fram samningur um framlag Vegagerðarinnar til Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar vegna Dýrafjarðarganga, dags. 30. september 2020, þar sem Vegagerðin veitir Ísafjarðarbæ styrk að fjárhæð kr. 85.000.000 vegna búnaðarkaupa vegna Dýrafjarðarganga.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samning um framlag Vegagerðarinnar til Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar vegna Dýrafjarðargangna.

16.Stúdíó Dan ehf. - kaup og rekstur - 2017050073

Lagður fram til kynningar ársreikningur Studio Dan ehf. vegna ársins 2019.
Lagt fram til kynningar.

17.Samstarfshópur um þjóðgarð á Vestfjörðum - 2019100101

Lagt fram til kynningar bréf Guðmundar Inga Guðbrandssonar og Sigríðar Auðar Arnardóttur, f.h. Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 20. september 2020, til Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, vegna formlegrar skipunar í samstarfshóps sem falið er það hlutverk að kanna og undirbúa mögulega stofnun þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum. Nánar tiltekið er um að ræða þegar friðlýst svæði í Vatnsfirði og við Dynjanda, auk annarra nærliggjandi svæða, þ.m.t. Hrafnseyri í Arnarfirði og Langi Botn í Geirþjófsfirði.
Lagt fram til kynningar.

18.Skýrslur ferðamála á Þingeyri - 2020090099

Lögð fram til kynningar skýrsla Jónínu Hrannar Símonardóttur, formanns Koltru, dags. 20. september 2020, vegna Upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Þingeyri fyrir árið 2020.
Lagt fram til kynningar.

19.65. Fjórðungþing Vestfirðinga - 2020050043

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, sviðsstjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 29. september 2020, ásamt boðun sveitarfélaga á framhald 65. Fjórðungsþings Vestfirðinga þann 9. og 10. október 2020, endanlegri dagskrá, tillögu að fjárhagsáætlun 2021, unnin í samráði við fjárhagsnefnd FV sem kosin var á 65. Fj.þingi, vorþing, tillögu að árstillagi sveitarfélaga fyrir árið 2021, tillögu að launum stjórna og nefnda Fjórðungssambands Vestfirðinga, tillögu að breytingu á samþykktum og þingsköpum Fjórðungssambands Vestfirðinga um fjárhagsnefnd, og yfirlit yfir atkvæðavægi sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

20.Munir til varðveislu - slit á félagi - 2020090008

Lagt fram til kynningar bréf Jónu Símoníu Bjarnardóttur, forstöðumanns Byggðasafn Vestfjarða, dags. 30. september 2020, þar sem upplýst er um að munir í eigu Húsmæðraskólanum Ósk hafa verið formlega gefnir Byggðasafninu. Safnið mun fara yfir munina, koma skjölum á skjalasafn og hreinsa úr safninu.

Jafnframt lagt fram til kynningar yfirlýsing stjórnar Kvenfélagsins Óskar, dags. 11. september 2020, vegna málsins.
Bæjarráð vísar erindinu til atvinnu- og menningarmálanefndar.

21.Fuglavöktun á Vestfjörðum - 2020100016

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sigurðar Halldórs Árnasonar, forstöðumanns Náttúrustofu Vestfjarða, dags. 2. október 2020, ásamt bréfi Náttúrustofunnar, dags. s.d., sem sent var til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, vegna fjárveitingar til sérverkefnis vegna fuglavöktunar á Vestfjörðum.
Lagt fram til kynningar.

22.Fundargerðir 2019-2020 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2019090035

Lögð fram til kynningar fundargerð 887. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldin var 25. september 2020.

Jafnframt lögð fram til kynningar fundargerð 888. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 29. september 2020.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?