Bæjarráð

1108. fundur 02. júní 2020 kl. 08:05 - 09:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Dagskrár og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Verkefnalisti bæjarráðs yfirfarinn.
Verkefnalisti bæjarráðs yfirfarinn.

2.Uppbygging pumpuleikbrautar (pumptrack) - 2020050092

Lagt fram bréf Heiðu Jónsdóttur, f.h. hjólreiðadeildar Vestra, dags. 29. maí 2020, vegna hugmynda um uppbyggingu pumpuleikbrautar.

Forsvarsmenn hjólreiðadeildar Vestra mæta til fundar til að ræða hugmyndir um uppbyggingu.
Gestir kynntu hugmyndir sínar fyrir bæjarráði.

Bæjarráð þakkar gestum fyrir kynninguna.
Gestir yfirgáfu fundinn kl. 8.48.

Gestir

  • Sigurður Guðmundur Óskarsson, f.h. hjólreiðadeildar Vestra - mæting: 08:05
  • Heiða Jónsdóttir, f.h. hjólreiðadeildar Vestra - mæting: 08:05
  • Elísabet Samúelsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundanefndar - mæting: 08:05

3.Fastís, sala eigna 2019 - 2018120019

Lagt fram minnisblað Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 28. maí 2020, vegna íbúða í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð tekur jákvætt í tillögu bæjarstjóra um sölu eigna og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

4.Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss - 2018060074

Lagður fram tölvupóstur og minnisblað Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 29. maí 2020, um kostnaðaráætlun við byggingu knattspyrnuhúss.

Jafnframt lagt fram tölvupóstar, minnisblað og greining Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 31. maí 2020, um frávik frá upphaflegu útboði, auk uppfærðar kostnaðaráætlunar.
Gögn vegna fyrirhugaðs verkefnis kynnt og útfærsla rædd.

Bæjarráð ákveður að fela bæjarstjóra að skrifa undir viljayfirlýsingu við Huugas um byggingu knattspyrnuhús.

Heildarkostnaðaráætlun er kr. 391.800.000, auk 20% ófyrirséðs kostnaðar kr. 78.300.000, alls kr. 470.100.000.

Gestir yfirgáfu fundinn kl. 9.03.

Gestir

  • Kristján Þór Kristjánsson, formaður nefndar um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss - mæting: 08:49
  • Elísabet Samúelsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundanefndar - mæting: 08:49

5.Umhverfis- og eignasvið - Útboð & útboðsgögn 2020 - 2020030081

Lagt er fram bréf Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 28. maí 2020, vegna verksins Sundlaug Flateyrar, þakviðgerð, þar sem lagt er til að samið verði við Geirnaglann ehf., á grundvelli tilboðs þeirra.
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs um að samið verði við Geirnaglann ehf. á grundvelli tilboðs þeirra, að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.

6.Hjúkrunarheimili á Ísafirði - 2011120009

Lagt fram til kynningar bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignaviðs til Tryggingamiðstöðvainnar hf., dags. 31. mars 2020, vegna tjóns á hjúkrunarheimilinu Eyri. Einnig kynnt afstaða Tryggingarmiðstöðvarinnar hf., dags. 6. maí 2020, og minnisblað sviðsstjóra dags. 27. maí 2020.
Lagt fram til kynningar.

7.Umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda - Ártunga 1 - 2018050012

Lagt fram bréf Högna Gunnars Péturssonar, dags. 16. apríl 2020, þar sem óskað er eftir frekari fresti gatnagerðargjalda vegna lokafrágangs við Ártungu 1, ásamt minnisblaði Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 27. maí 2020.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindið.

8.Stúdíó Dan ehf. - kaup og rekstur - 2017050073

Lagður fram tölvupóstur forsvarsaðila Stúdíó Dan ehf., dags. 31. maí 2020, ásamt tillögu þeirra að rekstri líkamsræktarstöðvar á Ísafirði með aðkomu bæjaryfirvalda.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

9.Slökkviliðsstöðin á Flateyri, sala og hýsing bifreiðar - 2020020027

Lagður fram til samþykktar kaupsamningur og afsal vegna eignarinnar Túngata 7, fnr. 212-6568, á Flateyri, og þjónustusamningur milli Ísafjarðarbæjar og Björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri, um hýsingu slökkvibifreiðar og annars búnaðar slökkviliðs, báðir dags. 27. maí 2020.

Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jóndóttur, bæjarritara, dags. 29. maí 2020, vegna bókhaldslegra upplýsinga.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningarnir verði samþykktir.
Formaður bæjarráðs yfigaf fundinn kl. 9.30.

10.Vestfjarðastofa - ýmis erindi 2020 - 2020040012

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, bæjarritara, dags. 29. maí 2020, vegna markaðsátaks og auglýsingabirtinga sveitarfélagsins í samstarfi við Markaðsstofu Vestfjarða.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu bæjarritara um að taka þátt í markaðsátaki og auglýsingabirtingum fyrir sveitarfélagið í samstarfi við Markaðsstofu Vestfjarða.
Formaður bæjarráð tók aftur sæti kl. 9.33.

11.Breyting umferðarhraða á Seljalandsvegi - 2020050089

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Guðmundar Ragnarssonar, f.h. Vegagerðarinnar, dags. 25. maí 2020, ásamt tillögu 2 um breytingu á umferðarhraða á Seljalandsdalsvegi 637-01, þar sem fram kemur að tillagan geri ráð fyrir að hækka hámarkshraða á Seljalandsdalsvegi 637-01 úr 30 km/klst. sem er hámarkshraði á veginum í dag í 50 km/klst. frá stöð 100 að stöð 3400 þar sem vegur endar. Þá skal setja upp merkingar fyrir leiðbeinandi hraða í stöðvum 2360 og 2700, A01.21, J02.11 (0 ? 340) og J09.30.
Lagt fram til kynningar.

12.Verkefnið Sólsetrið á Þingeyri - 2019050058

Lögð fram drög að samstarfssamningi milli Ísafjarðarbæjar og Pálmars Kristmundssonar arkitekts um verkefnið Sólsetrið á Þingeyri.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram í samstarfi við Pálmar Kristmundsson og íbúasamtökin Átak á Þingeyri.

13.Sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi - Háafell - 2016020056

Lögð fram umsögn Heiðu Jack, skipulagsfulltrúa, dags. 28. maí 2020, vegna umsóknar Háafells ehf. um sjókvíaeldi í innanverðu Ísafjarðardjúpi.
Bæjarráð staðfestir umsögn skipulagsfulltrúa.

14.Viðbragðsáætlun vegna elds - 2020050088

Lagður fram tölvupóstur Einars Yngvasonar, f.h. félags Skógarbúa í Tungudal, dags. 25. maí 2020, ásamt bréfi hans, vegna beiðnar um að sveitarfélagið hlutist til um að gerð verði viðbragðsáætlun fyrir sumarbústaðabyggðina í Tungudal ef til bruna skyldi koma.
Bæjarráð óskar eftir því að viðbragðsáætlun verði unnin og vísar málinu áfram til almannavarnarnefndar og skipulags- og mannvirkjanefndar.

15.Hlaupahátíð á Vestfjörðum - 2012070021

Lagður fram tölvupóstur Guðbjargar Rósar Sigurðardóttur, f.h. Hlaupahátíðar á Vestfjörðum, dags. 27. maí sl., ásamt bréfi, þar sem óskað er eftir stuðningi Ísafjarðarbæjar við hátíðina, með sama sniði og undanfarin ár. Þ.e. lengdum opnunartíma Sundhallar 17. júlí 2020, fjárframlagi að upphæð kr. 75.000,- og vinnuframlagi áhaldahúss við að koma fánastöngum fyrir á völdum stöðum.
Bæjarráð samþykkir erindið.

16.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvpuóstur Kormáks Axelssonar, f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 28. maí 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018 (notendaráð), 838. mál. Umsagnarfrestur er til 11. júní nk.
Bæjarráð vísar málinu áfram til velferðarnefndar.

17.Kórónaveiran COVID-19 - 2020030054

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Jóhönnu Sigurjónsdóttur, f.h. samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 25. maí 2020, ásamt bréfi frá ráðherra, vegna greiningar á fjármálum sveitarfélaga í kjölfar Covid-19 heimsfaraldursins.
Lagt fram til kynningar.

18.Lánasjóður 2018-2020 - 2018010032

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Óttars Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 25. maí 2020, ásamt fundarboði á aðalfund Lánasjóðsins, þann 12. júní 2020, kl. 15, á Grand Hótel Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð óskar eftir því að að bæjarstjóri sitji fundinn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar og felur bæjarstjóra að fara með umboð fyrir Ísafjarðarbæ.

19.Ársfundur Starfsendurhæfingar Vestfjarða 2020 - 2020050090

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Hörpu Guðmundsdóttur, f.h. Starfsendurhæfingar Vestfjarða, dags. 26. maí 2020, ásamt fundarboði, dags. 25. maí s.á., á ársfund Starfsendurhæfingarinnar, þann 9. júní 2020, kl. 14, í Vinnuveri, húsnæði SEV að Suðurgötu 9 á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð óskar eftir því að sviðsstjóri velferðarsviðs sitji fundinn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

20.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2020 - 2020020069

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Antons Helgasonar, f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 29. maí 2020, ásamt fundargerð 128. fundar Heilbrigðisnefndar og Heilbrigðiseftirlits Vestfjarðasvæðis, auk fylgigagna.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?