Bæjarráð

1122. fundur 21. september 2020 kl. 08:05 - 10:03 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Kristjánsson varamaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir varamaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Dagskrá og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.

2.Fjárfestingar 2020 - staða 01-08 - 2020090055

Lögð fram til kynningar greining Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 18. september 2020, á stöðu framkvæmda sveitarfélagsins í lok ágúst 2020.
Lagt fram til kynningar.
Edda María Hagalín og Axel R. Överby yfirgáfu fundinn kl. 9:30.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri. - mæting: 08:25
  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:25

3.Fyrirspurn vegna öryggisáætlunar Flateyrarhafnar - 2020090063

Lagt fram bréf Ingva Hrafns Óskarssonar lögmanns á Lögfræðistofu Reykjavíkur, f.h. Tómasar Patriks Sigurðarsonar, dags. 17. september 2020, þar sem óskað er upplýsinga um öryggisáætlun Flateyrarhafnar og annarra mála er varða ofanflóðahættu á hafnarsvæðinu á Flateyri.
Málinu vísað til hafnarstjórnar.

4.Snjóflóðasetur Flateyrar - 2020080056

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 18. september 2020, vegna beiðnar um notkun á svarta pakkhúsinu fyrir Snjóflóðasetur Flateyrar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

5.Málefni safna í Ísafjarðarbæ - 2019080002

Á 1120. fundi bæjarráðs þann 7. september 2020 var málefnum varðandi bátageymslur fyrir Byggðasafn Vestfjarða vísað til atvinnu- og menningarmálanefndar.

Á 153. fundi atvinnu- og menningarmálanefndar, dags. 17. september 2020, var málið tekið fyrir. Nefndin tekur jákvætt í þá hugmynd að hluti húss að Suðurtanga 2 á Ísafirði yrði notað eða samnýtt með öðrum, til geymslu fyrir báta og sýningu þeirra, og vísar þeirri hugmynd til bæjarráðs til frekari útfærslu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

6.Sóltún - hús Ísafirðingafélagsins - 2020090059

Lagt fram bréf Guðmundar Friðriks Jóhannssonar, f.h. Ísfirðingafélagsins, dags. 12. september 2020, vegna Sóltúns, húss félagsins, en óskað er eftir því að Byggðasafn Vestfjarða og Ísafjarðarbær kaupi húsið og skapi því nýtt og verðugt hlutverk.
Bæjarráð telur sér ekki fært að kaupa hús Ísfirðingafélagsins, Sóltún.

7.Skógar og Horn í Mosdal við Arnarfjörð - endurheimt votlendis - 2020090060

Lagður fram tölvupóstur Einars Bárðasonar, framkvæmdastjóra Votlendissjóðs, dags. 14. september 2020, þar sem óskað er eftir leyfi eða samþykki fyrir endurheimt votlendis á jörðunum Skógum og Horni í Mosdal við Arnarfjörð.

Jafnframt lögð fram aðgerðaáætlun um endurheimt votlendis, dags. 7. mars 2016, almennar leiðbeiningar um endurheimt votlendis, dags. 1. sept. 2019, og upplýsingaskjal um endurheimt votlendis, skipulag og leyfi.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar og skipulags- og mannvirkjanefndar.

8.Endurskoðun bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar - 2012120018

Á 460. fundi bæjarstjórnar þann 3. september 2020 var óskað umsagnar atvinnu- og menningarmálanefndar varðandi þau atriði sem snúa að breytingum á nefndinni.

Atvinnu- og menningarmálanefnd fellst á breytingar samkvæmt minnisblaði Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 31. ágúst 2020, varðandi 5. tl. 47. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp.
Lagt fram til kynningar.

9.Trúnaðarmál á mannauðssviði - 2020090017

Trúnaðarmál kynnt fyrir nefndarmönnum.
Bókun er færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs.

10.Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005

Lagður fram tölvupóstur Guðrúnar Fanneyjar Sigurðardóttur, sérfræðings í Heilbrigðisráðuneytinu, dags. 16. september 2020, þar sem fram kemur að niðurstaða fundar sérfræðinga ráðuneytisins og bæjarstjóra, þann 2. september 2020, væri sú að ríkið taki ekki yfir skuldbindingar Ísafjarðarbæjar um fyrirliggjandi hjúkrunarheimili, og að óski Ísafjarðarbær eftir því að hlé verði gert á undirbúningi framkvæmda við viðbygginguna þurfi að senda inn formlegt erindi þess efnis til ráðuneytisins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

11.Hverfisráð - framkvæmdafé 2020-2022 - 2020080032

Lagt fram til kynningar bréf Hverfisráðs Hnífsdals , dags. 15. september 2020, varðandi tillögur að nýtingu framkvæmdafjár 2020-2022, í samræmi við breytt verklag.

Jafnframt lagt fram til kynningar bréf Hverfisráðs Þingeyrar, dags. 17. september 2020, varðandi tillögur að nýtingu framkvæmdafjár 2020-2022, í samræmi við breytt verklag.
Lagt fram til kynningar.

12.Kórónaveiran COVID-19 - 2020030054

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Jóhannesar Á. Jóhannesarsonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. september 2020, ásamt mánaðarskýrslu, þar sem upplýst er um tölfræði vegna atvinnuleysis skráð hjá Vinnumálastofnun, til september 2020.
Lagt fram til kynningar.

13.Umdæmi héraðsdýralækna - 2020090061

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Hjalta Andrasonar, upplýsingafulltrúa Matvælastofnunar, dags. 14. september 2020, þar sem fram kemur að umdæmi héraðsdýralækna verða fimm, í stað sex áður. Vestfirðir tilheyra N-Vesturumdæmi.
Lagt fram til kynningar.

14.Heimsókn breska sendiráðsins á Ísafjörð - 2020090062

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Birtu Bjargardóttur, f.h. breska sendiráðsins á Íslandi, dags. 9. september 2020, þar sem óskað er eftir fundi með starfsfólki stjórnsýslu og bæjarfulltrúum Ísafjarðarbæjar þann 1. október 2020, auk þess sem boðið er til viðburðar í lok dags.
Lagt fram til kynningar.

15.Samstarf vegna COASTPLAN - 2020090066

Lagður fram tölvupóstur Dr. Sigríðar Kristjánsdóttur, f.h. Landbúnaðarháskóla Íslands, dags. 17. september 2020, og tölvupóstur Heiðu H. Jack, skipulagsfulltrúa, dags. s.d., vegna óskar um samstarf vegna verkefnisins COASTPLAN: Sustainable Coastal Planning Charette in Response to Changing Climate, Sea Level Rise, New Shipping Routes, Mitigation and Planning, m.a. með samvinnu við að miðla af fróðleik, veita aðstoð við hugmyndavinnu, samráðsferli og öflun gagna sem sótt verður um í samkeppnissjóði, svo sem Markáætlun um samfélagslegar áskoranir 2020.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að undirrita samstarfsyfirlýsingu.

16.Loftræstikerfi í Stjórnsýsluhúsi - 2019100077

Lagðar eru fram til kynningar verkfundargerðir nr. 3 og 4 frá Verkís, dags. 17. ágúst 2020 og 9. september 2020, vegna endunýjunar loftræstikerfis í Stjórnsýsluhúsinu að Hafnarstræti 1, Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

17.Aðalfundur Hvetjanda 2020 - 2020090064

Lagt fram til kynningar bréf Kristjáns G. Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Hvetjanda, dags. 15. september 2020, þar sem boðað er til aðalfundar Hvetjanda árið 2020, en fundurinn fer fram 1. október 2020, kl. 13.00, í Ráðhúsinu í Bolungarvík.
Lagt fram til kynningar.

18.65. Fjórðungþing Vestfirðinga - 2020050043

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, sviðsstjóra Vestfjarðastofu, dags. 11. september 2020, ásamt boðsbréfi á framhald 65. Fjórðungsþings Vestfirðinga, þann 9. og 10. október 2020.
Lagt fram til kynningar.

19.Áskorun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði - 2020090065

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, dags. 18. september 2020, þar sem skorað er á sveitarfélög að leggja sitt af mörkum til þess að létta undir með fyrirtækjum, sem þurfa á öllu sínu að halda til að reisa reksturinn við og skapa atvinnu eftir heimsfaraldurinn, og að setjast að samningaborði og semja um nýtt og sanngjarnara kerfi fasteignaskatta á fyrirtæki.
Lagt fram til kynningar.

20.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 153 - 2009015F

Lögð fram til kynningar fundargerð 153. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem fram fór 17. september 2020.

Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

21.Íþrótta- og tómstundanefnd - 212 - 2009012F

Lögð fram til kynningar fundargerð 212. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem fram fór 16. september 2020.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

22.Velferðarnefnd - 450 - 2009004F

Lögð fram til kynningar fundargerð 450. fundar velferðarnefndar sem fram fór 17. september 2020.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:03.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?