Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1118. fundur 24. ágúst 2020 kl. 08:05 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Dagskrá og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Verkefnalisti yfirfarinn.
Formaður bæjarráðs leggur til við bæjarráð að mál Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, varðandi Covid-19 smit á Hlíf verði tekið á dagskrá með afbrigðum.
Bæjarráð samþykkir að taka málið á dagskrá.

2.Kórónaveiran COVID-19 - 2020030054

Lagt fram til kynningar minnisblað Birgis Gunnarsonar, bæjarstjóra, dags. 24. ágúst 2020, vegna Covid-19 smits á Hlíf.
Lagt fram til kynningar.

3.Tekjutap vegna Covid-19 - 2020080041

Lagt fram til kynningar bréf Ingólfs Þorleifssonar, formanns körfuknattleiksdeildar Vestra, dags. 19. ágúst 2020, þar sem upplýst er um aðstæður deildarinnar vegna Covid-19.

Þá komu Ingólfur Þorleifsson, Guðfinna M. Hreiðarsdóttir og Guðni Ó. Guðnason, f.h. körfuknattleiksdeildar Vestra, og Bjarki Stefánsson, f.h. HSV, til fundar við bæjarráð.
Lagt fram til kynningar.

Staða körfuknattleiksdeildar Vestra rædd, en vegna Covid-19 hefur tekjuöflunarmöguleikar minnkað og fjárhagsstaða versnað.

Bæjarráð þakkar gestum fyrir komuna.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

Gestir

  • Ingólfur Þorleifsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vestra - mæting: 08:15
  • Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, f.h. körfuknattleiksdeildar Vestra - mæting: 08:15
  • Guðni Ó. Guðnason, f.h. körfuknattleiksdeildar Vestra - mæting: 08:15
  • Bjarki Stefánsson, framkvæmdastjóri HSV - mæting: 08:15

4.Endurskoðun bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar - 2012120018

Lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 21. ágúst 2020, greinargerð vegna breytingatillagna að bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar.

Jafnframt lögð fram til kynningar uppfærð Samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, með hliðsjón af greinargerð.
Lagt fram til kynningar.

5.Brunavarnaráætlun Ísafjarðarbæjar 2020 - 2020080038

Lögð fram til samþykktar Brunavarnaáætlun Ísafjarðabæjar fyrir árin 2020-2025, í samræmi við 13. gr. laga nr. 75/2000, um brunavarnir.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir Brunavarnaráætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2020-2025.

6.Líkamsrækt á Ísafirði - 2017050073

Lagður fram til samþykktar samningur Ísafjarðarbæjar við Ísófit ehf. til þriggja ára.

Jafnframt lagt fram til kynningar bréf Þrúðheima ehf., ásamt fylgiskjölum, þar sem óskað er málsgagna um líkamsrækt á Ísafirði.
Samningur lagður fram og bæjarstjóra falið að afla frekari gagna.

Bréf Þrúðheima ehf. lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að svara erindinu.

7.Sindragata 4a, sala fasteigna - 2019030022

Lagt fram til kynningar aflýsing kvaðar, dags. 12. ágúst 2020, sem Íbúðalánasjóður, nú Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, þinglýsti á Sindragötu 4a, vegna stofnfjárframlaga við byggingu hússins, en Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú fallist á beiðni Ísafjarðarbæjar um sölu umræddra íbúða og endurgreiðslu stofnfjárframlags.

Lagt fram til kynningar.

8.Útboð & útboðsgögn 2020 - Gleiðarhjalli áningarstaðir - 2020030081

Lögð fram til samþykktar tillaga Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 18. ágúst 2020, um töku tilboðs Búaðstoðar, vegna Áningarstaða A-B-C-D-E og F og göngustíga neðan Gleiðarhjalla, að fjárhæð kr. 30.041.020.

Framkvæmdin greiðist af Ofanflóðasjóði, en hlutur Ísafjarðarbæjar er 10%.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir tillögu Framkvæmdasýslu ríkisins um töku tilboðs Búaðstoðar vegna Áningastaða A-B-C-D-E og F og göngustíga neðan Gleiðarhjalla.

9.Landsfundur Upplýsingar 2020 - styrkbeiðni - 2019100098

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 21. ágúst 2020, þar sem óskað er heimildar fyrir því að fjárhæð ónýtts veitts styrks fyrir árið 2020, verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2021, en sökum Covid-19 getur fyrirhugaður landsfundur ekki farið fram í ár.

Jafnframt lagt fram til kynningar bréf Pernillu Rein, verkefnastjóra Bókasafnsins Ísafirði, dags. 23. október 2019, um styrkbeiðni vegna landsfundar Upplýsingar.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir að styrkur verði veittur fyrir árið 2021 í samræmi við erindið.

10.Samstarfshópur um friðlýsingar á Vestfjörðum - 2019100101

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Freyju Pétursdóttur, sérfræðings á sviði friðlýsinga og starfsleyfa hjá Umvherfisstofnun, dags. 19. ágúst 2020, varðandi næstu skref vinnuhóps um friðlýsingar á Vestfjörðum.
Lagt fram til kynningar.

11.Kórónaveiran COVID-19 - 2020030054

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Guðrúnar Stellu Gissurardóttur, forstöðumanns Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum, dags. 19. ágúst 2020, ásamt mánaðarskýrslu, þar sem upplýst er um tölfræði vegna atvinnuleysis hjá Vinnumálastofnun á Vestfjörðum í lok júlí 2020.
Lagt fram til kynningar.

12.Skýrsla um starfsemi ofanflóðanefndar 2009-2017 - 2020080037

Lagt fram til kynningar bréf Hafsteins Pálssonar, f.h. umhverfis- og auðlindaráðherra, dags. 17. ágúst 2020, ásamt skýrslu Ofanflóðanefndar fyrir árin 2009-2017, um starfsemi nefndarinnar.
Lagt fram til kynningar.

13.Samstarfssamningar sveitarfélaga - frumkvæðisathugun ráðuneytisins - 2020080039

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Jóhönnu Sigurjónsdóttur, sérfræðings í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 20. ágúst 2020, vegna frumkvæðisathugunar á samstarfssamningum sveitarfélaga.

Jafnframt lagðar fram til kynningar leiðbeiningar ráðuneytisins til sveitarfélaga, dags. 20. ágúst 2020, um almenn sjónarmið sem gilda um samvinnu sveitarfélaga, form samvinnu og lagakröfur til slíkra samninga.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?