Bæjarráð

1114. fundur 13. júlí 2020 kl. 08:05 - 10:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Dagskrár og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Verkefnalisti bæjarráðs yfirfarinn.

2.Fjölnota knattspyrnuhús á Ísafirði - 2020040001

Lagt fram til kynningar minnisblað Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 9. júlí 2020, vegna byggingar fjölnota knattspyrnuhúss á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar og bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

3.Umhverfis- og eignasvið - Útboð & útboðsgögn 2020 - 2020030081

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Jóhanns Birkis Helgasonar, útibússtjóra Verkís á Ísafirði, dags. 9. júlí 2020, vegna opnunar tilboða í Eyrarskjól - leikskólalóð.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð ákveður að hafna tilboðinu, á grundvelli þess að aðeins einn aðili lagði fram tilboð í verkið, og var það 158% yfir kostnaðaráætlun.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

4.Líkamsrækt á Ísafirði - 2017050073

Farið yfir stöðu mála varðandi líkamsræktarmál á Ísafirði og næstu skref.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

5.Lokun útbús RKÍ á Vestfjörðum - 2020070040

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Þorsteins Mássonar, f.h. útibúss Rauða kross Íslands, á Vestfjörðum, dags. 9. júlí 2020, vegna fyrirhugaðrar lokunar útbúis RKÍ á Vestfjörðum.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð leggur fram eftirfarandi bókun:

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar harmar þá ákvörðun RKÍ að loka starfsstöð sinni á svæðinu og mótmælir því harðlega. Mikilvægi starfstöðvar á svæðinu hefur margsannað gildi sitt í þeim áföllum sem svæðið hefur orðið fyrir í gegnum tíðina í tengslum við náttúruhamfarir. RKÍ hefur því gegnt lykilhlutverki í þeim áföllum sem svæðið hefur orðið fyrir og hefur Ísafjarðarbær styrkt samtökin fjárhagslega, síðast í tengslum við snjóflóðið á Flateyri s.l. vetur. Svæðið fór einnig illa út úr COVID 19 faraldrinum og þar skipti miklu máli aðkoma starfsmanna RKÍ að aðgerðum viðbragðsaðila.
Þessi ákvörðun um að loka starfsstöð RKÍ á svæðinu er ekki í neinu samræmi við nýsamþykkta stefnu samtakanna þar sem eitt af yfirlýstum markmiðum er að færa starf RKÍ enn nær heimabyggð. Þar að auki er ákvörðunin ógagnsæ og órökstudd og ekkert samráð eða samtal átti sér stað við aðila í heimabyggð í aðdraganda uppsagnanna.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar skorar á yfirstjórn RKÍ að draga þessi áform til baka og frekar verði stefnt að því að efla starfsstöðvarnar víðsvegar um landið í framtíðinni.

6.Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - 2018-2020 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2018010057

Lagt er fram minnisblað Heiðu Jack, skipulagsfulltrúa, dags. 10. júlí 2020, á verkferli umsagnaraðila og samanburði á málum er varða umsagnir vegna umsókna um rekstrarleyfi, annars vegar Aðalstræti 26 á Þingeyri og hins vegar Fjarðarstræti 39, Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

7.Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - 2018-2020 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2018010057

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 6. maí 2020, ásamt umsókn Jónu Benediktsdóttur, vegna rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki II að Fjarðarstræti 39, Ísafirði, en bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á 1113. fundi sínum, þann 6. júlí 2020.

Jafnframt lögð fram umsögn Heiðu Jack, skipulagsfulltrúa, dags. 25. júní 2020, vegna málsins.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfis til Jónu Benediktsdóttur, vegna rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki II að Fjarðarstræti 39 á Ísafirði.

Bæjarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. júní 2020.

8.Sindragata 4a, sala fasteigna - 2019030022

Lögð fram fyrirspurn bæjarfulltrúa Í-listans, Nannýjar Örnu Guðmundsdóttur, dags. 10. júlí 2020, þar sem óskað er skriflegra svara nokkurra spurninga varðandi Sindragötu 4a.
Bæjarstjóra falið að svara erindinu.

9.Umsókn um byggingarleyfi - Eyrarskjól viðbygging - 2019040056

Lögð fram til kynningar framvinduskýrsla Tækniþjónustu Vestfjarða fyrir apríl og maí 2020 vegna viðbyggingar við Eyrarskjól.
Lagt fram til kynningar.

10.Tillaga að eldissvæðum vegna fiskeldis í Arnarfirði - kynningartími til 7.8.2020 - 2020070038

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Esterar Önnur Ármansdóttur, verkefnastjóra hafskipulags, f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 3. júlí 2020, þar sem vakin er athygli á að kynning á tillögu Hafrannsóknarstofnunar stendur yfir hjá Skipulagsstofnun til 7. ágúst 2020, þar sem allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir. Frestur til athugasemda er 7. ágúst 2020.
Bæjarstjóra falið að svara erindinu.

11.Lýsing fyrir gerð strandsvæðaskipulags - 2020050019

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Grímu Eikar Káradóttur, f.h. Skipulagsstofnunar, ásamt umsögn svæðisráðs um fram komnar athugasemdir við lýsingu fyrir gerð strandsvæðaskipulags á Vestfjörðum, dags. 7. júlí 2020, en alls bárust 18 athugasemdir sem svæðisráð fyrir gerð strandsvæðaskipulags á Vestfjörðum hefur farið yfir og mun nýta við áframhaldandi vinnu við gerð strandsvæðisskipulagsins.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

12.Efling orkuframleiðslu og flutningsmál raforku á Vestfjörðum - skýrsla Eflu - 2020070039

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Aðalsteins Óskarsonnar, f.h. Fjórðungssambands Vestfjarða, dags. 7. júlí 2020, ásamt skýrslu Eflu - verkfræðistofu, um eflingu orkuframleiðslu og flutningsmál raforu á Vestfjörðum.
Lagt fram til kynningar.

13.Hafnarstjórn - 213 - 2007004F

Lögð fram fundargerð 213. fundar hafnarstjórnar, sem haldinn var 8. júlí 2020. Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?