Bæjarráð

1113. fundur 06. júlí 2020 kl. 08:05 - 09:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Dagskrár og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Verkefnalisti bæjarráð yfirfarinn.

2.Vestfjarðastofa - ýmis erindi 2020 - 2020040012

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, mætir til mánaðarlegs samráðsfundar Vestfjarðastofu og bæjarráðs.
Verkefni Vestfjarðastofu rædd.

Bæjarráð þakkar Sigríði Ó. Kristjánsdóttur fyrir komuna.
Sigríður Ó. Kristjánsdóttir yfirgaf fundinn kl. 8.50.

Gestir

  • Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu - mæting: 08:05

3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 - viðauki 10 - 2020010031

Lagður fram viðauki 10 við fjárhagsáætlun 2020 vegna bæjarskrifstofu.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður samantekins A og B hluta Ísafjarðarbæjar er kr. 21.565.107,- eða úr afgangi kr. 155.795.278,- í kr. 134.230.171,-. Áhrifin á sveitasjóð A hluta er sú sama eða úr afgangi kr. 21.736.965,- í neikvæða rekstrarniðurstöðu kr. 9.769.829,-
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir viðauka 10 við fjárhagsáætlun 2020.

4.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 - viðauki 11 - 2020010031

Lagður fram viðauki 11 við fjárhagsáætlun 2020 vegna snjómoksturs.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður samantekins A og B hluta Ísafjarðarbæjar er kr. 31.500.000,- eða úr afgangi kr. 134.230.171,- í kr. 102.730.171,-. Áhrifin á sveitasjóð A hluta er kr. 40.500.000,- eða úr neikvæðri rekstrarniðurstöðu kr. 9.769.829,- í neikvæða rekstrarniðurstöðu kr. 50.269.829,-
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir viðauka 11 við fjárhagsáætlun 2020.

5.Samstarf um félagsþjónustu - 2020020014

Lagður fram til samþykktar samningur Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, dags. 29. júní sl. um sérfræðiráðgjöf, vinnslu mála og stjórnun í félagsþjónustu.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir samning Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps.

6.Aðstaða sjósportklúbbins Sæfara við Suðurtanga 2 - 2019050091

Lagt fram minnisblað Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 2. júlí sl., þar sem farið er yfir aðkomu Ísafjarðarbæjar að húsnæði sjósportklúbbsins Sæfara við Suðurtanga 2, Ísafirði.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera kaupsamning vegna húsnæðis Sæfara við Suðurtanga 2, í takt við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar.

7.Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi - 2017010103

Lögð fram umsögn Heiðu Jack, skipulagsfulltrúa, dags. 3. júlí sl., um frummatsskýrslu Arctic Sea Farm vegna 8000 tonna sjókvíeldis í Ísafjarðardjúpi.
Bæjarráð, sem fer með fullnaðarákvörðun mála í sumarleyfi bæjarstjórnar samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa.

8.Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - 2018-2020 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2018010057

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 6. maí 2020, ásamt umsókn Jónu Benediktsdóttur, vegna rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki II að Fjarðargötu 39, Ísafirði.

Jafnframt lögð fram umsögn Heiðu Jack, skipulagsfulltrúa, dags. 25. júní 2020, vegna málsins.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

9.Umhverfis- og auðlindaráðuneyti - ýmis erindi 2020-2021 - 2020070001

Kynntur tölvupóstur Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur, f.h. umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 29. júní sl., þar sem kallað er eftir tilnefningum til Fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Náttúruverndarviðurkenningar Sigríðar í Brattholti.
Tilnefningarfrestur er til 20. ágúst nk.
Lagt fram til kynningar.

10.Skráning fasteigna og fasteignamat 2020-2021 - 2020070002

Lagt fram bréf Margrétar Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár Íslands, dagsett 29. júní sl., þar sem kynntar eru niðurstöður árlegs endurmats fasteigna.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?