Bæjarráð

1111. fundur 22. júní 2020 kl. 08:05 - 09:25 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Dagskrár og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Verkefnalisti bæjarráðs yfirfarinn.

2.Fjölnota knattspyrnuhús á Ísafirði - 2020040001

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Jóhanns Birkis Helgasonar, f.h. Verkís, dags. 18. júní 2020, ásamt kostnaðaráætlun vegna byggingu fjölnota knattspyrnuhúss á Ísafirði.

Jafnframt lagður fram tölvupóstur frá Andra Árnasyni, lögmanni, dags. 18. júní 2020, þar sem fram koma upplýsingar vegna fyrirliggjandi samningsdraga við UAB Hugaas Baltic.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:05

3.Hækkun fasteignagjalda hjá Ísafjarðarbæ - 2019120049

Lagt fram minnisblað Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 18. júní 2020, ásamt bréfi frá Búnaðarfélaginu Bjarma, dags. 30. janúar 2020, vegna breytinga á fasteignaskatti Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi Búnaðarfélagsins Bjarma.
Axel R. Överby yfirgefur fundinn kl. 8.30.

4.Líkamsrækt á Ísafirði - 2017050073

Lagður fram tölvupóstur og gögn frá Þór Harðarsyni, dags. 21. júní 2020, þar sem fram koma tillögur að líkamsrækt á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Þór Harðarson yfirgefur fundinn kl. 8.50.

Gestir

  • Þór Harðarson, forsvarsmaður Stúdíó Dan. - mæting: 08:30

5.Dagvistarmál í Skutulsfirði 2020 - 2020010058

Lagður fram viðauki 9 við fjárhagsáætlun 2020, auk minnisblaðs Guðrúnar Birgisdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa, dags. 10. júní 2020. Um er að ræða aukin útgjöld vegna sumaropnunar fyrir leikskólabörn sumarið 2020.

Sumaropnun gæsluvallar á Sólborg frá 6. júlí-31. júlí 2020 vegna Covid-19. Komið til móts við foreldra sem neyðarúrræði.
Kostnaður við opnun án launa 1.575.000.- Launakostnaður 9 starfsmanna verður 4.787.060,-.
Heildarkostnaður er því kr. 6.362.060,-
Lagt er til að þessum kostnaði verði mætt með lækkun handbærs fjárs sem nemur 6.362.060,- og lækkun afkomu sem því nemur.
Bæjarráð samþykkir viðauka 9 við fjárhagsáætlun 2020.

6.Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - 2018-2020 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2018010057

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum óskar eftir umsögn Ísafjarðarbæjar á útgáfu rekstrarleyfis til handa Hafsteini Helgasyni, f.h. Núpó ehf. vegna gististaðar í flokki IV að Núpi í Dýrafirði.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfis til Hafsteins Helgasonar, f.h. Núpó ehf., um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki IV að Núpi í Dýrafirði.

7.Sjónvarpsþáttur um samfélagsleg áhrif Dýrafjarðargangna - N4 - 2020060070

Lagður fram tölvupóstur Karls Eskils Pálssonar, dags. 12. júní 2020, þar sem kannaður er áhugi sveitarfélagsins á að kosta sjónvarpsþátt um samfélagsleg áhrif Dýrafjarðargangna, en kostnaður er á bilinu 1-1,5 milljón króna.
Bæjarráð þakkar erindið en telur sér ekki fært að taka þátt í kostun þáttar að svo stöddu.

8.Beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021 - 2020060071

Lagt fram til kynningar bréf Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. júní 2020, vegna bókunar sambandsins, í kjölfar bréfs samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dags. 27. maí 2020, þar sem sambandið er hvatt til að beita sér fyrir því við einstök sveitarfélög að álagningarhlutföll fasteignaskatts verði lækkuð sem nemi að lágmarki þeirri krónutöku sem hækkun fasteignamatsins á milli ára myndi að óbreyttu leiða til, a.m.k. hvað atvinnuhúsnæði varðar.
Lagt fram til kynningar.

9.Kórónaveiran COVID-19 - 2020030054

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Jóhannesar Á. Jóhannessonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. júní 2020, ásamt uppfærðum gögnum frá Vinnumálastofnun, þar sem upplýst er um fjölda þeirra sem hafa nýtt sér heimild er varðar minnkandi starfshlutfall og þeirra sem eru í almenna bótakerfinu.
Lagt fram til kynningar.

10.Skýrsla um náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum á Íslandi - 2020060081

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Hafdísar Guðrúnar Hilmarsdóttur, sérfræðings í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 19. júní 2020, ásamt skýrslu um náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum á Íslandi.
Lagt fram til kynningar.

Erindinu vísað til fræðslunefndar.

11.Fundargerðir 2019-2020 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2019090035

Lagður fram tölvupóstur Vals Rafns Halldórssonar, sviðsstjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. júní 2020, ásamt fundargerð 885. fundar stjórnar sambandsins sem haldinn var 12. júní 2020.
Lagt fram til kynningar.

12.Velferðarnefnd - 449 - 2006010F

Lögð fram fundargerð 449. fundar velferðarnefndar, sem haldinn var 18. júní 2020. Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:25.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?